Fékk 180 þúsund króna rafmagnsreikning: „Þetta eru bara tölurnar sem við erum að eiga við hérna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. janúar 2023 19:36 Reynir Þór Hübner, Íslendingur búsettur í Stokkhólmi, fékk rafmagnsreikning upp á rúmar þrettán þúsund sænskar krónur, eða um 180 þúsund íslenskar krónur. Aðsend Hækkandi rafmagnsverð knýr áfram verðbólguna í Svíþjóð, sem hefur ekki verið meiri í rúma þrjá áratugi. Íslendingur sem búsettur er í Svíþjóð segist finna vel fyrir hækkunum en hann fékk reikning upp á 180 þúsund krónur fyrir síðasta mánuð. Margir hafi skrúfað niður hitann og sitji heima í úlpu og ullarsokkum. Íslendingar megi hrósa happi að vera ekki á evrópskum orkumarkaði. Rafmagnsverð hefur farið hækkandi víðs vegar um heim undanfarna mánuði. Í Evrópu standa ráðamenn frammi fyrir orkukrísu, þá einna helst vegna stríðsins í Úkraínu, og í Svíþjóð hefur ástandið versnað hratt. Ársverðbólga í Svíþjóð án tillitis til vaxtabreytinga mælist nú 10,2 prósent, úr 9,5 prósent í nóvember. Með tilliti til vaxtabreytinga mældist hún 12,3 prósent. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í rúma þrjá áratugi í Svíþjóð. Raforkuverð keyrir nú verðbólguna áfram en Reynir Þór Hübner, íbúi í Stokkhólmi, segir íbúa finna vel fyrir hækkunum. Staðan sé erfið og íbúar viti ekki hverju þeir eiga að gera ráð fyrir. Staðan sé ef til vill verri fyrir íbúa í dreifðari byggðum. „Það eru margir sem eru mjög sjokkeraðir yfir þessu og í stórum vandræðum bara með að borga rafmagnsreikninga þannig það borgar sig að eiga borð fyrir báru hérna, það eru margir sem eru í vandræðum,“ segir Reynir. Rafmagnsverð í Svíþjóð hækkaði að meðaltali um tæplega 29 prósent milli mánaða. Matvælaverð hækkaði sömuleiðis ásamt verði á fatnaði og afþreyingu. Á móti þá lækkaði eldsneytisverð um tæp níu prósent. Grafík/Hjalti Kostnaðurinn við rafmagnið er þó verstur að sögn Reynis en sjálfur fékk hann reikning upp á rúmar þrettán þúsund sænskar krónur í desember, upphæð sem samsvarar um 180 þúsund íslenskra króna. Reikningurinn var tvöfalt hærri en í nóvember. „Þetta eru bara tölurnar sem við erum að eiga við hérna. Við búum ekkert í einhverri höll eða neitt svoleiðis. Við eigum bara heima í venjulegu einbýlishúsi, sem er meira að segja steinsteypt og vel einangrað. Það telst bara nokkuð ekónímískt,“ segir Reynir. Íslendingar megi vera þakklátir Ýmsir þættir spila inn í hækkandi raforkuverð og veðrið undanfarið, frost og logn, hjálpi ekki til. „Þetta gerist hratt og breytingarnar eru bara dag frá degi. Ef að það er sól þá virka sólarorku kerfin betur, ef að það er rok þá virka vindmyllurnar betur. Kjarnorkuverin eru búin að vera biluð líka. Þannig þetta er búið að vera svolítið vesen,“ segir Reynir. Íbúar hafi þurft að grípa til ýmissa ráða sjálfir og að sögn Reynis er algengt að fólk lækki einfaldlega hitann heima hjá sér og sitji í úlpu og ullarsokkum. Ríkisstjórnin hefur þó ákveðið að endurgreiða fólki hluta raforkukostnaðar á næstunni sem muni hjálpa. Hvernig restinn af vetrinum og jafnvel næsti vetur verði sé ómögulegt að segja. „Það fer allt eftir því hvernig þetta þróast í framtíðinni, ef að stríðið hættir þá er allt í einu hægt að skrúfa frá einhverjum gasleiðslum og þá verður allt miklu betra. En það er talað um að raforkuverð eigi eftir að detta niður núna og bara um leið og það hlýnar í veðri þá er minni notkun og þá verður þetta ekki eins mikið mál. Vorið lítur bara vel út, þó það sé ekki komið,“ segir Reynir og hlær. Íslendingar megi hrósa happi að vera ekki á evrópskum orkumarkaði. „Við erum náttúrulega von einhverju allt of góðu á Íslandi, raforkuverð og hitakostnaður er einhvern veginn allt öðru vísi þar. Hér eru hús hituð með rafmagni, oft bara með venjulegum rafmagnsofnum, og þið getið ímyndað ykkur hvað það kostar. Það er bara allt annað dæmi,“ segir Reynir. Svíþjóð Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Rafmagnsverð hefur farið hækkandi víðs vegar um heim undanfarna mánuði. Í Evrópu standa ráðamenn frammi fyrir orkukrísu, þá einna helst vegna stríðsins í Úkraínu, og í Svíþjóð hefur ástandið versnað hratt. Ársverðbólga í Svíþjóð án tillitis til vaxtabreytinga mælist nú 10,2 prósent, úr 9,5 prósent í nóvember. Með tilliti til vaxtabreytinga mældist hún 12,3 prósent. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í rúma þrjá áratugi í Svíþjóð. Raforkuverð keyrir nú verðbólguna áfram en Reynir Þór Hübner, íbúi í Stokkhólmi, segir íbúa finna vel fyrir hækkunum. Staðan sé erfið og íbúar viti ekki hverju þeir eiga að gera ráð fyrir. Staðan sé ef til vill verri fyrir íbúa í dreifðari byggðum. „Það eru margir sem eru mjög sjokkeraðir yfir þessu og í stórum vandræðum bara með að borga rafmagnsreikninga þannig það borgar sig að eiga borð fyrir báru hérna, það eru margir sem eru í vandræðum,“ segir Reynir. Rafmagnsverð í Svíþjóð hækkaði að meðaltali um tæplega 29 prósent milli mánaða. Matvælaverð hækkaði sömuleiðis ásamt verði á fatnaði og afþreyingu. Á móti þá lækkaði eldsneytisverð um tæp níu prósent. Grafík/Hjalti Kostnaðurinn við rafmagnið er þó verstur að sögn Reynis en sjálfur fékk hann reikning upp á rúmar þrettán þúsund sænskar krónur í desember, upphæð sem samsvarar um 180 þúsund íslenskra króna. Reikningurinn var tvöfalt hærri en í nóvember. „Þetta eru bara tölurnar sem við erum að eiga við hérna. Við búum ekkert í einhverri höll eða neitt svoleiðis. Við eigum bara heima í venjulegu einbýlishúsi, sem er meira að segja steinsteypt og vel einangrað. Það telst bara nokkuð ekónímískt,“ segir Reynir. Íslendingar megi vera þakklátir Ýmsir þættir spila inn í hækkandi raforkuverð og veðrið undanfarið, frost og logn, hjálpi ekki til. „Þetta gerist hratt og breytingarnar eru bara dag frá degi. Ef að það er sól þá virka sólarorku kerfin betur, ef að það er rok þá virka vindmyllurnar betur. Kjarnorkuverin eru búin að vera biluð líka. Þannig þetta er búið að vera svolítið vesen,“ segir Reynir. Íbúar hafi þurft að grípa til ýmissa ráða sjálfir og að sögn Reynis er algengt að fólk lækki einfaldlega hitann heima hjá sér og sitji í úlpu og ullarsokkum. Ríkisstjórnin hefur þó ákveðið að endurgreiða fólki hluta raforkukostnaðar á næstunni sem muni hjálpa. Hvernig restinn af vetrinum og jafnvel næsti vetur verði sé ómögulegt að segja. „Það fer allt eftir því hvernig þetta þróast í framtíðinni, ef að stríðið hættir þá er allt í einu hægt að skrúfa frá einhverjum gasleiðslum og þá verður allt miklu betra. En það er talað um að raforkuverð eigi eftir að detta niður núna og bara um leið og það hlýnar í veðri þá er minni notkun og þá verður þetta ekki eins mikið mál. Vorið lítur bara vel út, þó það sé ekki komið,“ segir Reynir og hlær. Íslendingar megi hrósa happi að vera ekki á evrópskum orkumarkaði. „Við erum náttúrulega von einhverju allt of góðu á Íslandi, raforkuverð og hitakostnaður er einhvern veginn allt öðru vísi þar. Hér eru hús hituð með rafmagni, oft bara með venjulegum rafmagnsofnum, og þið getið ímyndað ykkur hvað það kostar. Það er bara allt annað dæmi,“ segir Reynir.
Svíþjóð Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira