Gáttaður á Covid-reglum: „Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. janúar 2023 09:43 Björgvin Páll Gústavsson skilur ekkert í IHF. Vísir/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson, leikmaður Vals og landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, er afar ósáttur við þær reglur sem verða í gildi á komandi heimsmeistaramóti í handbolta er varða Covid-19. Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að leikmenn yrðu skikkaðir í reglulegar skimanir; áður en mótið hefst, fyrir milliriðil, og fyrir átta liða úrslitin. Greinist menn jákvæðir fara þeir í fimm daga einangrun og mega ekki snúa aftur til móts við liðsfélaga fyrr en þeir greinast neikvæðir fyrir veirunni. @ihf_info are you joking with the covid-19 restrictions for the WC 2023? Are you trying to destroy our sport? Handball friends What to do? We gotta stop this!— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 3, 2023 Björgvin Páll ritaði á Twitter í morgun og merkir Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, í færslunni þar sem segir: „Eruð þið að grínast með þessar Covid-19 takmarkanir fyrir HM 2023? Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar? Handboltavinir… Hvað eigum við að gera? Hvernig komum við í veg fyrir þetta?“ Björgvin Páll er eflaust minnugur síðasta móts, EM í fyrra, þar sem hann sjálfur þurfti að vera í einangrun um hríð, sem og fjölmargir aðrir leikmenn íslenska liðsins. Töluvert var um breytingar á leikmannahópi liðsins á meðan því móti stóð sökum smita innan hópsins. Takmarkanir í gestgjafalöndunum, Svíþjóð og Póllandi, eru litlar sem engar en regluverkið sem um ræðir kemur frá IHF. Svíinn Michael Appelgren segir mótsstjórnir hafa lítið um málið að segja og að þær þurfi að lúta tilskipunum frá alþjóðasambandinu. Íslenski hópurinn kom saman til æfinga í gær og hefur leik gegn Portúgal þann 12. janúar. Ungverjaland og Suður-Kórea eru einnig í riðli Íslands. Liðið spilar tvo æfingaleiki við Þýskaland um komandi helgi í aðdraganda móts. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að leikmenn yrðu skikkaðir í reglulegar skimanir; áður en mótið hefst, fyrir milliriðil, og fyrir átta liða úrslitin. Greinist menn jákvæðir fara þeir í fimm daga einangrun og mega ekki snúa aftur til móts við liðsfélaga fyrr en þeir greinast neikvæðir fyrir veirunni. @ihf_info are you joking with the covid-19 restrictions for the WC 2023? Are you trying to destroy our sport? Handball friends What to do? We gotta stop this!— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 3, 2023 Björgvin Páll ritaði á Twitter í morgun og merkir Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, í færslunni þar sem segir: „Eruð þið að grínast með þessar Covid-19 takmarkanir fyrir HM 2023? Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar? Handboltavinir… Hvað eigum við að gera? Hvernig komum við í veg fyrir þetta?“ Björgvin Páll er eflaust minnugur síðasta móts, EM í fyrra, þar sem hann sjálfur þurfti að vera í einangrun um hríð, sem og fjölmargir aðrir leikmenn íslenska liðsins. Töluvert var um breytingar á leikmannahópi liðsins á meðan því móti stóð sökum smita innan hópsins. Takmarkanir í gestgjafalöndunum, Svíþjóð og Póllandi, eru litlar sem engar en regluverkið sem um ræðir kemur frá IHF. Svíinn Michael Appelgren segir mótsstjórnir hafa lítið um málið að segja og að þær þurfi að lúta tilskipunum frá alþjóðasambandinu. Íslenski hópurinn kom saman til æfinga í gær og hefur leik gegn Portúgal þann 12. janúar. Ungverjaland og Suður-Kórea eru einnig í riðli Íslands. Liðið spilar tvo æfingaleiki við Þýskaland um komandi helgi í aðdraganda móts.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða