Segir að Karl Filippus hefði með réttu átt að erfa krúnuna en ekki Viktoría Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2023 13:02 Silvía drottning, Estelle prinsessa, Viktoría prinsessa, Karl Filippus prins og Karl Gústaf Svíakonungur. Getty Ný ummæli Karls Gústafs Svíakonungs sem hann lætur falla í heimildarmynd hafa vakið mikið umtal í Svíþjóð. Þar ítrekar konungurinn þá skoðun sína sem hann lét fyrst falla fyrir um fjörutíu árum síðan að í hans huga ætti sonurinn, Karl Filippus, með réttu átt að erfa krúnuna að honum gengnum. Ekki Viktoría, elsta dóttir hans. Karl Gústaf konungur lét orðin fyrst falla árið 1980 þegar breytingar voru gerðar á lögum sem gerði konum mögulegt að erfa krúnuna. Karl Filippus var þá hálfs árs gamall og formlega missti hann þá stöðu sína sem krónprins. Konungurinn segir það rangt að hafa svipt syninum krónprinstitlinum með þessum hætti. „Karl Filippus fæddist krónprins og ég er enn á því að ekki sé hægt að gera lagabreytingar með þessum hætti sem gilda afturvirkt,“ segir konungurinn í heimildarmyndinni Síðustu konungar Svíþjóðar sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu í vikunni. „Sonur minn fæddist og svo breyttu þeir fyrirkomulaginu mjög skyndilega, og hann misst þá allt. Það er ansi merkilegt.“ Frumburður Karls Gústafs og Sylvíu, Viktoría, fæddist árið 1977 og kom sonurinn Karl Filippus í heiminn tveimur árum síðar. Þriðja barn þeirra hjóna, Madeleine, kom svo í heiminn 1982. Karl Filippus prins og Sofia prinsessa, eiginkona hans, árið 2015.Getty „Þungt fyrir stúlku“ Karl hefur áður tjáð sig með þessum hætti. Þegar dóttir hans Viktoría fékk titilinn krónprinsessa árið 1980 sagði konungurinn að starfið að vera handhafi konungsvalds væri „þungt fyrir stúlku“. Karl Gústaf varð sjálfur konungur þrátt fyrir að vera yngstur í systkinahópnum, en hann á fjórar eldri systur. Hann tók við embætti konungs af afa sínum, en faðir Karls Gústafs, Gústaf Adolf prins, lést í flugslysi árið 1947, þá fertugur að aldri og þegar Karl Gústaf var eins árs gamall. Hann varð svo konungur 27 ára gamall, árið 1976. Karl Gústaf viðurkennir þó í heimildarmyndinni að lagabreytingin hafi verið nauðsynleg til að tryggja stuðning sænsku þjóðarinnar við konungdæmið og færa það inn í nútímann. Hann er þó allt annað en ánægður með afturvirknina og vill hann meina að hinar þá, nýju reglur hafi átt að eiga við um barnabörn hans. Konungshjónin sænsku með Karli Filippusi og Viktoríu árið 1980 þegar lagabreytingin tók gildi og konur gátu erft krúnuna.Getty Í heimildarmyndinni er hann spurður beint hvort honum þyki það hafa verið ósanngjarnt að Karl Filippus hafi verið sviptur þeim titli að vera krónprins. „Já, mér finnst það. Sem foreldi þá finnst mér það hræðilegt.“ Ákvörðun um lagabreytinguna var tekin á löggjafarþinginu 1978/79 en þar sem halda þarf tvennar kosningar áður en breytingar á stjórnarskrá landsins taka gildi, breyttust reglurnar ekki fyrr en 1980. Karl Filippus var kominn í heiminn og orðinn hálfs árs gamall. Karl Gústaf konungur leggur þó áherslu á að lagabreytingin árið 1980 hafi aldrei litað systkinasamband þeirra Karls Filippusar og Viktoríu. Fjölmargir hafa gagnrýnt orð Karls konungs og segja að hann eigi að „lesa tíðarandann betur“ og láta vera að láta þessar skoðanir sínar í ljós opinberlega. Þannig segir Anna Andersson, menningarritstjóri á Aftonbladet, að ummælin einkennist af vanþakklæti og séu ótillitssöm. Tími sé kominn að konungurinn þegi í allri umræðu um erfðaröðina. Svíþjóð Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Karl Gústaf konungur lét orðin fyrst falla árið 1980 þegar breytingar voru gerðar á lögum sem gerði konum mögulegt að erfa krúnuna. Karl Filippus var þá hálfs árs gamall og formlega missti hann þá stöðu sína sem krónprins. Konungurinn segir það rangt að hafa svipt syninum krónprinstitlinum með þessum hætti. „Karl Filippus fæddist krónprins og ég er enn á því að ekki sé hægt að gera lagabreytingar með þessum hætti sem gilda afturvirkt,“ segir konungurinn í heimildarmyndinni Síðustu konungar Svíþjóðar sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu í vikunni. „Sonur minn fæddist og svo breyttu þeir fyrirkomulaginu mjög skyndilega, og hann misst þá allt. Það er ansi merkilegt.“ Frumburður Karls Gústafs og Sylvíu, Viktoría, fæddist árið 1977 og kom sonurinn Karl Filippus í heiminn tveimur árum síðar. Þriðja barn þeirra hjóna, Madeleine, kom svo í heiminn 1982. Karl Filippus prins og Sofia prinsessa, eiginkona hans, árið 2015.Getty „Þungt fyrir stúlku“ Karl hefur áður tjáð sig með þessum hætti. Þegar dóttir hans Viktoría fékk titilinn krónprinsessa árið 1980 sagði konungurinn að starfið að vera handhafi konungsvalds væri „þungt fyrir stúlku“. Karl Gústaf varð sjálfur konungur þrátt fyrir að vera yngstur í systkinahópnum, en hann á fjórar eldri systur. Hann tók við embætti konungs af afa sínum, en faðir Karls Gústafs, Gústaf Adolf prins, lést í flugslysi árið 1947, þá fertugur að aldri og þegar Karl Gústaf var eins árs gamall. Hann varð svo konungur 27 ára gamall, árið 1976. Karl Gústaf viðurkennir þó í heimildarmyndinni að lagabreytingin hafi verið nauðsynleg til að tryggja stuðning sænsku þjóðarinnar við konungdæmið og færa það inn í nútímann. Hann er þó allt annað en ánægður með afturvirknina og vill hann meina að hinar þá, nýju reglur hafi átt að eiga við um barnabörn hans. Konungshjónin sænsku með Karli Filippusi og Viktoríu árið 1980 þegar lagabreytingin tók gildi og konur gátu erft krúnuna.Getty Í heimildarmyndinni er hann spurður beint hvort honum þyki það hafa verið ósanngjarnt að Karl Filippus hafi verið sviptur þeim titli að vera krónprins. „Já, mér finnst það. Sem foreldi þá finnst mér það hræðilegt.“ Ákvörðun um lagabreytinguna var tekin á löggjafarþinginu 1978/79 en þar sem halda þarf tvennar kosningar áður en breytingar á stjórnarskrá landsins taka gildi, breyttust reglurnar ekki fyrr en 1980. Karl Filippus var kominn í heiminn og orðinn hálfs árs gamall. Karl Gústaf konungur leggur þó áherslu á að lagabreytingin árið 1980 hafi aldrei litað systkinasamband þeirra Karls Filippusar og Viktoríu. Fjölmargir hafa gagnrýnt orð Karls konungs og segja að hann eigi að „lesa tíðarandann betur“ og láta vera að láta þessar skoðanir sínar í ljós opinberlega. Þannig segir Anna Andersson, menningarritstjóri á Aftonbladet, að ummælin einkennist af vanþakklæti og séu ótillitssöm. Tími sé kominn að konungurinn þegi í allri umræðu um erfðaröðina.
Svíþjóð Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira