Segir að fólki vökni um augun þegar það kemst að því af hverju Tuchel var rekinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2023 08:32 Thomas Tuchel með Meistaradeildarbikarinn sem Chelsea vann 2021. getty/Visionhaus Fólki mun vökna um augun þegar það kemst að því af hverju Todd Boehly, eigandi Chelsea, rak Thomas Tuchel úr starfi knattspyrnustjóra liðsins. Þetta segir Simon Jordan, álitsgjafi á talkSPORT. Hann segir að hann hefði gert það sama og Boehly og rekið Tuchel. Í byrjun september var Þjóðverjinn látinn fara frá Chelsea eftir tap fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu. Graham Potter var ráðinn í staðinn. Jordan segir að ástæðurnar fyrir því að Tuchel var rekinn séu fleiri en virðast við fyrstu sýn. „Það gerðist margt fleira bak við tjöldin varðandi Tuchel sem fengi fólk til að vökna um augun. Þetta snerist ekki bara um tapið fyrir Dinamo Zagreb. Þetta voru margar aðrar ástæður,“ sagði Jordan. „Þetta opnaði augu mín og ég hefði gert það nákvæmlega sama.“ Illa hefur gengið hjá Chelsea að undanförnu og stuðningsmenn liðsins sungu nöfn Tuchels og Romans Abramovich, fyrrverandi eiganda Chelsea, á meðan leiknum gegn Manchester City í ensku bikarkeppninni í fyrradag stóð. Chelsea tapaði leiknum, 4-0. Tuchel stýrði Chelsea í eitt og hálft ár. Undir hans stjórn vann liðið Meistaradeild Evrópu vorið 2021. Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Félix hafa náð munnlegu samkomulagi við Chelsea Þó ekkert gangi innan vallar er líf og fjör á skrifstofu Chelsea þessa dagana. Það virðist sem portúgalski framherjinn João Félix sé að ganga í raðir félagsins á láni frá Atlético Madríd. 9. janúar 2023 18:17 Segir að Chelsea eigi að reka Potter: „Nú er nóg komið“ Fyrrverandi leikmaður Chelsea segir að mælirinn sé fullur eftir 4-0 tap liðsins fyrir Manchester City í ensku bikarkeppninni í gær og nú þurfi að reka knattspyrnustjórann Graham Potter. 9. janúar 2023 08:02 Guardiola hvetur Chelsea til að halda tryggð við Potter Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hvetur eigendur Chelsea til að halda tryggð við þjálfara liðsins, Graham Potter, þrátt fyrir slæmt gengi liðsins á tímabilinu. Spánverjinn segir að það sé eðlilegt að þjálfarar þurfi tíma. 8. janúar 2023 23:31 Englandsmeistararnir fóru illa með Chelsea Englandsmeistarar Manchester City unnu afar öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti Chelsea í stórleik þriðju umferðar FA-bikarsins. Þetta er í annað sinn á fjórum dögum sem City hefur betur gegn Chelsea, en liðin mættust einnig í deildinni fyrr í vikunni. 8. janúar 2023 18:22 „Ég hef fullan stuðning“ Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea, blés á þær sögusagnir að hann sé á mörkum þess að missa starfið sitt hjá Chelsea og segist þess í stað hafa fullan stuðning og þolinmæði hjá eigendum Chelsea. 8. janúar 2023 15:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Þetta segir Simon Jordan, álitsgjafi á talkSPORT. Hann segir að hann hefði gert það sama og Boehly og rekið Tuchel. Í byrjun september var Þjóðverjinn látinn fara frá Chelsea eftir tap fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu. Graham Potter var ráðinn í staðinn. Jordan segir að ástæðurnar fyrir því að Tuchel var rekinn séu fleiri en virðast við fyrstu sýn. „Það gerðist margt fleira bak við tjöldin varðandi Tuchel sem fengi fólk til að vökna um augun. Þetta snerist ekki bara um tapið fyrir Dinamo Zagreb. Þetta voru margar aðrar ástæður,“ sagði Jordan. „Þetta opnaði augu mín og ég hefði gert það nákvæmlega sama.“ Illa hefur gengið hjá Chelsea að undanförnu og stuðningsmenn liðsins sungu nöfn Tuchels og Romans Abramovich, fyrrverandi eiganda Chelsea, á meðan leiknum gegn Manchester City í ensku bikarkeppninni í fyrradag stóð. Chelsea tapaði leiknum, 4-0. Tuchel stýrði Chelsea í eitt og hálft ár. Undir hans stjórn vann liðið Meistaradeild Evrópu vorið 2021.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Félix hafa náð munnlegu samkomulagi við Chelsea Þó ekkert gangi innan vallar er líf og fjör á skrifstofu Chelsea þessa dagana. Það virðist sem portúgalski framherjinn João Félix sé að ganga í raðir félagsins á láni frá Atlético Madríd. 9. janúar 2023 18:17 Segir að Chelsea eigi að reka Potter: „Nú er nóg komið“ Fyrrverandi leikmaður Chelsea segir að mælirinn sé fullur eftir 4-0 tap liðsins fyrir Manchester City í ensku bikarkeppninni í gær og nú þurfi að reka knattspyrnustjórann Graham Potter. 9. janúar 2023 08:02 Guardiola hvetur Chelsea til að halda tryggð við Potter Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hvetur eigendur Chelsea til að halda tryggð við þjálfara liðsins, Graham Potter, þrátt fyrir slæmt gengi liðsins á tímabilinu. Spánverjinn segir að það sé eðlilegt að þjálfarar þurfi tíma. 8. janúar 2023 23:31 Englandsmeistararnir fóru illa með Chelsea Englandsmeistarar Manchester City unnu afar öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti Chelsea í stórleik þriðju umferðar FA-bikarsins. Þetta er í annað sinn á fjórum dögum sem City hefur betur gegn Chelsea, en liðin mættust einnig í deildinni fyrr í vikunni. 8. janúar 2023 18:22 „Ég hef fullan stuðning“ Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea, blés á þær sögusagnir að hann sé á mörkum þess að missa starfið sitt hjá Chelsea og segist þess í stað hafa fullan stuðning og þolinmæði hjá eigendum Chelsea. 8. janúar 2023 15:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Segja Félix hafa náð munnlegu samkomulagi við Chelsea Þó ekkert gangi innan vallar er líf og fjör á skrifstofu Chelsea þessa dagana. Það virðist sem portúgalski framherjinn João Félix sé að ganga í raðir félagsins á láni frá Atlético Madríd. 9. janúar 2023 18:17
Segir að Chelsea eigi að reka Potter: „Nú er nóg komið“ Fyrrverandi leikmaður Chelsea segir að mælirinn sé fullur eftir 4-0 tap liðsins fyrir Manchester City í ensku bikarkeppninni í gær og nú þurfi að reka knattspyrnustjórann Graham Potter. 9. janúar 2023 08:02
Guardiola hvetur Chelsea til að halda tryggð við Potter Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hvetur eigendur Chelsea til að halda tryggð við þjálfara liðsins, Graham Potter, þrátt fyrir slæmt gengi liðsins á tímabilinu. Spánverjinn segir að það sé eðlilegt að þjálfarar þurfi tíma. 8. janúar 2023 23:31
Englandsmeistararnir fóru illa með Chelsea Englandsmeistarar Manchester City unnu afar öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti Chelsea í stórleik þriðju umferðar FA-bikarsins. Þetta er í annað sinn á fjórum dögum sem City hefur betur gegn Chelsea, en liðin mættust einnig í deildinni fyrr í vikunni. 8. janúar 2023 18:22
„Ég hef fullan stuðning“ Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea, blés á þær sögusagnir að hann sé á mörkum þess að missa starfið sitt hjá Chelsea og segist þess í stað hafa fullan stuðning og þolinmæði hjá eigendum Chelsea. 8. janúar 2023 15:00