Kaldasti desember í meira en hundrað ár Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. janúar 2023 18:31 Kristín Björg Ólafsdóttir sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum á Veðurstofunni. Vísir/Sigurjón Ríflega hundrað ára kuldamet féll í Reykjavík í desember en hann var síðast kaldari árið 1916. Veðurfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort um sé að ræða áhrif loftslagsbreytinga en vissulega hafi verið miklar öfgar í veðri síðustu tvo mánuði. Tilfinning margra sem búa á suðvesturhorninu reyndist rétt, desember mánuður var óvenjukaldur og það eftir hlýjasta nóvember mánuði á landsvísu frá upphafi mælinga. „Desember mánuður var mjög óvenjulegur. Þetta er áttundi kaldasti desember á landsvísu frá upphafi mælinga. Síðast var kaldara árið 1973 og í Reykjavík hefur ekki verið kaldara frá árinu 1916,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum á Veðurstofu Íslands. Meðalhitinn í Reykjavík í desember var mínus þrjú komma níu stig. Kaldast var 30. desember þegar meðalhiti sólarhringsins mældist ellefu komma þrjú stig. Þá var frostakaflinn í Reykjavík líka óvenjulangur en meðalhiti sólarhringsins var undir frostmarki frá 7. desember og þar til í dag. Það fer þó að frysta aftur strax á morgun og varir út vikuna. Kristín segir að við séum þó enn langt frá kuldametinu. „Lang kaldasti desember mánuður, bæði á landinu öllu og í Reykjavík er árið 1880 og það var alveg töluvert kaldara eða mínus 7,5 stig að jafnaði í Reykjavík,“ segir hún. Hins vegar hafi ekki fallið met í snjóþyngslum. „Það er ekki óvenjulega mikill snjór. Hann var bara þurr og safnaðist mikið saman í sköflum. En mánuðurinn hefur verið óvenju úrkomulítill,“ segir hún. Hún segir of snemmt að segja til um hvort um sé að ræða áhrif vegna loftslagsbreytinga. „Þetta hefur verið óvenjulegt undanfarin ár. Við þurfum bara að skoða það betur hvort að öfgar í veðurfari komi svona fram á Íslandi. Við getum ekki svarað til um það strax. En það er auðvitað eitthvað sem við erum að skoða,“ segir Kristín að lokum. Veður Reykjavík Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
Tilfinning margra sem búa á suðvesturhorninu reyndist rétt, desember mánuður var óvenjukaldur og það eftir hlýjasta nóvember mánuði á landsvísu frá upphafi mælinga. „Desember mánuður var mjög óvenjulegur. Þetta er áttundi kaldasti desember á landsvísu frá upphafi mælinga. Síðast var kaldara árið 1973 og í Reykjavík hefur ekki verið kaldara frá árinu 1916,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum á Veðurstofu Íslands. Meðalhitinn í Reykjavík í desember var mínus þrjú komma níu stig. Kaldast var 30. desember þegar meðalhiti sólarhringsins mældist ellefu komma þrjú stig. Þá var frostakaflinn í Reykjavík líka óvenjulangur en meðalhiti sólarhringsins var undir frostmarki frá 7. desember og þar til í dag. Það fer þó að frysta aftur strax á morgun og varir út vikuna. Kristín segir að við séum þó enn langt frá kuldametinu. „Lang kaldasti desember mánuður, bæði á landinu öllu og í Reykjavík er árið 1880 og það var alveg töluvert kaldara eða mínus 7,5 stig að jafnaði í Reykjavík,“ segir hún. Hins vegar hafi ekki fallið met í snjóþyngslum. „Það er ekki óvenjulega mikill snjór. Hann var bara þurr og safnaðist mikið saman í sköflum. En mánuðurinn hefur verið óvenju úrkomulítill,“ segir hún. Hún segir of snemmt að segja til um hvort um sé að ræða áhrif vegna loftslagsbreytinga. „Þetta hefur verið óvenjulegt undanfarin ár. Við þurfum bara að skoða það betur hvort að öfgar í veðurfari komi svona fram á Íslandi. Við getum ekki svarað til um það strax. En það er auðvitað eitthvað sem við erum að skoða,“ segir Kristín að lokum.
Veður Reykjavík Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira