Flugstjórinn í rétti í máli Margrétar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2023 15:42 Margrét Friðriksdóttir var á leið til Þýskalands og þaðan til Moskvu þegar henni var vísað úr flugvél Icelandair. VÍSIR/VILHELM/AÐSEND Icelandair var heimilt að neita Margréti Friðriksdóttur um greiðslu staðlaðra skaðabóta eftir að henni var vísað úr flugvél félagsins í september á síðasta ári. Þetta er niðurstaða Samgöngustofu sem telur að ekki sé tilefni til að draga í efa ákvörðun flugstjórans um að neita Margréti um far í því skyni að tryggja öryggi flugvélarinnar. Það vakti mikla athygli í september á síðasta ári þegar Vísir greindi frá því að Margréti, ritstjóra vefsins Frettin.is, var vísað úr flugvél Icelandair í lögreglufylgd. Var hún á leið frá Íslandi til Moskvu í Rússlandi með millilendingu í München í Þýskalandi. Höfðu hún og Erna Ýr Öldudóttir þegið boðsferð rússneskra stjórnvalda til að fjalla af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. Í samtali við Vísi á sínum sagði Margrét að brottvísunina úr flugvélinni hafi mátt rekja til ósættis um það hvernig flugþjónarnir vildu höndla með handfarangur hennar auk þess sem þeir skipuðu henni að setja upp grímu. Nokkru síðar var greint frá því að Margrét hafi reynt að sækja staðlaðar bætur til Icelandair vegna málsins, án árangurs, en Icelandair hafnaði því að greiða henni þær bætur. Skömmu síðar sendi hún Icelandair bótakröfu upp á 29 milljónir króna, eins og fjallað var um á Vísi. Töldu Margréti ógna flugöryggi Margrét virðist líka hafa skotið höfnun Icelandair um greiðslu staðlaðra skaðabóta til Samgöngustofu, sem kvað upp úrskurð sinn í málinu í dag. Þar hafnar Samgöngustofa kröfu Margrétar. Tekist var á um hvort að Icelandair bæri að greiða Margréti staðlaðar bætur fyrir að hafa neitað henni um far. Margrét er ekki nefnd á nafn í úrskurðinum en augljóst er við lestur hans að um mál Margrétar er að ræða. Í úrskurðinum eru málavextir Margrétar raktir, sem og afstaða Icelandair og útskýringar á því af hverju henni var vísað frá borði. „Við byrðingu vélarinnar var ástand og hegðun kvartanda með þeim hætti að ógnað gæti flugöryggi en viðkomandi brást þar ókvæða við hvers konar ábendingum starfsmanna í landgangi auk þess að neita í kjölfarið að fara að fyrirmælum áhafnar t.d. varðandi grímunotkun um borð sem þá var lögboðin samkvæmt þýskum sóttvarnarlögum,“ segir í svari Icelandair til Samgöngustofu vegna kvörtunar Margrétar samkvæmt úrskurði Samgöngustofu. Þota Icelandair klifrar eftir flugtak af Reykjavíkurflugvellli.Vísir/Vilhelm Þannig hafi háttsemi hennar verið þannig að flugverjar hafi séð sig tilneydda til að neita Margréti um far með vélinni. Ákveðið hafi verið, í samráði við Margréti, að kalla lögreglu til, sem fylgdi frá borði. Vélin hélt svo sína leið til Þýskalands, án Margrétar. Tóm þvæla, sagði Margrét Lesa má í úrskurði Samgöngustofa að Margrét gaf ekki mikið fyrir þetta svar Icelandair. „Ég hafna þessari athugasemd sem mér finnst vera tóm þvæla. Þarna sleppir flugfélagið heilum bút úr atvikinu og meginmálinu hvers vegna ágreiningurinn byrjaði, en það var útaf handfarangurstösku með dýrum og viðkvæmum búnaði sem á ekki heima í stóra farangursrýminu og er innifalið í miðanum og er gert ráð fyrir henni fyrir ofan sætin ég var hlunnfærð um þessa þjónustu og því borið við að ekki væri pláss fyrir töskuna í vélinni sem svo reyndist vera ósannindi, þar að auki var keypt aukataska upp á 23 kg. sem ég nýtti mér ekki. Handfarangurstaskan uppfyllir öll skilyrði handfarangurs og hefur það verið mælt, taskan mín er 10 cm minni er leyfilegt er hjá flugfélaginu,“ segir í svari Margrétar. Flugfélagið hafi brotið alvarlega á réttindum hennar og ferðafrelsi. Þá hafi félagið viðhaft opinberar ærumeiðingar í garð Margrétar, gert allt til að torvelda henni ferðalagið og stuðlað að hverjum ágreiningnum á fætur öðrum, líkt og hún orðaði það. Flugstjórinn sendi skriflega staðfestingu Samgöngustofa óskaði jafn framt eftir því við Icelandair að það myndi leggja fram skriflega staðfestingu flugstjóra umræddrar flugvélar um að hann hafi tekið ákvörðun um að neita Margréti um far á grundvelli öryggissjónarmiða. Það svar barst. „Var ákvörðunin um að neita viðkomandi um far tekin í samráði við áhöfn og starfsmenn félagsins í flugstöðinni. Var framkoma og háttsemi viðkomandi við byrðingu og eftir að um borð var komið þess eðlis að undirritaður og aðilar í áhöfn töldu ógn stafa af flugöryggi,“ segir í yfirlýsingu flugstjórans. Engin upptaka á öryggismyndavélanum Margrét taldi hins vegar að þetta svar segði hins vegar aðeins hálfa söguna. Krafðist hún þess að Icelandair myndi leggja fram upptökur úr öryggismyndavélum við útgang og flugstjórnarklefann, enda myndu þær renna stoðum undur málflutning hennar. Samgöngustofa spurði Icelandair því næst út í þessar öryggismyndavélar og hvort að slíkar upptökur væru til. Icelandair svaraði því til að engin upptaka væri á þessum myndavélum, aðeins straumur sem flugstjórar og flugmenn gætu fylgst með vegna öryggissjónarmiða. Ekkert fram komið sem dragi fullyrðingu flugstjórans í efa Í niðurstöðu Samgöngustofu er vísað í reglugerðina sem umrædd kvörtum Margrétar byggði á þá. Þar segir að hugtakið „neitun á fari“ sé skýrt á þá leið að farþega sé meinað að ganga um borð þótt hann hafi gefið sig fram, nema réttmætar ástæður séu til þess, til að mynda öryggis- eða heilbrigðisástæður. Er einnig vísað til þess að samkvæmt lögum um loftferðir fari flugstjóri með æðsta vald í loftfari. Honum sé heimilt að vísa farþegum úr loftfarinu sé ástæða til þess. Er jafn framt vísað í skriflega staðfestingu umrædds flugstjóra um að hann hafi talið framkomu og háttsemi Margrétar ógna flugöryggi flugvélarinnar. Því hafi verið nauðsynlegt að meina henni um far. Samgöngustofa telur að ekkert hafi komið fram í málinu sem dragi þessa fullyrðingu flugstjórans í málinu. Ekki sé því tilefni að draga ákvörðun flugstjórans um að neita Margréti um far í efa. Var kröfu Margrétar því hafnað. Vakin er þó athygli á því í úrskurði Samgöngustofu að eftir að úrskurðurinn liggi fyrir geti aðilar lagt ágreining sinn fyrir dómstóla á venjulegan máta. Samgöngur Fréttir af flugi Fjölmiðlar Icelandair Tengdar fréttir Margrét Friðriks krefst 29 milljóna vegna brottvísunarinnar Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, krefst rúmlega 29 milljóna króna vegna brottvísunar úr flugvél Icelandair í septembermánuði. Hún krefst meðal annars bóta vegna aukins launakostnaðar í 7 daga, samtals 150 þúsund krónur á dag. 16. október 2022 12:03 Margrét fær ekki endurgreitt og ætlar í hart við Icelandair Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, fær ekki endurgreitt frá Icelandair eftir að henni var vísað úr flugvél félagsins í lögreglufylgd í síðustu viku. Hún segist munu fara með málið fyrir dómstóla en Icelandair segir starfsfólk ekki átt annarra kost á völ en að fylgja henni frá borði. 29. september 2022 10:33 Mikið þurfi að koma til svo farþegum sé vísað úr vélinni Ríka ástæðu þarf til að farþega sé vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir talsmaður félagsins um atvik þar sem farþega var vísað úr vél í gær eftir að hafa lent í ágreiningi við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. 24. september 2022 13:35 Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Það vakti mikla athygli í september á síðasta ári þegar Vísir greindi frá því að Margréti, ritstjóra vefsins Frettin.is, var vísað úr flugvél Icelandair í lögreglufylgd. Var hún á leið frá Íslandi til Moskvu í Rússlandi með millilendingu í München í Þýskalandi. Höfðu hún og Erna Ýr Öldudóttir þegið boðsferð rússneskra stjórnvalda til að fjalla af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. Í samtali við Vísi á sínum sagði Margrét að brottvísunina úr flugvélinni hafi mátt rekja til ósættis um það hvernig flugþjónarnir vildu höndla með handfarangur hennar auk þess sem þeir skipuðu henni að setja upp grímu. Nokkru síðar var greint frá því að Margrét hafi reynt að sækja staðlaðar bætur til Icelandair vegna málsins, án árangurs, en Icelandair hafnaði því að greiða henni þær bætur. Skömmu síðar sendi hún Icelandair bótakröfu upp á 29 milljónir króna, eins og fjallað var um á Vísi. Töldu Margréti ógna flugöryggi Margrét virðist líka hafa skotið höfnun Icelandair um greiðslu staðlaðra skaðabóta til Samgöngustofu, sem kvað upp úrskurð sinn í málinu í dag. Þar hafnar Samgöngustofa kröfu Margrétar. Tekist var á um hvort að Icelandair bæri að greiða Margréti staðlaðar bætur fyrir að hafa neitað henni um far. Margrét er ekki nefnd á nafn í úrskurðinum en augljóst er við lestur hans að um mál Margrétar er að ræða. Í úrskurðinum eru málavextir Margrétar raktir, sem og afstaða Icelandair og útskýringar á því af hverju henni var vísað frá borði. „Við byrðingu vélarinnar var ástand og hegðun kvartanda með þeim hætti að ógnað gæti flugöryggi en viðkomandi brást þar ókvæða við hvers konar ábendingum starfsmanna í landgangi auk þess að neita í kjölfarið að fara að fyrirmælum áhafnar t.d. varðandi grímunotkun um borð sem þá var lögboðin samkvæmt þýskum sóttvarnarlögum,“ segir í svari Icelandair til Samgöngustofu vegna kvörtunar Margrétar samkvæmt úrskurði Samgöngustofu. Þota Icelandair klifrar eftir flugtak af Reykjavíkurflugvellli.Vísir/Vilhelm Þannig hafi háttsemi hennar verið þannig að flugverjar hafi séð sig tilneydda til að neita Margréti um far með vélinni. Ákveðið hafi verið, í samráði við Margréti, að kalla lögreglu til, sem fylgdi frá borði. Vélin hélt svo sína leið til Þýskalands, án Margrétar. Tóm þvæla, sagði Margrét Lesa má í úrskurði Samgöngustofa að Margrét gaf ekki mikið fyrir þetta svar Icelandair. „Ég hafna þessari athugasemd sem mér finnst vera tóm þvæla. Þarna sleppir flugfélagið heilum bút úr atvikinu og meginmálinu hvers vegna ágreiningurinn byrjaði, en það var útaf handfarangurstösku með dýrum og viðkvæmum búnaði sem á ekki heima í stóra farangursrýminu og er innifalið í miðanum og er gert ráð fyrir henni fyrir ofan sætin ég var hlunnfærð um þessa þjónustu og því borið við að ekki væri pláss fyrir töskuna í vélinni sem svo reyndist vera ósannindi, þar að auki var keypt aukataska upp á 23 kg. sem ég nýtti mér ekki. Handfarangurstaskan uppfyllir öll skilyrði handfarangurs og hefur það verið mælt, taskan mín er 10 cm minni er leyfilegt er hjá flugfélaginu,“ segir í svari Margrétar. Flugfélagið hafi brotið alvarlega á réttindum hennar og ferðafrelsi. Þá hafi félagið viðhaft opinberar ærumeiðingar í garð Margrétar, gert allt til að torvelda henni ferðalagið og stuðlað að hverjum ágreiningnum á fætur öðrum, líkt og hún orðaði það. Flugstjórinn sendi skriflega staðfestingu Samgöngustofa óskaði jafn framt eftir því við Icelandair að það myndi leggja fram skriflega staðfestingu flugstjóra umræddrar flugvélar um að hann hafi tekið ákvörðun um að neita Margréti um far á grundvelli öryggissjónarmiða. Það svar barst. „Var ákvörðunin um að neita viðkomandi um far tekin í samráði við áhöfn og starfsmenn félagsins í flugstöðinni. Var framkoma og háttsemi viðkomandi við byrðingu og eftir að um borð var komið þess eðlis að undirritaður og aðilar í áhöfn töldu ógn stafa af flugöryggi,“ segir í yfirlýsingu flugstjórans. Engin upptaka á öryggismyndavélanum Margrét taldi hins vegar að þetta svar segði hins vegar aðeins hálfa söguna. Krafðist hún þess að Icelandair myndi leggja fram upptökur úr öryggismyndavélum við útgang og flugstjórnarklefann, enda myndu þær renna stoðum undur málflutning hennar. Samgöngustofa spurði Icelandair því næst út í þessar öryggismyndavélar og hvort að slíkar upptökur væru til. Icelandair svaraði því til að engin upptaka væri á þessum myndavélum, aðeins straumur sem flugstjórar og flugmenn gætu fylgst með vegna öryggissjónarmiða. Ekkert fram komið sem dragi fullyrðingu flugstjórans í efa Í niðurstöðu Samgöngustofu er vísað í reglugerðina sem umrædd kvörtum Margrétar byggði á þá. Þar segir að hugtakið „neitun á fari“ sé skýrt á þá leið að farþega sé meinað að ganga um borð þótt hann hafi gefið sig fram, nema réttmætar ástæður séu til þess, til að mynda öryggis- eða heilbrigðisástæður. Er einnig vísað til þess að samkvæmt lögum um loftferðir fari flugstjóri með æðsta vald í loftfari. Honum sé heimilt að vísa farþegum úr loftfarinu sé ástæða til þess. Er jafn framt vísað í skriflega staðfestingu umrædds flugstjóra um að hann hafi talið framkomu og háttsemi Margrétar ógna flugöryggi flugvélarinnar. Því hafi verið nauðsynlegt að meina henni um far. Samgöngustofa telur að ekkert hafi komið fram í málinu sem dragi þessa fullyrðingu flugstjórans í málinu. Ekki sé því tilefni að draga ákvörðun flugstjórans um að neita Margréti um far í efa. Var kröfu Margrétar því hafnað. Vakin er þó athygli á því í úrskurði Samgöngustofu að eftir að úrskurðurinn liggi fyrir geti aðilar lagt ágreining sinn fyrir dómstóla á venjulegan máta.
Samgöngur Fréttir af flugi Fjölmiðlar Icelandair Tengdar fréttir Margrét Friðriks krefst 29 milljóna vegna brottvísunarinnar Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, krefst rúmlega 29 milljóna króna vegna brottvísunar úr flugvél Icelandair í septembermánuði. Hún krefst meðal annars bóta vegna aukins launakostnaðar í 7 daga, samtals 150 þúsund krónur á dag. 16. október 2022 12:03 Margrét fær ekki endurgreitt og ætlar í hart við Icelandair Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, fær ekki endurgreitt frá Icelandair eftir að henni var vísað úr flugvél félagsins í lögreglufylgd í síðustu viku. Hún segist munu fara með málið fyrir dómstóla en Icelandair segir starfsfólk ekki átt annarra kost á völ en að fylgja henni frá borði. 29. september 2022 10:33 Mikið þurfi að koma til svo farþegum sé vísað úr vélinni Ríka ástæðu þarf til að farþega sé vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir talsmaður félagsins um atvik þar sem farþega var vísað úr vél í gær eftir að hafa lent í ágreiningi við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. 24. september 2022 13:35 Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Margrét Friðriks krefst 29 milljóna vegna brottvísunarinnar Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, krefst rúmlega 29 milljóna króna vegna brottvísunar úr flugvél Icelandair í septembermánuði. Hún krefst meðal annars bóta vegna aukins launakostnaðar í 7 daga, samtals 150 þúsund krónur á dag. 16. október 2022 12:03
Margrét fær ekki endurgreitt og ætlar í hart við Icelandair Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, fær ekki endurgreitt frá Icelandair eftir að henni var vísað úr flugvél félagsins í lögreglufylgd í síðustu viku. Hún segist munu fara með málið fyrir dómstóla en Icelandair segir starfsfólk ekki átt annarra kost á völ en að fylgja henni frá borði. 29. september 2022 10:33
Mikið þurfi að koma til svo farþegum sé vísað úr vélinni Ríka ástæðu þarf til að farþega sé vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir talsmaður félagsins um atvik þar sem farþega var vísað úr vél í gær eftir að hafa lent í ágreiningi við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. 24. september 2022 13:35
Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33