Sálfræðingar gagnrýna auglýsingu um „hugræna endurforritun“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2023 07:49 „Það er mjög mikilvægt að almenningur sé gagnrýninn á það hver meðferðaraðilinn er. Og hann á að spyrja: Er meðferðaraðilinn heilbrigðisstarfsmaður? Því ef eitthvað fer illa og þér líður ef til vill verr eftir meðferð, þá er ekkert hægt að gera í því.“ Þetta segir Tryggvi Guðjón Ingason, formaður Sálfræðingafélags Íslands, um meðferðir sem boðið er upp á vegna andlegrar vanlíðunar eða veikinda en sæta ekki eftirliti Landlæknisembættisins. Tilefnið er auglýsing Félags klínískra dáleiðenda á Facebook, sem hefur vakið nokkra athygli. „Það er mikil eftirspurn eftir sálfræðitímum og langir biðlistar hjá flestum sálfræðingum. Það er til önnur og mun hraðvirkari leið til að bæta andlega líðan: Klínísk meðferðardáleiðsla og Hugræn endurforritun,“ lofar auglýsingin. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsinguna eru Kristbjörg Þórisdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði. Tryggvi Guðjón Ingason.Vísir/Ívar Fannar „Mér var svolítið brugðið þegar ég sá þessa auglýsingu vegna þess að mér finnst mjög sérkennilegt að stilla þessari hugrænu endurforritun upp við hliðina á gagnreyndri sálfræðimeðferð. Og fyrir því eru margar ástæður,“ sagði Kristbjörg í samtali við fréttastofu. Hún og aðrir sálfræðingar sem rætt var við sögðu mjög vafasamt að stilla órannsökuðum meðferðum upp sem valkost í staðinn fyrir meðferðir sem væru gagnreyndar sem úrræði vegna geðrænna vandamála, til dæmis sálfræðimeðferð og hugræna atferlismeðferð. Nokkrir sálfræðingar kvartað undan auglýsingunni Ingibergur Þorkelsson, formaður Félags klínískra dáleiðenda, sagðist kannast við gagnrýni á auglýsinguna þegar til hans var leitað og að nokkrir sálfræðingar hefðu sett sig í samband við hann. Hann sagði fjölda rannsókna hafa verið gerðar á dáleiðslu en hugræn endurforritun væri nýrri af nálinni. Ingibergur gaf lítið fyrir að auglýsingin væri óábyrg og sagði hana ekki yrðu tekna niður, enda yrði hún aðeins í birtingu nokkra daga í viðbót. Spurður um þá staðreynd að umræddar meðferðir væru ekki eftirlitsskyldar af hálfu Landlæknisembættisins sagði Ingibergur um helming þeirra sem hefðu lokið námi hjá Dáleiðsluskóla Íslands, sem Ingibergur á og rekur, væru heilbrigðisstarfsmenn. Þá hefði aldrei verið kvartað til Landlæknisembættisins vegna dáleiðslumeðferða. Vísindalegar rannsóknir, ekki bara persónulegar reynslusögur Um þetta segir Kristbjörg að málið snúi ekki aðeins að því hver meðferðaraðilinn er, heldur hvaða meðferðum er verið að beita. „Það er bara mjög mikilvægt að velta því fyrir sér hvaða meðferð verið er að bjóða upp á. Það er mjög skrýtið að þegar við erum að tala um geðræn vandamál að þá sé verið að bjóða upp á meðferðir sem ekki er búið að rannsaka,“ segir hún. Kristbjörg Þórisdóttir. Kristbjörg tekur lyfjameðferðir og bóluefni sem dæmi; við myndum aldrei samþykkja að taka lyf eða vera sprautuð með bóluefni sem hefðu ekki farið í gegnum strangar prófanir. Þá segir hún ljóst að umræddar meðferðir séu langt í frá ókeypis. Helgi Héðinsson, varaformaður Sálfræðingafélagsins, sagði dáleiðslu sem slíka geta verið verkfæri í sjálfu sér en hún væri ekki gagnreynd meðferð við geðrænum vanda. Vísindalegar rannsóknir þyrftu að liggja til grundvallar öllum meðferðum, ekki aðeins persónulegar reynslusögur. „Stóra málið er að vera að stilla þessu upp hlið við hlið,“ sagði hann um orðalag auglýsingarinnar. Helgi og Tryggvi voru sammála um að óviðurkenndar meðferðir væru ákveðið vandamál og Tryggvi og Kristbjörg komu bæði inn á þá ábyrgð sem einstaklingar væru að axla þegar þeir tækju að sér meðferð einstaklinga sem þeir hefðu hreinlega ekki menntun eða þekkingu til að aðstoða. „Heilbrigðisstarfsfólk hefur menntun til að meta hvort viðfangsefnið er eitthvað sem þeir ráða við eða ekki. Ef þú sem heilbrigðisstarfsmaður hefur ekki þekkingu á vanda viðkomandi þá áttu að vísa honum áfram til aðila sem hefur þessa þekkingu. Þetta kemur í veg fyrir að fólk sé að taka að sér verkefni sem það hefur ekki getu til að sinna,“ sagði Tryggvi. Hann sagði samband skjólstæðings og meðferðaraðila einnig viðkvæmt og það væri mikilvægt að meðferðaraðilanum væru settar skorður. „Það er mikilvægt að það séu til staðar siðareglur og annað sem vernda skjólstæðinginn.“ Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Þetta segir Tryggvi Guðjón Ingason, formaður Sálfræðingafélags Íslands, um meðferðir sem boðið er upp á vegna andlegrar vanlíðunar eða veikinda en sæta ekki eftirliti Landlæknisembættisins. Tilefnið er auglýsing Félags klínískra dáleiðenda á Facebook, sem hefur vakið nokkra athygli. „Það er mikil eftirspurn eftir sálfræðitímum og langir biðlistar hjá flestum sálfræðingum. Það er til önnur og mun hraðvirkari leið til að bæta andlega líðan: Klínísk meðferðardáleiðsla og Hugræn endurforritun,“ lofar auglýsingin. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsinguna eru Kristbjörg Þórisdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði. Tryggvi Guðjón Ingason.Vísir/Ívar Fannar „Mér var svolítið brugðið þegar ég sá þessa auglýsingu vegna þess að mér finnst mjög sérkennilegt að stilla þessari hugrænu endurforritun upp við hliðina á gagnreyndri sálfræðimeðferð. Og fyrir því eru margar ástæður,“ sagði Kristbjörg í samtali við fréttastofu. Hún og aðrir sálfræðingar sem rætt var við sögðu mjög vafasamt að stilla órannsökuðum meðferðum upp sem valkost í staðinn fyrir meðferðir sem væru gagnreyndar sem úrræði vegna geðrænna vandamála, til dæmis sálfræðimeðferð og hugræna atferlismeðferð. Nokkrir sálfræðingar kvartað undan auglýsingunni Ingibergur Þorkelsson, formaður Félags klínískra dáleiðenda, sagðist kannast við gagnrýni á auglýsinguna þegar til hans var leitað og að nokkrir sálfræðingar hefðu sett sig í samband við hann. Hann sagði fjölda rannsókna hafa verið gerðar á dáleiðslu en hugræn endurforritun væri nýrri af nálinni. Ingibergur gaf lítið fyrir að auglýsingin væri óábyrg og sagði hana ekki yrðu tekna niður, enda yrði hún aðeins í birtingu nokkra daga í viðbót. Spurður um þá staðreynd að umræddar meðferðir væru ekki eftirlitsskyldar af hálfu Landlæknisembættisins sagði Ingibergur um helming þeirra sem hefðu lokið námi hjá Dáleiðsluskóla Íslands, sem Ingibergur á og rekur, væru heilbrigðisstarfsmenn. Þá hefði aldrei verið kvartað til Landlæknisembættisins vegna dáleiðslumeðferða. Vísindalegar rannsóknir, ekki bara persónulegar reynslusögur Um þetta segir Kristbjörg að málið snúi ekki aðeins að því hver meðferðaraðilinn er, heldur hvaða meðferðum er verið að beita. „Það er bara mjög mikilvægt að velta því fyrir sér hvaða meðferð verið er að bjóða upp á. Það er mjög skrýtið að þegar við erum að tala um geðræn vandamál að þá sé verið að bjóða upp á meðferðir sem ekki er búið að rannsaka,“ segir hún. Kristbjörg Þórisdóttir. Kristbjörg tekur lyfjameðferðir og bóluefni sem dæmi; við myndum aldrei samþykkja að taka lyf eða vera sprautuð með bóluefni sem hefðu ekki farið í gegnum strangar prófanir. Þá segir hún ljóst að umræddar meðferðir séu langt í frá ókeypis. Helgi Héðinsson, varaformaður Sálfræðingafélagsins, sagði dáleiðslu sem slíka geta verið verkfæri í sjálfu sér en hún væri ekki gagnreynd meðferð við geðrænum vanda. Vísindalegar rannsóknir þyrftu að liggja til grundvallar öllum meðferðum, ekki aðeins persónulegar reynslusögur. „Stóra málið er að vera að stilla þessu upp hlið við hlið,“ sagði hann um orðalag auglýsingarinnar. Helgi og Tryggvi voru sammála um að óviðurkenndar meðferðir væru ákveðið vandamál og Tryggvi og Kristbjörg komu bæði inn á þá ábyrgð sem einstaklingar væru að axla þegar þeir tækju að sér meðferð einstaklinga sem þeir hefðu hreinlega ekki menntun eða þekkingu til að aðstoða. „Heilbrigðisstarfsfólk hefur menntun til að meta hvort viðfangsefnið er eitthvað sem þeir ráða við eða ekki. Ef þú sem heilbrigðisstarfsmaður hefur ekki þekkingu á vanda viðkomandi þá áttu að vísa honum áfram til aðila sem hefur þessa þekkingu. Þetta kemur í veg fyrir að fólk sé að taka að sér verkefni sem það hefur ekki getu til að sinna,“ sagði Tryggvi. Hann sagði samband skjólstæðings og meðferðaraðila einnig viðkvæmt og það væri mikilvægt að meðferðaraðilanum væru settar skorður. „Það er mikilvægt að það séu til staðar siðareglur og annað sem vernda skjólstæðinginn.“
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent