Therese Johaug ófrísk: Betra en öll gullin sem ég hef unnið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2023 12:30 Therese Johaug fagnar með Ólympíugullið sitt á verðlaunapalli á ÓL í Peking í fyrra. Getty/Lintao Zhang/ Norska skíðagöngukonan Therese Johaug er ein sú besta í sögunni en nú hefur hún tilefni til að fagna utan íþróttarinnar. Hin 34 ára gamla Johaug lagði skíðin á hilluna eftir síðasta tímabil en hún endaði ferilinn á því að vinna þrjú gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking í fyrra. Johaug og unnusti hennar Nils Jakob Hoff tilkynntu í gær að þau ættu von á sínu fyrsta barni. Therese Johaug er gravid: Overgår alle gullene jeg har hatthttps://t.co/Uj04bYBuEg— NRK Sport (@NRK_Sport) January 3, 2023 „Þetta er það mesta sem þú getur afrekað. Þetta er betra en öll gullin sem ég hef unnið á ferlinum ef ég leyfi mér að taka svo til orða,“ sagði Therese Johaug kát við norska ríkisjónvarpið. „Mér finnst þetta mjög svalt en um leið er þetta svolítið ógnvekjandi. Þú veist ekki alveg hvað þú ert að fara út í. Ég hlakka samt mikið til og mér finnst eins og það gerðist mjög mikið hjá mér á árinu 2022,“ sagði Johaug sem vann þrjú einstaklingsgull á ÓL í Peking í byrjun ársins. Alls hefur hún unnið sex verðlaun á Ólympíuleikum (fjögur gull) og nítján verðlaun á heimsmeistaramótum þar af fjórtán gull. Johaug lenti líka í mótlæti á ferli sínum því árið 2016 féll hún á lyfjaprófi. Hún hélt því fram að efnið hefði komið úr varasalva sem hún notaði fyrir mjög sprungnar varir í kuldanum. Hún var engu að síður dæmd í átján mánaða bann og missti af Ólympíuleikunum 2018 sem áttu að verða hennar leikar. Johaug kom til baka, vann þrenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu 2019 og önnur fern gullverðlaun á HM 2021. Hún endaði síðan á því að eiga frábæra Ólympíuleika. View this post on Instagram A post shared by Therese (@johaugtherese) Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Noregur Barnalán Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sjá meira
Hin 34 ára gamla Johaug lagði skíðin á hilluna eftir síðasta tímabil en hún endaði ferilinn á því að vinna þrjú gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking í fyrra. Johaug og unnusti hennar Nils Jakob Hoff tilkynntu í gær að þau ættu von á sínu fyrsta barni. Therese Johaug er gravid: Overgår alle gullene jeg har hatthttps://t.co/Uj04bYBuEg— NRK Sport (@NRK_Sport) January 3, 2023 „Þetta er það mesta sem þú getur afrekað. Þetta er betra en öll gullin sem ég hef unnið á ferlinum ef ég leyfi mér að taka svo til orða,“ sagði Therese Johaug kát við norska ríkisjónvarpið. „Mér finnst þetta mjög svalt en um leið er þetta svolítið ógnvekjandi. Þú veist ekki alveg hvað þú ert að fara út í. Ég hlakka samt mikið til og mér finnst eins og það gerðist mjög mikið hjá mér á árinu 2022,“ sagði Johaug sem vann þrjú einstaklingsgull á ÓL í Peking í byrjun ársins. Alls hefur hún unnið sex verðlaun á Ólympíuleikum (fjögur gull) og nítján verðlaun á heimsmeistaramótum þar af fjórtán gull. Johaug lenti líka í mótlæti á ferli sínum því árið 2016 féll hún á lyfjaprófi. Hún hélt því fram að efnið hefði komið úr varasalva sem hún notaði fyrir mjög sprungnar varir í kuldanum. Hún var engu að síður dæmd í átján mánaða bann og missti af Ólympíuleikunum 2018 sem áttu að verða hennar leikar. Johaug kom til baka, vann þrenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu 2019 og önnur fern gullverðlaun á HM 2021. Hún endaði síðan á því að eiga frábæra Ólympíuleika. View this post on Instagram A post shared by Therese (@johaugtherese)
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Noregur Barnalán Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sjá meira