Mikil tilhlökkun fyrir nýjum miðbæ á Höfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. desember 2022 21:05 Nýi miðbærinn á Höfn verður glæsilegur í alla staði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil eftirvænting er hjá íbúum á Höfn í Hornafirði fyrir nýjum miðbæ, sem er nú búið að teikna upp og er verið að undirbúa að byggja. Nýi miðbærinn verður í gömlum stíl líkt og miðbærinn á Selfossi. Fyrstu drög og teikningar af nýja miðbænum liggja nú fyrir en það er Skinney Þinganes, sem stendur á baki verkefninu í samstarfi við Batteríið arkitekta en sú stofa hannaði meðal annars nýja miðbæinn á Selfossi. „Já, hann verður glæsilegur og að mörgu leyti svipar honum til nýja miðbæjarins á Selfossi. Að vísu erum við ekki að endurgera gömul hús en húsin verða mjög fjölbreytt og brotin upp bæði með litum og formi, þannig að við erum mjög spennt hérna fyrir næstu árum,“ segir Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar aðspurður um nýja miðbæinn. En hvenær gætu framkvæmdir hafist við nýja miðbæinn? „Ætli björtustu vonir geri ekki ráð fyrir því að fyrsti hluti verði tekin í gagnið eftir tvö til þrjú ár.Þetta er mjög mikil framkvæmd, sem kostar mikið. Þetta er stórt svæði, sem á að taka undir öll þessi nýju hús en við erum svo heppin að við eigum öflug fyrirtæki, sem eru tilbúin að fjárfesta hér í heimabyggð í innviðum og við fögnum því,“ bætir Sigurjón við. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í nýja miðbænum verða íbúðir, verslanir og mathöll svo eitthvað sé nefnt. Sveitarfélagið þarf ekki að kaupa upp nein hús eða byggingar þar sem miðbærinn mun rísa, því flestar bygginganna eru í eigu Skinneyjar-Þinganes og uppbyggingarsvæðið er á þeirra athafnasvæði. Einhver hús eins og gamlir braggar munu fá að standa. Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Fyrstu drög og teikningar af nýja miðbænum liggja nú fyrir en það er Skinney Þinganes, sem stendur á baki verkefninu í samstarfi við Batteríið arkitekta en sú stofa hannaði meðal annars nýja miðbæinn á Selfossi. „Já, hann verður glæsilegur og að mörgu leyti svipar honum til nýja miðbæjarins á Selfossi. Að vísu erum við ekki að endurgera gömul hús en húsin verða mjög fjölbreytt og brotin upp bæði með litum og formi, þannig að við erum mjög spennt hérna fyrir næstu árum,“ segir Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar aðspurður um nýja miðbæinn. En hvenær gætu framkvæmdir hafist við nýja miðbæinn? „Ætli björtustu vonir geri ekki ráð fyrir því að fyrsti hluti verði tekin í gagnið eftir tvö til þrjú ár.Þetta er mjög mikil framkvæmd, sem kostar mikið. Þetta er stórt svæði, sem á að taka undir öll þessi nýju hús en við erum svo heppin að við eigum öflug fyrirtæki, sem eru tilbúin að fjárfesta hér í heimabyggð í innviðum og við fögnum því,“ bætir Sigurjón við. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í nýja miðbænum verða íbúðir, verslanir og mathöll svo eitthvað sé nefnt. Sveitarfélagið þarf ekki að kaupa upp nein hús eða byggingar þar sem miðbærinn mun rísa, því flestar bygginganna eru í eigu Skinneyjar-Þinganes og uppbyggingarsvæðið er á þeirra athafnasvæði. Einhver hús eins og gamlir braggar munu fá að standa.
Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira