Óþolandi ástand vegna loftmengunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2023 13:25 Þegar kalt, þurrt og lygnt er í veðri dreifist mengun frá bílaumferð síður og þá rýkur styrkur loftmengunar í lofti nærri umferðaræðum upp. Vísir/Egill Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar Landverndar sem birt er á heimasíðu félagsins í dag. Síðdegis á fimmtudag fór styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, í átjánda sinn á þessu ári yfir klukkustundarheilsuverndarmörk í Reykjavík. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári og því ljóst að mörkin verði þverbrotin árið 2023. Í yfirlýsingu segir Landverndar að það sé vitað hvað þurfi að gera til að slíkt ástand skapist ekki jafn oft og raun ber vitni. „Yfirvöld í Reykjavíkurborg segjast bíða eftir reglugerð frá ráðherra sem heimili þeim að grípa til aðgerða. Ráðherra umhverfismála hvetur sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til að kaupa umhverfisvænni farartæki. Samkvæmt sérfræðingi í Evrópurétti ber yfirvöldum skylda til að bregðast við og að nú þegar séu lagalegar forsendur fyrir hendi,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Þá segir þar jafn framt að viðbrögð borgaryfirvalda beri vott um vanmátt og langvarandi doða þegar komi að því að vernda loftgæði á höfuðborgarsvæðinu. „Hættuleg loftmengun takmarkar frelsi íbúa með undirliggjandi sjúkdóma, veikir einstaklingar þjást og fjöldi Íslendinga fellur frá vegna loftmengunar. Sjálfsvitund landsmanna um að þeir búi í heilnæmara umhverfi en flestar aðrar þjóðir er brostin.“ Fara þurfi að ráðum sérfræðinga Umhverfisstofnunar, takmarka óþarfa notkun nagladekkja og gera stórátak þegar kemur að almenningssamgöngum. „Allir vita að góður vilji og samtal eru góð byrjun á farsælum breytingum þegar kemur að umhverfismálum. En reynslan er ólygnust um að bæði þarf fjárhagslega hvata og boð og bönn til jákvæðra breytinga í umhverfismálum. Ráðamenn sem ekki viðurkenna þetta eru á villigötum.“ Umhverfismál Leiknir Reykjavík Reykjavík Samgöngur Loftslagsmál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar Landverndar sem birt er á heimasíðu félagsins í dag. Síðdegis á fimmtudag fór styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, í átjánda sinn á þessu ári yfir klukkustundarheilsuverndarmörk í Reykjavík. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári og því ljóst að mörkin verði þverbrotin árið 2023. Í yfirlýsingu segir Landverndar að það sé vitað hvað þurfi að gera til að slíkt ástand skapist ekki jafn oft og raun ber vitni. „Yfirvöld í Reykjavíkurborg segjast bíða eftir reglugerð frá ráðherra sem heimili þeim að grípa til aðgerða. Ráðherra umhverfismála hvetur sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til að kaupa umhverfisvænni farartæki. Samkvæmt sérfræðingi í Evrópurétti ber yfirvöldum skylda til að bregðast við og að nú þegar séu lagalegar forsendur fyrir hendi,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Þá segir þar jafn framt að viðbrögð borgaryfirvalda beri vott um vanmátt og langvarandi doða þegar komi að því að vernda loftgæði á höfuðborgarsvæðinu. „Hættuleg loftmengun takmarkar frelsi íbúa með undirliggjandi sjúkdóma, veikir einstaklingar þjást og fjöldi Íslendinga fellur frá vegna loftmengunar. Sjálfsvitund landsmanna um að þeir búi í heilnæmara umhverfi en flestar aðrar þjóðir er brostin.“ Fara þurfi að ráðum sérfræðinga Umhverfisstofnunar, takmarka óþarfa notkun nagladekkja og gera stórátak þegar kemur að almenningssamgöngum. „Allir vita að góður vilji og samtal eru góð byrjun á farsælum breytingum þegar kemur að umhverfismálum. En reynslan er ólygnust um að bæði þarf fjárhagslega hvata og boð og bönn til jákvæðra breytinga í umhverfismálum. Ráðamenn sem ekki viðurkenna þetta eru á villigötum.“
Umhverfismál Leiknir Reykjavík Reykjavík Samgöngur Loftslagsmál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira