Óvissustigi Almannavarna lýst yfir: Útilokar hvorki brennur né flugelda Árni Sæberg skrifar 30. desember 2022 17:52 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnasvið ríkislögreglustjóra. Vísir Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi Almannavarna í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, vegna óveðurs sem hefst í nótt. Yfirlögregluþjónn segir þó ekki útséð um að unnt verði að halda áramótabrennur annað kvöld. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að von sé á austan og suðaustan hvassvirði eða hríð sem hefjist um eittleytið í nótt. Búast megi við skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og að nauðsynlegt sé að fylgjast með veðurspám og færð á vegum. Þá segir að veður verði orðið skaplegt um hádegi á gamlársdag en þó sé gott að hafa í huga að á miðnætti á gamlárskvöld fari veðrið að minna á sig á ný. Samkvæmt spám verði veður vont á nýársnótt. Samráðsfundur Almannavarna með viðbragðsaðilum um land allt var haldinn í dag. Þar var farið yfir stöðuna og mögulegt viðbragð, þar sem miklar líkur eru á veðrið muni hafa verulega áhrif á samgöngur á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Þá verða aðgerðarstjórnir þeirra svæða sem veðurspáin spáir versta veðri virkjaðar í nótt sem og samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Víðir hefur minnstar áhyggjur af brennum og flugeldum Rætt var við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann útilokar ekki að hægt verði að halda brennur og skjóta upp flugeldum annað kvöld. Það er ekkert útilokað. Lögregla, slökkvilið og yfirvöld á hverjum stað taka ákvörðun um það upp úr hádegi á morgun. Viðmið að kveikja í brennum er tíu metrar á sekúndu, við sjáum hvernig það verður annað kvöld, en flugeldarnir þola nú miklu meira en það. Við höfum mestar áhyggjur af þessum samgöngumálum í fyrramálið,“ segir hann. Hann segir að úrkoma í nótt og vindur sem fylgi henni muni gera það að verkum að erfitt verði að halda mikilvægum samgönguleiðum opnum á morgun. Vonast til að ferðaþjónustan miðli upplýsingum Víðir segir að búast megi við því að björgunarsveitir muni standa í ströngu á morgun við að bjarga ferðalöngum. Þó hafi allar leiðir sem standa til boða til að dreifa upplýsingum verið nýttar. „Við treystum bara á að ferðaþjónustufyrirtækin miðli áfram upplýsingum til sinna viðskiptavina. Hvort sem það eru bílaleigur, rútufyrirtæki, gististaðir eða annað. Að allir séu vel upplýstir um hvað sé í vændum á morgun svo að enginn lendi í vandræðum á morgun,“ segir hann. Fréttin hefur verið uppfærð. Almannavarnir Veður Áramót Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun á morgun og Vegagerðin í viðbragðsstöðu Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan sjö á gamlársmorgun á Suðurlandi og gular viðaranir verða víða í gildi á morgun. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut í nótt. 30. desember 2022 17:29 Seinka öllu flugi í Keflavík á morgun Öllum flugferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli verður seinkað á morgun, gamlársdag, vegna veðurs. Útlit er fyrir erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ í fyrramálið. 30. desember 2022 14:18 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að von sé á austan og suðaustan hvassvirði eða hríð sem hefjist um eittleytið í nótt. Búast megi við skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og að nauðsynlegt sé að fylgjast með veðurspám og færð á vegum. Þá segir að veður verði orðið skaplegt um hádegi á gamlársdag en þó sé gott að hafa í huga að á miðnætti á gamlárskvöld fari veðrið að minna á sig á ný. Samkvæmt spám verði veður vont á nýársnótt. Samráðsfundur Almannavarna með viðbragðsaðilum um land allt var haldinn í dag. Þar var farið yfir stöðuna og mögulegt viðbragð, þar sem miklar líkur eru á veðrið muni hafa verulega áhrif á samgöngur á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Þá verða aðgerðarstjórnir þeirra svæða sem veðurspáin spáir versta veðri virkjaðar í nótt sem og samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Víðir hefur minnstar áhyggjur af brennum og flugeldum Rætt var við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann útilokar ekki að hægt verði að halda brennur og skjóta upp flugeldum annað kvöld. Það er ekkert útilokað. Lögregla, slökkvilið og yfirvöld á hverjum stað taka ákvörðun um það upp úr hádegi á morgun. Viðmið að kveikja í brennum er tíu metrar á sekúndu, við sjáum hvernig það verður annað kvöld, en flugeldarnir þola nú miklu meira en það. Við höfum mestar áhyggjur af þessum samgöngumálum í fyrramálið,“ segir hann. Hann segir að úrkoma í nótt og vindur sem fylgi henni muni gera það að verkum að erfitt verði að halda mikilvægum samgönguleiðum opnum á morgun. Vonast til að ferðaþjónustan miðli upplýsingum Víðir segir að búast megi við því að björgunarsveitir muni standa í ströngu á morgun við að bjarga ferðalöngum. Þó hafi allar leiðir sem standa til boða til að dreifa upplýsingum verið nýttar. „Við treystum bara á að ferðaþjónustufyrirtækin miðli áfram upplýsingum til sinna viðskiptavina. Hvort sem það eru bílaleigur, rútufyrirtæki, gististaðir eða annað. Að allir séu vel upplýstir um hvað sé í vændum á morgun svo að enginn lendi í vandræðum á morgun,“ segir hann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Almannavarnir Veður Áramót Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun á morgun og Vegagerðin í viðbragðsstöðu Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan sjö á gamlársmorgun á Suðurlandi og gular viðaranir verða víða í gildi á morgun. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut í nótt. 30. desember 2022 17:29 Seinka öllu flugi í Keflavík á morgun Öllum flugferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli verður seinkað á morgun, gamlársdag, vegna veðurs. Útlit er fyrir erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ í fyrramálið. 30. desember 2022 14:18 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Appelsínugul viðvörun á morgun og Vegagerðin í viðbragðsstöðu Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan sjö á gamlársmorgun á Suðurlandi og gular viðaranir verða víða í gildi á morgun. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut í nótt. 30. desember 2022 17:29
Seinka öllu flugi í Keflavík á morgun Öllum flugferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli verður seinkað á morgun, gamlársdag, vegna veðurs. Útlit er fyrir erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ í fyrramálið. 30. desember 2022 14:18