Hreinlæti besta vopnið gegn kakkalökkum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 5. janúar 2023 13:32 Kakkalakkar halda sig oft á bakvið eldhúsinnréttingar þar sem er dimmt og hlýtt. Kakkalakkar hafa fundist á Íslandi í áratugi en undanfarna mánuði hafa þeir verið að sjást í meira mæli í íbúðarhúsum. Sérfræðingur í skordýrum segir almennt hreinlæti vera lykilatriði ef fólk vill ekki sjá þessi framandi dýr heima hjá sér. Fæstum þykir tilhugsunin um skríðandi skordýr bakvið eldhússkápana vera sérlega spennandi en meindýraeyðar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að sjá kakkalakka í meira mæli undanfarið en áður hefur tíðkast. Gísli Már Gíslason, skordýrasérfræðingur, segir nokkrar tegundir kakkalakka lengi hafa lifað hér á landi. „Það eru að minnsta kosti þrjár eða fjórar tegundir sem eru búnar að vera landlægar núna í að minnsta kosti 80 ár.“ Kakkalakkar berast hingað til lands með innflutningi á vörum. „Þeir berast með varningi til landsins, þetta er það stórt dýr og þeir eru ekki góð flugdýr svo þeir berast ekki sjálfir, þeir geta ekki flogið milli landa. Þeir geta flogið samt.“ Kakkalakkar kunna ekki vel við sig í kulda og halda sig þar sem er hlýtt allan sólarhringinn. „Þeir fundust lengi sko eins og annars staðar í Evrópu á stöðum þar sem var alltaf hlýtt í upphafi tuttugustu aldarinnar eins og í bakaríum og á svoleiðis stöðum. En svo með venjulegri húshitun þá koma þeir upp í húsum og sumar tegundir eru dreifðar um allt land. Eru í þéttbýli víða.“ Hvað getur fólk gert til þess að forðast það að finna þessi dýr heima hjá sér? „Það er bara almennur þrifnaður. það þarf þess vegna að ryksuga kannski eldhússkúffur öðru hvoru þar sem eru matvæli, loka matvælum í krukkum eða í geymslum þar sem eru lok og skordýr komast ekki í.“ Skordýr Dýr Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
Fæstum þykir tilhugsunin um skríðandi skordýr bakvið eldhússkápana vera sérlega spennandi en meindýraeyðar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að sjá kakkalakka í meira mæli undanfarið en áður hefur tíðkast. Gísli Már Gíslason, skordýrasérfræðingur, segir nokkrar tegundir kakkalakka lengi hafa lifað hér á landi. „Það eru að minnsta kosti þrjár eða fjórar tegundir sem eru búnar að vera landlægar núna í að minnsta kosti 80 ár.“ Kakkalakkar berast hingað til lands með innflutningi á vörum. „Þeir berast með varningi til landsins, þetta er það stórt dýr og þeir eru ekki góð flugdýr svo þeir berast ekki sjálfir, þeir geta ekki flogið milli landa. Þeir geta flogið samt.“ Kakkalakkar kunna ekki vel við sig í kulda og halda sig þar sem er hlýtt allan sólarhringinn. „Þeir fundust lengi sko eins og annars staðar í Evrópu á stöðum þar sem var alltaf hlýtt í upphafi tuttugustu aldarinnar eins og í bakaríum og á svoleiðis stöðum. En svo með venjulegri húshitun þá koma þeir upp í húsum og sumar tegundir eru dreifðar um allt land. Eru í þéttbýli víða.“ Hvað getur fólk gert til þess að forðast það að finna þessi dýr heima hjá sér? „Það er bara almennur þrifnaður. það þarf þess vegna að ryksuga kannski eldhússkúffur öðru hvoru þar sem eru matvæli, loka matvælum í krukkum eða í geymslum þar sem eru lok og skordýr komast ekki í.“
Skordýr Dýr Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira