Fyrstur til að veita rafrænan aðgang í gegnum talsmann sinn Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 10. janúar 2023 11:33 Jóhann Fannar við undirritun og Þuríður Harpa, formaður ÖBÍ. Facebook/Réttindagæslumaður fatlaðs fólks, Stöð 2 Fyrsti einstaklingurinn hefur nú veitt rafrænan aðgang í gegnum talsmann sinn. Þessu greinir réttindagæslumaður fatlaðs fólks frá. Jóhann Fannar Kristjánsson undirritaði samning um rafrænt pósthólf og persónulega talsmenn og er eins og áður sagði sá fyrsti til þess. Samningurinn sjálfur snýr að því að persónulegum talsmönnum sé mögulegt að koma fram fyrir hönd umbjóðenda sinna og þar af leiðandi fengið aðgang að rafrænu pósthólfi þeirra. Samningurinn er gerður í samráði við réttindagæslumann fatlaðs fólks. „Við erum gríðarlega ánægð með þessa þróun að þetta sé þá komið en það er heilmikið eftir til þess að allir geti nýtt sér með einhverjum hætti, rafræn skilríki,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ þegar fréttastofa spyr hana út í áfangann. Hún vonast til þess að allir hópar muni geta nýtt sér rafræn skilríki sem fyrst en stórir hópar fólks geti það ekki enn. „Þetta er fyrsta skref og við erum mjög ánægð með það að þessi talsmannagrunnur sé kominn, það gefur allaveganna ákveðnum hópi tækifæri til þess að nýta sín réttindi. En það þarf meira til, ég veit það er verið að vinna í því og ég vona að við náum í land varðandi rafræn auðkenni og hvernig allir hópar geti nýtt sér þau sem fyrst,“ segir Þuríður Harpa. Hún segir jafnframt mikla áherslu vera lagða á stafræna þróun og rafræn skilríki í íslensku samfélagi. Með þeim eigi allir að geta haft aðgang að heimabanka og Heilsuveru. Þau séu meira að segja notuð til þess að geta farið í strætó sem henni þyki nokkuð fáránlegt. „Það þarf að finna leiðir til þess að fólk geti nýtt sér þessi rafrænu auðkenni sem allt snýst um í dag,“ segir Þuríður Harpa að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður kom fram að rafræn skilríki hafi verið virkjuð í gegnum talsmann. Það var rangt og hefur nú verið lagfært. Hið rétta er að rafrænn aðgangur var veittur í gegnum talsmann. Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Stafræn þróun Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Jóhann Fannar Kristjánsson undirritaði samning um rafrænt pósthólf og persónulega talsmenn og er eins og áður sagði sá fyrsti til þess. Samningurinn sjálfur snýr að því að persónulegum talsmönnum sé mögulegt að koma fram fyrir hönd umbjóðenda sinna og þar af leiðandi fengið aðgang að rafrænu pósthólfi þeirra. Samningurinn er gerður í samráði við réttindagæslumann fatlaðs fólks. „Við erum gríðarlega ánægð með þessa þróun að þetta sé þá komið en það er heilmikið eftir til þess að allir geti nýtt sér með einhverjum hætti, rafræn skilríki,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ þegar fréttastofa spyr hana út í áfangann. Hún vonast til þess að allir hópar muni geta nýtt sér rafræn skilríki sem fyrst en stórir hópar fólks geti það ekki enn. „Þetta er fyrsta skref og við erum mjög ánægð með það að þessi talsmannagrunnur sé kominn, það gefur allaveganna ákveðnum hópi tækifæri til þess að nýta sín réttindi. En það þarf meira til, ég veit það er verið að vinna í því og ég vona að við náum í land varðandi rafræn auðkenni og hvernig allir hópar geti nýtt sér þau sem fyrst,“ segir Þuríður Harpa. Hún segir jafnframt mikla áherslu vera lagða á stafræna þróun og rafræn skilríki í íslensku samfélagi. Með þeim eigi allir að geta haft aðgang að heimabanka og Heilsuveru. Þau séu meira að segja notuð til þess að geta farið í strætó sem henni þyki nokkuð fáránlegt. „Það þarf að finna leiðir til þess að fólk geti nýtt sér þessi rafrænu auðkenni sem allt snýst um í dag,“ segir Þuríður Harpa að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður kom fram að rafræn skilríki hafi verið virkjuð í gegnum talsmann. Það var rangt og hefur nú verið lagfært. Hið rétta er að rafrænn aðgangur var veittur í gegnum talsmann.
Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Stafræn þróun Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira