Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn lögreglu á málinu miði vel. Tilkynning hafi borist á tíunda tímanum á gærkvöldi og þegar lögreglu hafi borið að garði hafi tveir menn um tvítugt verið í íbúðinni. Annar þeirra hafði verið stunginn og var umsvifalaust fluttur á slysadeild.
Hinn maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð. Hann er nú laus úr haldi þar sem rannsóknarhagsmunir eru ekki lengur taldir vera fyrir hendi, að því er segir í tilkynningu.