Velferðarráð Reykjavíkurborgar ræðir lokun Vinjar á morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2023 06:52 Fréttastofa ræddi við fastagesti Vinjar í desember, sem sögðust ekki geta hugsað sér framhaldið enda reiddu þeir sig á félagsskapinn í Vin. Vísir/Ívar Fannar Velferðarráð Reykjavíkurborgar mun á morgun fjalla um tillögu borgarstjórnar frá 6. desember síðastliðnum um að leggja niður Vin, dagsetur fyrir fólk með geðraskanir. Tillögunni hefur verið harðlega mótmælt af notendum og aðstandendum úrræðisins, sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar tók við af Rauða krossinum í júlí 2022. Helsta hlutverk Vinjar er að draga úr félagslegri einangrun og skapa vinalegt umhverfi fyrir þá sem sækja þjónustuna en í tillögunni frá því í desember er lagt til að „markhópi þjónustunnar veðri mætt með öðru móti á félagsmiðstövum borgarinnar“. Tillagan var samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins greiddu atkvæði gegn tillögunni. „Það er náttúrulega alveg ömurlegt vegna þess að það er svo mikil og góð starfsemi hérna í húsinu. Það er skákfélagið og síðan er líka ferðafélag hérna,“ sagði Hörður Jónasson, fastagestur og forseti Vinaskákfélagsins, í samtali við fréttastofu eftir að tillagan var samþykkt en hann hefur sótt Vin frá 2012. Tillagan er eins og fyrr segir á dagskrá fundar velferðarráðs á morgun en meðal fylgigagna í málinu er skýrsla starfshóps um Vin sem kom út í maí 2021, áður en Reykjavíkurborg tók starfsemina yfir. Hlutverk starfshópsins var meðal annars að greina þarfir notenda þjónustu Vinjar, vinna drög að tillögu að þjónustu og stuðningi við hópinn og tryggja samráð og samtal við notendur Vinjar, hagsmunaaðila og fagfólk. Gestir Vinjar sögðust í samtölum við hópinn helst vilja að starfsemin héldist sem mest óbreytt og aðrir sögðu þjónustuna mjög mikilvæga þeim sem sæktu hana reglulega. Ef starfsemin yrði lögð niður yrði það afar slæmt fyrir stóran hóp sem hefði ekki fundið sig í öðrum notendaúrræðum. Allar ákvarðanir um Vin þyrfti að taka í samráði við notendur. Starfshópurinn sagði tvö sjónarmið vegast á: Annars vegar þyrfti að vinna gegn því að hópar væru jaðarsettir eða aðgreindir í samfélaginu og því ætti ekki að draga fólk í dilka með því að búa til sérúrræði en hins vegar að starfsemi Vinjar hvíldi á sterkum grunni og ákveðinn kjarnahópur gesta hefði ekki getað nýtt sér önnur úrræði samfélagsins. Þessi hópur væri í mikilli hættu á félagslegri einangrun. Rekstrarkostnaður Vinjar væri áætlaður 43 milljónir og rúmaðist innan fjárheimilda. Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Geðheilbrigði Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Tillögunni hefur verið harðlega mótmælt af notendum og aðstandendum úrræðisins, sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar tók við af Rauða krossinum í júlí 2022. Helsta hlutverk Vinjar er að draga úr félagslegri einangrun og skapa vinalegt umhverfi fyrir þá sem sækja þjónustuna en í tillögunni frá því í desember er lagt til að „markhópi þjónustunnar veðri mætt með öðru móti á félagsmiðstövum borgarinnar“. Tillagan var samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins greiddu atkvæði gegn tillögunni. „Það er náttúrulega alveg ömurlegt vegna þess að það er svo mikil og góð starfsemi hérna í húsinu. Það er skákfélagið og síðan er líka ferðafélag hérna,“ sagði Hörður Jónasson, fastagestur og forseti Vinaskákfélagsins, í samtali við fréttastofu eftir að tillagan var samþykkt en hann hefur sótt Vin frá 2012. Tillagan er eins og fyrr segir á dagskrá fundar velferðarráðs á morgun en meðal fylgigagna í málinu er skýrsla starfshóps um Vin sem kom út í maí 2021, áður en Reykjavíkurborg tók starfsemina yfir. Hlutverk starfshópsins var meðal annars að greina þarfir notenda þjónustu Vinjar, vinna drög að tillögu að þjónustu og stuðningi við hópinn og tryggja samráð og samtal við notendur Vinjar, hagsmunaaðila og fagfólk. Gestir Vinjar sögðust í samtölum við hópinn helst vilja að starfsemin héldist sem mest óbreytt og aðrir sögðu þjónustuna mjög mikilvæga þeim sem sæktu hana reglulega. Ef starfsemin yrði lögð niður yrði það afar slæmt fyrir stóran hóp sem hefði ekki fundið sig í öðrum notendaúrræðum. Allar ákvarðanir um Vin þyrfti að taka í samráði við notendur. Starfshópurinn sagði tvö sjónarmið vegast á: Annars vegar þyrfti að vinna gegn því að hópar væru jaðarsettir eða aðgreindir í samfélaginu og því ætti ekki að draga fólk í dilka með því að búa til sérúrræði en hins vegar að starfsemi Vinjar hvíldi á sterkum grunni og ákveðinn kjarnahópur gesta hefði ekki getað nýtt sér önnur úrræði samfélagsins. Þessi hópur væri í mikilli hættu á félagslegri einangrun. Rekstrarkostnaður Vinjar væri áætlaður 43 milljónir og rúmaðist innan fjárheimilda.
Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Geðheilbrigði Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira