„Ég ætla ekkert að gefast upp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. desember 2022 20:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var frábær á EM síðasta sumar en missti af leikjum Íslands í undankeppni HM vegna meiðslanna sem eru að hrjá hana. Alex Pantling/Getty Images Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, ein af okkar efnilegustu knattspyrnukonum, er loks byrjuð að spila á ný eftir löng og erfið meiðsli. Hún spilar með þýska stórveldinu Bayern München og bíður spennt eftir að fá að sanna sig. „Ég myndi segja að það væri smá í það. Rosalega skemmtilegt að vera komin aftur og vonandi kemst ég sem fyrst í mitt besta form. Eins og ég segi, þetta eru krónísk meiðsli og ekki mikið af 100 prósent lausnum sem virka. Þetta er ekki eins og einver hnémeiðsli eða brotið bein, rosalega erfitt að komast í rétta meðferð,“ sagði Karólína Lea aðspurð hvort hún væri að nálgast sitt gamla form en þessi lunkni sóknarþenkjandi miðjumaður ræddi við Stöð 2 og Vísi nýverið. „Í rauninni ekki, ég var alltaf að fara spila þessa leiki. Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) vissi alveg stöðuna og það vissu allir af þessu. þannig nei ég sé ekki eftir því að hafa keyrt mig í gegnum EM. Sé bara eftir því að hafa ekki komist upp úr riðlinum og fengið fleiri leiki.“ „Ég ætla ekkert að gefast upp. Vonandi vakna ég einn daginn og finn ekki fyrir þessu en þetta háir mér í raun ekkert í daglegu lífi. Kemur fyrir ef ég er búin að hlaupa mikið og mikið af stefnubreytingum, þá finn ég þetta. Ég þarf svolítið að bíða og vona að ég vakni einn daginn og þetta sé farið.“ Karólína Lea hafði sett sér markmið að ná að spila nokkrar mínútur gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu en um var að ræða síðasta leik Bayern á árinu. „Það var magnað, var ekkert smá gaman. Stolt að hafa loksins náð þessu. Ég kom inn á eins og ég veit ekki hvað, var svo spennt að ég náði varla að snerta boltann. Það er bara hægt að byggja ofan á það og vonandi næ ég bara að sýna mitt besta form á næsta tímabili,“ sagði Karólína Lea að endingu. Fótbolti Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
„Ég myndi segja að það væri smá í það. Rosalega skemmtilegt að vera komin aftur og vonandi kemst ég sem fyrst í mitt besta form. Eins og ég segi, þetta eru krónísk meiðsli og ekki mikið af 100 prósent lausnum sem virka. Þetta er ekki eins og einver hnémeiðsli eða brotið bein, rosalega erfitt að komast í rétta meðferð,“ sagði Karólína Lea aðspurð hvort hún væri að nálgast sitt gamla form en þessi lunkni sóknarþenkjandi miðjumaður ræddi við Stöð 2 og Vísi nýverið. „Í rauninni ekki, ég var alltaf að fara spila þessa leiki. Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) vissi alveg stöðuna og það vissu allir af þessu. þannig nei ég sé ekki eftir því að hafa keyrt mig í gegnum EM. Sé bara eftir því að hafa ekki komist upp úr riðlinum og fengið fleiri leiki.“ „Ég ætla ekkert að gefast upp. Vonandi vakna ég einn daginn og finn ekki fyrir þessu en þetta háir mér í raun ekkert í daglegu lífi. Kemur fyrir ef ég er búin að hlaupa mikið og mikið af stefnubreytingum, þá finn ég þetta. Ég þarf svolítið að bíða og vona að ég vakni einn daginn og þetta sé farið.“ Karólína Lea hafði sett sér markmið að ná að spila nokkrar mínútur gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu en um var að ræða síðasta leik Bayern á árinu. „Það var magnað, var ekkert smá gaman. Stolt að hafa loksins náð þessu. Ég kom inn á eins og ég veit ekki hvað, var svo spennt að ég náði varla að snerta boltann. Það er bara hægt að byggja ofan á það og vonandi næ ég bara að sýna mitt besta form á næsta tímabili,“ sagði Karólína Lea að endingu.
Fótbolti Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira