Smith vann settin 7-4 en það var þó einn leggur sem stóð öðrum framar í frábærum leik.
Van Gerwen og Smith voru þá nálægt því að klára legginn með fæstum mögulegum pílum sem eru níu.
THE BEST LEG OF ALL TIME!
— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023
MICHAEL VAN GERWEN MISSES D12 FOR A NINE-DARTER, AND THEN SMITH PINS A PERFECT LEG HIMSELF!
ONE OF THE GREATEST THINGS YOU'LL EVER SEE IN SPORT. pic.twitter.com/WyKWFcxq5V
Van Gerwen hitti fyrstu átta en klikkaði síðan á þeirri síðustu.
Smith kastaði á eftir og setti allar pílur sínar á réttan stað. Hann vann því legginn með því að kasta níu fullkomnum pílum.
Það var auðvitað einstök stemmning í Alexandra Palace og aldri meiri en í þessum magnaða legg.
Það var líka mikil stemning heima hjá einum miklum stuðningsmanni Michael Smith.
Hér fyrir neðan má sjá myndband þessar aðdáandi Smith gjörsamlega missti sig heima í stofu eftir að níu fullkomnar pílur í röð.