„Eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. janúar 2023 08:01 Vonast er til að Covid hafi ekki eins mikil áhrif á íslenska hópinn líkt og á EM í fyrra. Vísir/Vilhelm Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir ósætti ríkja við íþyngjandi reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins sem snerta á Covid-19 fyrir komandi heimsmeistaramót karla. Það hefur vakið athygli að Alþjóðahandknattleikssambandið hafi ákveðið að skylda þá sem að mótinu koma til þess að taka Covid-próf. Greinist leikmaður jákvæður mun hann þurfa að einangra sig í fimm daga. Slíkar reglur voru til að mynda ekki í gildi á HM karla í fótbolta í desember, Evrópumóti kvenna í fótbolta í sumar eða Evrópumóti karla í körfubolta. Ekki voru heldur reglur um slíkt á Evrópumóti kvenna í handbolta í nóvember síðastliðnum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ.Stöð 2 Í því samhengi þykja reglurnar því íþyngjandi. „Svo sannarlega. Í fyrsta lagi eru þessar bólusetningarkröfur, sem við komumst svo sem ágætlega í gegnum þar sem flestir leikmenn og starfsmenn eru tiltölulega vel bólusettir,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, og bætir við: „En það er þessi krafa um PCR-próf og hraðpróf sem er mjög íþyngjandi. Þá sér í lagi þegar kemur inn í mótið. Það er eitthvað sem við höfum miklar áhyggjur af,“ Verða prófaðir í Þýskalandi Íslenska liðið er við æfingar hér heima sem stendur en spilar æfingaleiki við Þýskaland um helgina. Flogið verður í kjölfarið til Svíþjóðar og þar verður fyrsti leikur við Portúgal næsta fimmtudag. En þarf að prófa liðið áður en haldið verður af stað í mótið? „Við prófum liðið í Þýskalandi áður en við förum á mótsstað. Það má svo sem færa rök fyrir því að það sé eðlilegt, að allir séu hreinir þegar þeir koma á leiðarenda,“ „En þegar kemur að þessu, hraðprófum eftir riðilinn og eftir milliriðilinn, þá er það eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum, það verður bara að viðurkennast,“ segir Róbert Geir. Klippa: Róbert Geir um Covid og HM Danir prófuðu sína leikmenn þegar hópur þeirra kom saman á mánudag. Þar greindist einn leikmaður með smit og verður nú einangraður þar til hann skilar af sér neikvæðri niðurstöðu. „Covid er víða, við vitum það. En við vorum að vonast eftir því að þetta yrði með sama hætti og flestar aðrar íþróttagreinar eru að gera þetta. Þar sem er prófað fyrir keppni og gerð mögulega krafa um bólusetningar en þessi próf innan mótsins eru það ekki,“ segir Róbert Geir. Dýrt spaug Kórónuveiran lék íslenska liðið grátt á síðasta Evrópumóti í janúar síðastliðnum. „Það voru tólf manns, þegar verst lét, í einangrun. Við þurftum að kalla inn leikmenn hægri, vinstri og starfsmenn. Þetta er gríðarlega dýrt, það er ekki hlaupið að því að kalla inn leikmenn,“ „Það að þurfa að auka við gistingar og flugkostnað og allt sem því fylgir er kostnaðarsamt. Við vonum svo sannarlega að við sleppum betur í ár, og að við sleppum alveg. En þetta er áhætta að hafa þessi próf yfir sér,“ segir Róbert Geir. Ummæli Róberts má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) HM 2023 í handbolta Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
Það hefur vakið athygli að Alþjóðahandknattleikssambandið hafi ákveðið að skylda þá sem að mótinu koma til þess að taka Covid-próf. Greinist leikmaður jákvæður mun hann þurfa að einangra sig í fimm daga. Slíkar reglur voru til að mynda ekki í gildi á HM karla í fótbolta í desember, Evrópumóti kvenna í fótbolta í sumar eða Evrópumóti karla í körfubolta. Ekki voru heldur reglur um slíkt á Evrópumóti kvenna í handbolta í nóvember síðastliðnum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ.Stöð 2 Í því samhengi þykja reglurnar því íþyngjandi. „Svo sannarlega. Í fyrsta lagi eru þessar bólusetningarkröfur, sem við komumst svo sem ágætlega í gegnum þar sem flestir leikmenn og starfsmenn eru tiltölulega vel bólusettir,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, og bætir við: „En það er þessi krafa um PCR-próf og hraðpróf sem er mjög íþyngjandi. Þá sér í lagi þegar kemur inn í mótið. Það er eitthvað sem við höfum miklar áhyggjur af,“ Verða prófaðir í Þýskalandi Íslenska liðið er við æfingar hér heima sem stendur en spilar æfingaleiki við Þýskaland um helgina. Flogið verður í kjölfarið til Svíþjóðar og þar verður fyrsti leikur við Portúgal næsta fimmtudag. En þarf að prófa liðið áður en haldið verður af stað í mótið? „Við prófum liðið í Þýskalandi áður en við förum á mótsstað. Það má svo sem færa rök fyrir því að það sé eðlilegt, að allir séu hreinir þegar þeir koma á leiðarenda,“ „En þegar kemur að þessu, hraðprófum eftir riðilinn og eftir milliriðilinn, þá er það eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum, það verður bara að viðurkennast,“ segir Róbert Geir. Klippa: Róbert Geir um Covid og HM Danir prófuðu sína leikmenn þegar hópur þeirra kom saman á mánudag. Þar greindist einn leikmaður með smit og verður nú einangraður þar til hann skilar af sér neikvæðri niðurstöðu. „Covid er víða, við vitum það. En við vorum að vonast eftir því að þetta yrði með sama hætti og flestar aðrar íþróttagreinar eru að gera þetta. Þar sem er prófað fyrir keppni og gerð mögulega krafa um bólusetningar en þessi próf innan mótsins eru það ekki,“ segir Róbert Geir. Dýrt spaug Kórónuveiran lék íslenska liðið grátt á síðasta Evrópumóti í janúar síðastliðnum. „Það voru tólf manns, þegar verst lét, í einangrun. Við þurftum að kalla inn leikmenn hægri, vinstri og starfsmenn. Þetta er gríðarlega dýrt, það er ekki hlaupið að því að kalla inn leikmenn,“ „Það að þurfa að auka við gistingar og flugkostnað og allt sem því fylgir er kostnaðarsamt. Við vonum svo sannarlega að við sleppum betur í ár, og að við sleppum alveg. En þetta er áhætta að hafa þessi próf yfir sér,“ segir Róbert Geir. Ummæli Róberts má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) HM 2023 í handbolta Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira