Frosthörkur gera garðyrkjubændum erfitt fyrir Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. janúar 2023 13:05 Frosthörkur síðustu vikur hafa gert garðyrkjubændum í Uppsveitum Árnessýslu erfitt fyrir við að halda hita á gróðurhúsunum sínum. Á sama tíma hafa þeir þurft að auka við lýsingu í húsum sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Frosthörkur síðustu vikur hafa gert garðyrkjubændum í Uppsveitum Árnessýslu erfitt fyrir við að halda hita á gróðurhúsunum sínum. Á sama tíma hafa þeir þurft að auka lýsinguna í gróðurhúsum til að auka vöxt plantna með tilheyrandi kostnaði í kuldatíðinni. Garðyrkjubændur hafa ekki farið varhluta yfir frostinu og vetrarhörkunni síðustu vikur og hafa margir þeirra verið á nálum yfir ástandinu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar þáði boð garðyrkjubænda í síðustu viku að koma á fund þar, sem rætt um ýmsa þætti sem snúa að rekstrarumhverfi garðyrkjubænda í sveitarfélaginu, og snertifleti við sveitarfélagið, þar á meðal um aðgerðir sem hefur þurft að grípa til vegna mikils álags á hitaveitu í þessum harða og langvarandi frostakafla, sem enn stendur yfir en nokkra daga hefur farið vel yfir 20 stiga frost á svæðinu. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar sat fundinn og þekkir því til stöðu garðyrkjubænda þessi misserin, eins og í Reykholti í Biskupstungum. „Og það reynir á hitaveituna í slíku ástandi, þannig að það er verið að reyna að miðla vatni, sem best á milli þessara stöðva og nýta það vatn, sem best er. Svo eru menn að auka lýsingu í gróðurhúsum á móti og ná þannig upp meiri hita, lýsa lengur fram og kvöldið og slíkt,” segir Ásta og bætir við. „En auðvitað í svona miklu frosti og kulda þá reynir á og auðvitað vaxa plöntur hægar og skila sínum afurðum hægar þegar þær hafa ekki það kjörhitastig, sem að þarf að vera.” Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, sem segir hljóðið almennt gott í garðyrkjubændum fyrir utan þetta með mikla frostið síðustu vikur, sem hefur gert þeim erfitt fyrir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásta segir að tjón garðyrkjubænda sé töluvert vegna lítils vaxtar plantna í gróðurhúsunum í kuldanum og svo að þurfa að kosta til aukinnar raflýsingar. En hvernig er hljóðið svona almennt í garðyrkjubændum fyrir utan þetta? „Það eru nú bara ágætt. Þeir ná að selja allt, sem þeir eru að framleiða og gætu selt meira og menn hafa hug á meiri stækkunum á gróðurhúsum. Það var mikið stækkað hér af gróðurhúsum fyrir tveimur til þremur árum og menn hafa áhuga á að halda því áfram,” segir Ásta. Bláskógabyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Garðyrkjubændur hafa ekki farið varhluta yfir frostinu og vetrarhörkunni síðustu vikur og hafa margir þeirra verið á nálum yfir ástandinu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar þáði boð garðyrkjubænda í síðustu viku að koma á fund þar, sem rætt um ýmsa þætti sem snúa að rekstrarumhverfi garðyrkjubænda í sveitarfélaginu, og snertifleti við sveitarfélagið, þar á meðal um aðgerðir sem hefur þurft að grípa til vegna mikils álags á hitaveitu í þessum harða og langvarandi frostakafla, sem enn stendur yfir en nokkra daga hefur farið vel yfir 20 stiga frost á svæðinu. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar sat fundinn og þekkir því til stöðu garðyrkjubænda þessi misserin, eins og í Reykholti í Biskupstungum. „Og það reynir á hitaveituna í slíku ástandi, þannig að það er verið að reyna að miðla vatni, sem best á milli þessara stöðva og nýta það vatn, sem best er. Svo eru menn að auka lýsingu í gróðurhúsum á móti og ná þannig upp meiri hita, lýsa lengur fram og kvöldið og slíkt,” segir Ásta og bætir við. „En auðvitað í svona miklu frosti og kulda þá reynir á og auðvitað vaxa plöntur hægar og skila sínum afurðum hægar þegar þær hafa ekki það kjörhitastig, sem að þarf að vera.” Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, sem segir hljóðið almennt gott í garðyrkjubændum fyrir utan þetta með mikla frostið síðustu vikur, sem hefur gert þeim erfitt fyrir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásta segir að tjón garðyrkjubænda sé töluvert vegna lítils vaxtar plantna í gróðurhúsunum í kuldanum og svo að þurfa að kosta til aukinnar raflýsingar. En hvernig er hljóðið svona almennt í garðyrkjubændum fyrir utan þetta? „Það eru nú bara ágætt. Þeir ná að selja allt, sem þeir eru að framleiða og gætu selt meira og menn hafa hug á meiri stækkunum á gróðurhúsum. Það var mikið stækkað hér af gróðurhúsum fyrir tveimur til þremur árum og menn hafa áhuga á að halda því áfram,” segir Ásta.
Bláskógabyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira