Útsending frá stórleik Napoli og Juventus hefst klukkan 19.35 á Stöð 2 Sport 2. Napoli situr í toppsæti Serie A með sjö stiga forystu á Juventus og AC Milan þegar öll lið deildarinnar hafa spilað 17 leiki.
Með sigri getur Napoli því náð 10 stiga forystu á meðan Juventus getur minnkað forskotið niður í aðeins fjögur stig.