Therese Johaug ófrísk: Betra en öll gullin sem ég hef unnið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2023 12:30 Therese Johaug fagnar með Ólympíugullið sitt á verðlaunapalli á ÓL í Peking í fyrra. Getty/Lintao Zhang/ Norska skíðagöngukonan Therese Johaug er ein sú besta í sögunni en nú hefur hún tilefni til að fagna utan íþróttarinnar. Hin 34 ára gamla Johaug lagði skíðin á hilluna eftir síðasta tímabil en hún endaði ferilinn á því að vinna þrjú gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking í fyrra. Johaug og unnusti hennar Nils Jakob Hoff tilkynntu í gær að þau ættu von á sínu fyrsta barni. Therese Johaug er gravid: Overgår alle gullene jeg har hatthttps://t.co/Uj04bYBuEg— NRK Sport (@NRK_Sport) January 3, 2023 „Þetta er það mesta sem þú getur afrekað. Þetta er betra en öll gullin sem ég hef unnið á ferlinum ef ég leyfi mér að taka svo til orða,“ sagði Therese Johaug kát við norska ríkisjónvarpið. „Mér finnst þetta mjög svalt en um leið er þetta svolítið ógnvekjandi. Þú veist ekki alveg hvað þú ert að fara út í. Ég hlakka samt mikið til og mér finnst eins og það gerðist mjög mikið hjá mér á árinu 2022,“ sagði Johaug sem vann þrjú einstaklingsgull á ÓL í Peking í byrjun ársins. Alls hefur hún unnið sex verðlaun á Ólympíuleikum (fjögur gull) og nítján verðlaun á heimsmeistaramótum þar af fjórtán gull. Johaug lenti líka í mótlæti á ferli sínum því árið 2016 féll hún á lyfjaprófi. Hún hélt því fram að efnið hefði komið úr varasalva sem hún notaði fyrir mjög sprungnar varir í kuldanum. Hún var engu að síður dæmd í átján mánaða bann og missti af Ólympíuleikunum 2018 sem áttu að verða hennar leikar. Johaug kom til baka, vann þrenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu 2019 og önnur fern gullverðlaun á HM 2021. Hún endaði síðan á því að eiga frábæra Ólympíuleika. View this post on Instagram A post shared by Therese (@johaugtherese) Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Noregur Barnalán Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Hin 34 ára gamla Johaug lagði skíðin á hilluna eftir síðasta tímabil en hún endaði ferilinn á því að vinna þrjú gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking í fyrra. Johaug og unnusti hennar Nils Jakob Hoff tilkynntu í gær að þau ættu von á sínu fyrsta barni. Therese Johaug er gravid: Overgår alle gullene jeg har hatthttps://t.co/Uj04bYBuEg— NRK Sport (@NRK_Sport) January 3, 2023 „Þetta er það mesta sem þú getur afrekað. Þetta er betra en öll gullin sem ég hef unnið á ferlinum ef ég leyfi mér að taka svo til orða,“ sagði Therese Johaug kát við norska ríkisjónvarpið. „Mér finnst þetta mjög svalt en um leið er þetta svolítið ógnvekjandi. Þú veist ekki alveg hvað þú ert að fara út í. Ég hlakka samt mikið til og mér finnst eins og það gerðist mjög mikið hjá mér á árinu 2022,“ sagði Johaug sem vann þrjú einstaklingsgull á ÓL í Peking í byrjun ársins. Alls hefur hún unnið sex verðlaun á Ólympíuleikum (fjögur gull) og nítján verðlaun á heimsmeistaramótum þar af fjórtán gull. Johaug lenti líka í mótlæti á ferli sínum því árið 2016 féll hún á lyfjaprófi. Hún hélt því fram að efnið hefði komið úr varasalva sem hún notaði fyrir mjög sprungnar varir í kuldanum. Hún var engu að síður dæmd í átján mánaða bann og missti af Ólympíuleikunum 2018 sem áttu að verða hennar leikar. Johaug kom til baka, vann þrenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu 2019 og önnur fern gullverðlaun á HM 2021. Hún endaði síðan á því að eiga frábæra Ólympíuleika. View this post on Instagram A post shared by Therese (@johaugtherese)
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Noregur Barnalán Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira