Viltu vera fráflæðisvandi? Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 13. janúar 2023 10:01 Þegar við stöndum öll saman á sviðinu í lok sýningarinnar „Ég lifi enn - sönn saga” í Tjarnarbíói og hlustum á lokaræðu verksins fá margir leikhúsgestir hláturskast þegar við spyrjum hvort einhver vilji vera fráflæðisvandi og svari nú hver fyrir sig. En svona eru nú engu að síður umræður um eldra fólk dags daglega í fjölmiðlum, til að mynda. Við spyrjum um fleira, förum orðrétt með samtöl og lesum upp bréf sem hafa verið skrifuð til að auðvelda skilning aðstandenda á ástandi og aðbúnaði ættingja sinna. Það dásamlega við að æfa leiksýningu sem þessa er að maður fær nýja sýn og nýjar upplifanir í hvert sinn sem við rennum henni. Leiklistin er upplifun augnabliksins og er hér flutningur verks sem telur 70 mínútur, byggt á tveggja ára þróunarvinnu. Aðstandendur sýningarinnar fóru í rannsóknarvinnu um málefnið, héldu námskeið fyrir eldra fólk og fengu sögur í kaupbæti. Það er því allt satt, rétt og raunverulegt sem kemur fram í verkinu. Leikhús sem speglar samtímann Þótt mér finnist það merkilegt að standa aftur á sviði með bekkjarsystrum mínum úr Leiklistarkóla Íslands nú 31 ári síðar þá bliknar það í samanburði við málefni verksins. Málefni sem ég þekki mjög vel eftir að hafa fylgt nokkrum ættingjum í gegnum kerfið, en þar sem ég, 56 ára ung konan, er nú ættmóðirin í minni fjölskyldu þá tel ég þessu ferli lokið þar til ég geng sjálf inn í þetta tímabil. Þeir sem eiga ættingja komna yfir sjötugt geta flýtt fyrir sér á margan hátt með því að koma í Tjarnarbíó og upplifa sýninguna. Við erum nefnilega ekki ein í þessum sporum, heldur mörg. Mér er þakklæti efst í huga að vera þátttakandi í verki eins og „Ég lifi enn - sönn saga”, þakklæti og auðmýkt. Hér er leikhúsið að bjóða upp á samræður, spegla samtímann og veita málefni eldra fólks athygli sem er vel. Sýningin hefur fallið vel í kramið hjá gestum á öllum aldri og hefur fengið glimrandi viðtökur. Sjálfstæðu leikhúsin eiga Hauk í horni í Tjarnarbíói eða Hauka í hornum og vil ég hvetja alla að veita leikhúsinu athygli sem og verkum eins og ,,Ég lifi enn - sönn saga. Höfundur er leikkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Leikhús Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Þegar við stöndum öll saman á sviðinu í lok sýningarinnar „Ég lifi enn - sönn saga” í Tjarnarbíói og hlustum á lokaræðu verksins fá margir leikhúsgestir hláturskast þegar við spyrjum hvort einhver vilji vera fráflæðisvandi og svari nú hver fyrir sig. En svona eru nú engu að síður umræður um eldra fólk dags daglega í fjölmiðlum, til að mynda. Við spyrjum um fleira, förum orðrétt með samtöl og lesum upp bréf sem hafa verið skrifuð til að auðvelda skilning aðstandenda á ástandi og aðbúnaði ættingja sinna. Það dásamlega við að æfa leiksýningu sem þessa er að maður fær nýja sýn og nýjar upplifanir í hvert sinn sem við rennum henni. Leiklistin er upplifun augnabliksins og er hér flutningur verks sem telur 70 mínútur, byggt á tveggja ára þróunarvinnu. Aðstandendur sýningarinnar fóru í rannsóknarvinnu um málefnið, héldu námskeið fyrir eldra fólk og fengu sögur í kaupbæti. Það er því allt satt, rétt og raunverulegt sem kemur fram í verkinu. Leikhús sem speglar samtímann Þótt mér finnist það merkilegt að standa aftur á sviði með bekkjarsystrum mínum úr Leiklistarkóla Íslands nú 31 ári síðar þá bliknar það í samanburði við málefni verksins. Málefni sem ég þekki mjög vel eftir að hafa fylgt nokkrum ættingjum í gegnum kerfið, en þar sem ég, 56 ára ung konan, er nú ættmóðirin í minni fjölskyldu þá tel ég þessu ferli lokið þar til ég geng sjálf inn í þetta tímabil. Þeir sem eiga ættingja komna yfir sjötugt geta flýtt fyrir sér á margan hátt með því að koma í Tjarnarbíó og upplifa sýninguna. Við erum nefnilega ekki ein í þessum sporum, heldur mörg. Mér er þakklæti efst í huga að vera þátttakandi í verki eins og „Ég lifi enn - sönn saga”, þakklæti og auðmýkt. Hér er leikhúsið að bjóða upp á samræður, spegla samtímann og veita málefni eldra fólks athygli sem er vel. Sýningin hefur fallið vel í kramið hjá gestum á öllum aldri og hefur fengið glimrandi viðtökur. Sjálfstæðu leikhúsin eiga Hauk í horni í Tjarnarbíói eða Hauka í hornum og vil ég hvetja alla að veita leikhúsinu athygli sem og verkum eins og ,,Ég lifi enn - sönn saga. Höfundur er leikkona.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun