LSR byggir upp stöðu í fjarskiptafélaginu Nova
![Hlutabréfaverð Nova hefur hækkað um tæplega fjórtán prósent eftir að það náði sínu lægsta gildi undir lok nóvembermánaðar.](https://www.visir.is/i/BA7AF5C144AE745A33678E8120BA0FA33F3FE8E59E62B786C6285B0DDC2FE910_713x0.jpg)
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) er orðinn einn allra stærsti hluthafi Nova eftir að hafa sópað upp bréfum í fjarskiptafélaginu á síðustu dögum ársins 2022. Hlutabréfaverð Nova, sem hefur átt undir högg að sækja frá því að það var skráð á markað um mitt síðasta ár, hefur farið hækkandi undanfarnar vikur og ekki verið hærra frá því um miðjan september.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/BA7AF5C144AE745A33678E8120BA0FA33F3FE8E59E62B786C6285B0DDC2FE910_308x200.jpg)
Hlutafjárútboð Nova og þegar partýið í Kauphöllinni klárast
Markaðsaðstæður hafa sjaldan verið eins krefjandi frá því eftir fjármálahrunið 2008. Úrvalsvísitalan er niður um meira en 22 prósent frá áramótum – skilgreining á því sem er gjarnan nefnt bjarnarmarkaður – og útlit er fyrir enn frekari skarpar vaxtahækkanir Seðlabankans á næstu mánuðum eigi að takast að ná böndum á verðbólgu og hækkandi verðbólguvæntingum.
![](https://www.visir.is/i/3CDA0ED42AC3C6BF459562415E3C9E2CC375581A41EBC4691C8AD95CA64BC60D_308x200.jpg)
„Taktfastur dans“ skilar Nova milljarði í rekstrarhagnað
EBITDA-hagnaður Nova á þriðja ársfjórðungi 2022 var rúmur milljarður króna. EBITDA-hlutfallið var 31,9 prósent og vex um 1,3 prósentustig frá fyrra ári. Forstjórinn segir ársfjórðungin hafa verið samkvæmt væntingum.