„Ég ætla ekkert að gefast upp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. desember 2022 20:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var frábær á EM síðasta sumar en missti af leikjum Íslands í undankeppni HM vegna meiðslanna sem eru að hrjá hana. Alex Pantling/Getty Images Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, ein af okkar efnilegustu knattspyrnukonum, er loks byrjuð að spila á ný eftir löng og erfið meiðsli. Hún spilar með þýska stórveldinu Bayern München og bíður spennt eftir að fá að sanna sig. „Ég myndi segja að það væri smá í það. Rosalega skemmtilegt að vera komin aftur og vonandi kemst ég sem fyrst í mitt besta form. Eins og ég segi, þetta eru krónísk meiðsli og ekki mikið af 100 prósent lausnum sem virka. Þetta er ekki eins og einver hnémeiðsli eða brotið bein, rosalega erfitt að komast í rétta meðferð,“ sagði Karólína Lea aðspurð hvort hún væri að nálgast sitt gamla form en þessi lunkni sóknarþenkjandi miðjumaður ræddi við Stöð 2 og Vísi nýverið. „Í rauninni ekki, ég var alltaf að fara spila þessa leiki. Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) vissi alveg stöðuna og það vissu allir af þessu. þannig nei ég sé ekki eftir því að hafa keyrt mig í gegnum EM. Sé bara eftir því að hafa ekki komist upp úr riðlinum og fengið fleiri leiki.“ „Ég ætla ekkert að gefast upp. Vonandi vakna ég einn daginn og finn ekki fyrir þessu en þetta háir mér í raun ekkert í daglegu lífi. Kemur fyrir ef ég er búin að hlaupa mikið og mikið af stefnubreytingum, þá finn ég þetta. Ég þarf svolítið að bíða og vona að ég vakni einn daginn og þetta sé farið.“ Karólína Lea hafði sett sér markmið að ná að spila nokkrar mínútur gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu en um var að ræða síðasta leik Bayern á árinu. „Það var magnað, var ekkert smá gaman. Stolt að hafa loksins náð þessu. Ég kom inn á eins og ég veit ekki hvað, var svo spennt að ég náði varla að snerta boltann. Það er bara hægt að byggja ofan á það og vonandi næ ég bara að sýna mitt besta form á næsta tímabili,“ sagði Karólína Lea að endingu. Fótbolti Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira
„Ég myndi segja að það væri smá í það. Rosalega skemmtilegt að vera komin aftur og vonandi kemst ég sem fyrst í mitt besta form. Eins og ég segi, þetta eru krónísk meiðsli og ekki mikið af 100 prósent lausnum sem virka. Þetta er ekki eins og einver hnémeiðsli eða brotið bein, rosalega erfitt að komast í rétta meðferð,“ sagði Karólína Lea aðspurð hvort hún væri að nálgast sitt gamla form en þessi lunkni sóknarþenkjandi miðjumaður ræddi við Stöð 2 og Vísi nýverið. „Í rauninni ekki, ég var alltaf að fara spila þessa leiki. Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) vissi alveg stöðuna og það vissu allir af þessu. þannig nei ég sé ekki eftir því að hafa keyrt mig í gegnum EM. Sé bara eftir því að hafa ekki komist upp úr riðlinum og fengið fleiri leiki.“ „Ég ætla ekkert að gefast upp. Vonandi vakna ég einn daginn og finn ekki fyrir þessu en þetta háir mér í raun ekkert í daglegu lífi. Kemur fyrir ef ég er búin að hlaupa mikið og mikið af stefnubreytingum, þá finn ég þetta. Ég þarf svolítið að bíða og vona að ég vakni einn daginn og þetta sé farið.“ Karólína Lea hafði sett sér markmið að ná að spila nokkrar mínútur gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu en um var að ræða síðasta leik Bayern á árinu. „Það var magnað, var ekkert smá gaman. Stolt að hafa loksins náð þessu. Ég kom inn á eins og ég veit ekki hvað, var svo spennt að ég náði varla að snerta boltann. Það er bara hægt að byggja ofan á það og vonandi næ ég bara að sýna mitt besta form á næsta tímabili,“ sagði Karólína Lea að endingu.
Fótbolti Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira