Frekar tilkynning en sáttameðferð Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 10. janúar 2023 13:04 Helga Vala Helgadóttir segir tilkynninguna benda til þess að niðurstaða FME sé að það hafi ekki verið farið að lögum við söluna á Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög þegar ríkið seldi 22,5% hlut sinn í bankanum, en bankinn sendi frá sér tilkynningu þess efnis að sáttaferli væri hafið milli bankans og FME. Stjórnarandstæðingur segir frekar um að ræða tilkynningu um væntanleg viðurlög heldur en sáttameðferð. Í tilkynningu bankans kemur fram að Íslandsbanki hafi fengið í hendur frummat fjármálaeftirlits Seðlabankans vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka sem fór fram í mars í fyrra. Í tilkynningunni segir einnig að FME hafI vakið athygli á heimildum eftirlitsins til að leggja á stjórnvaldssektir og ljúka málinu með sátt og að sáttaferlið sé nú þegar hafið. Fréttastofa hafði samband við fjármálaeftirlitið vegna málsins. Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi, sagði Seðlabankann vera bundinn þagnarskyldu en benti hins vegar á reglur um heimild fjármálaeftirlitsins til þess að ljúka málum með sátt. Það hefur margoft verið gert og á annað hundrað málum hefur verið lokið með sátt síðan reglurnar tóku gildi árið 2007. Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir tilkynninguna benda til þess að einhver lög hafi verið brotin. „Sko þegar að það kemur svona tilkynning frá þeim sem kann að sæta sektum, þá er auðvitað verið svona aðeins að matreiða hlutina ofan í okkur af því að við höfum enn ekki fengið að sjá neitt frá fjármálaeftirlitinu varðandi það hvaða lög voru brotin eða með hvaða hætti. En það bendir til þess að niðurstaða eftirlitsins sé að það hafi ekki verið farið að lögum við söluna.“ Sáttameðferð eða sáttaferli sé alvanalegt orðaleg í sakamálum. „Svo er svolítið verið að velta upp núna þessu orði sem Íslandsbanki velur í sinni tilkynningu að tala um einhverja sáttameðferð. En það orð er auðvitað notað í alls kyns sakamálum, þó að lögbrot sé augljóst eða jafnvel viðurkennt af þeim brotlega þá er samt talað um sáttameðferð þegar að verið er að fjalla um mál og það minnkar ekkert sök viðkomandi þó að um sé að ræða einhverja sáttameðferð. Það er til dæmis bara notað þegar verið er að ræða möguleika á sættum í ofbeldisbrotum eða annars konar brotum. Fjármunaréttarbrotum og þess háttar.“ Frekar sé um að ræða tilkynningu. „Þetta er tilkynning í rauninni um væntanleg viðurlög skilurðu, þetta er í rauninni ekki sáttameðferð heldur bara verið að tilkynna.“ Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í tilkynningu bankans kemur fram að Íslandsbanki hafi fengið í hendur frummat fjármálaeftirlits Seðlabankans vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka sem fór fram í mars í fyrra. Í tilkynningunni segir einnig að FME hafI vakið athygli á heimildum eftirlitsins til að leggja á stjórnvaldssektir og ljúka málinu með sátt og að sáttaferlið sé nú þegar hafið. Fréttastofa hafði samband við fjármálaeftirlitið vegna málsins. Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi, sagði Seðlabankann vera bundinn þagnarskyldu en benti hins vegar á reglur um heimild fjármálaeftirlitsins til þess að ljúka málum með sátt. Það hefur margoft verið gert og á annað hundrað málum hefur verið lokið með sátt síðan reglurnar tóku gildi árið 2007. Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir tilkynninguna benda til þess að einhver lög hafi verið brotin. „Sko þegar að það kemur svona tilkynning frá þeim sem kann að sæta sektum, þá er auðvitað verið svona aðeins að matreiða hlutina ofan í okkur af því að við höfum enn ekki fengið að sjá neitt frá fjármálaeftirlitinu varðandi það hvaða lög voru brotin eða með hvaða hætti. En það bendir til þess að niðurstaða eftirlitsins sé að það hafi ekki verið farið að lögum við söluna.“ Sáttameðferð eða sáttaferli sé alvanalegt orðaleg í sakamálum. „Svo er svolítið verið að velta upp núna þessu orði sem Íslandsbanki velur í sinni tilkynningu að tala um einhverja sáttameðferð. En það orð er auðvitað notað í alls kyns sakamálum, þó að lögbrot sé augljóst eða jafnvel viðurkennt af þeim brotlega þá er samt talað um sáttameðferð þegar að verið er að fjalla um mál og það minnkar ekkert sök viðkomandi þó að um sé að ræða einhverja sáttameðferð. Það er til dæmis bara notað þegar verið er að ræða möguleika á sættum í ofbeldisbrotum eða annars konar brotum. Fjármunaréttarbrotum og þess háttar.“ Frekar sé um að ræða tilkynningu. „Þetta er tilkynning í rauninni um væntanleg viðurlög skilurðu, þetta er í rauninni ekki sáttameðferð heldur bara verið að tilkynna.“
Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira