„Þá kviknar þessi viðbjóðslega tilfinning sem við gengum í gegnum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2023 13:01 Allir eru heilir hvað kórónuveiruna varðar en næsta próf eftir riðlakeppnina hangir yfir liðinu sem er illa brennt eftir fjölmörg smit á EM fyrir ári síðan. Getty Images Leikmönnum og starfsliði í kringum íslenska karlalandsliðið í handbolta er létt samkvæmt Kjartani Vídó Ólafssyni, upplýsingafulltrúa og markaðsstjóra Handknattleikssambands Íslands eftir að allir greindust neikvæðir fyrir kórónuveirusmiti í dag. Það bar hins vegar á stressi vegna prófanna. Öllum leikmönnum og starfsmönnum í kringum lið á komandi heimsmeistaramóti karla í handbolta er skylt að fara í PCR-próf fyrir mót í samræmi við reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins. „Auðvitað er það léttir fyrir allan hópinn að allir séu neikvæðir. Vonandi náum við að viðhalda þeim góðu fréttum áfram, út allt mótið,“ segir Kjartan en næsta próf er eftir riðlakeppnina, þar sem öllum er skylt að fara í hraðpróf áður en keppni í milliriðli hefst. Aðspurður hvort það að hafa prófin hangandi yfir sér hafi tekið á menn segir Kjartan það vissulega vera svo. Mönnum sé minnugt um það þegar hver landsliðsmaðurinn á fætur öðrum varð veirunni að bráð á Evrópumótinu fyrir ári síðan. „Auðvitað eru menn að hugsa um þetta, ég get allavega sagt fyrir mig persónulega að þó maður finni ekki neitt og sé hraustur og allt það,“ segir Kjartan og bætir við: „Við það að fara í þessi próf að það kviknar þessi viðbjóðslega tilfinning sem við gengum í gegnum í janúar síðastliðnum að hafa áhyggjur af því hvort það séu smit og hverjir munu þá falla ef það er þannig,“ „En við stóðumst þetta próf og allir neikvæðir sem er bara jákvætt,“ segir Kjartan. Íslenska liðið æfði í Þýskalandi í morgun og flýgur þaðan til Kaupmannahafnar í kvöld. Þaðan verður lest tekin til Kristianstad í Svíþjóð hvar liðið nær einni æfingu í keppnishöllinni á morgun fyrir fyrsta leik gegn Portúgal á fimmtudagskvöld. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Öllum leikmönnum og starfsmönnum í kringum lið á komandi heimsmeistaramóti karla í handbolta er skylt að fara í PCR-próf fyrir mót í samræmi við reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins. „Auðvitað er það léttir fyrir allan hópinn að allir séu neikvæðir. Vonandi náum við að viðhalda þeim góðu fréttum áfram, út allt mótið,“ segir Kjartan en næsta próf er eftir riðlakeppnina, þar sem öllum er skylt að fara í hraðpróf áður en keppni í milliriðli hefst. Aðspurður hvort það að hafa prófin hangandi yfir sér hafi tekið á menn segir Kjartan það vissulega vera svo. Mönnum sé minnugt um það þegar hver landsliðsmaðurinn á fætur öðrum varð veirunni að bráð á Evrópumótinu fyrir ári síðan. „Auðvitað eru menn að hugsa um þetta, ég get allavega sagt fyrir mig persónulega að þó maður finni ekki neitt og sé hraustur og allt það,“ segir Kjartan og bætir við: „Við það að fara í þessi próf að það kviknar þessi viðbjóðslega tilfinning sem við gengum í gegnum í janúar síðastliðnum að hafa áhyggjur af því hvort það séu smit og hverjir munu þá falla ef það er þannig,“ „En við stóðumst þetta próf og allir neikvæðir sem er bara jákvætt,“ segir Kjartan. Íslenska liðið æfði í Þýskalandi í morgun og flýgur þaðan til Kaupmannahafnar í kvöld. Þaðan verður lest tekin til Kristianstad í Svíþjóð hvar liðið nær einni æfingu í keppnishöllinni á morgun fyrir fyrsta leik gegn Portúgal á fimmtudagskvöld.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira