Yfirrabbíninn í Moskvu hvetur gyðinga til að flýja Rússland Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2022 08:36 Pinchas Goldschmidt neitaði að lýsa yfir stuðningi við innrás Rússa í Úkraínu og flúði land. Getty/Sven Hoppe Rabbíninn Pinchas Goldschmidt hefur hvatt gyðinga búsetta í Rússlandi til að yfirgefa landið á meðan þeir geta. Hann segist óttast að þeir verði gerðir að blórabögglum fyrir þeim erfiðleikum sem Rússland stendur frammi fyrir vegna innrásarinnar í Úkraínu. Goldschmidt var yfirrabbíninn í Moskvu en flúði Rússland eftir að hafa neitað að lýsa yfir stuðningi við innrásina. Í samtali við Guardian segir hann söguna hafa kennt gyðingum að þegar ógn steðjar að hinu pólitíska kerfi í Rússlandi vegna óánægju og reiði almennings, þá freisti ráðamenn þess að beina henni í áttinni að gyðingum. Þetta hafi bæði gerst þegar keisaraveldið leið undir lok og valdatíð Stalíns. „Við erum að horfa upp á aukna gyðingaandúð á sama tíma og Rússland er að hverfa aftur í átt að nýjum Sovétríkjum og smám saman er járntjaldið aftur að fara upp. Þetta er ástæða þess að ég tel best fyrir rússneska gyðinga að yfirgefa landið,“ segir Goldschmidt. Hann segir ástæðu þess að hann hafi flúið land þá að samfélagsleiðtogar hafi verið undir þrýstingi að lýsa yfir stuðningi við innrásina. Þeir sem hefðu ekki gert það hefðu sætt hefndaraðgerðum. Samkvæmt manntali frá árinu 1926 bjuggu 2,6 milljónir gyðinga í Sovétríkjunum það árið, þar af 59 prósent í Úkraínu. Í dag telja gyðingar aðeins 165 þúsund af 145 milljón íbúum Rússlands. Goldschmidt telur að 25 til 30 prósent gyðinga í Rússlandi hafi þegar flúið land eða hyggist flýja land. Það sé hins vegar orðið erfiðara að komast frá landinu, meðal annars vegna ferðabanna sem önnur ríki hafa komið á til að refsa Rússum fyrir innrásina. Rabbíninn telur stórt hlutfall þeirra sem hafa yfirgefið Rússland samfélagsleiðtoga, menntafólk og listamenn. Þessi spekileki muni koma illa niður á rússnesku samfélagi. Stór hluti gyðinga í Úkraínu hafi einnig flúið land og leitað skjóls í Þýskalandi, Austurríki og Rúmeníu. Hér má finna viðtal Guardian við Goldschmidt. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mannréttindi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Goldschmidt var yfirrabbíninn í Moskvu en flúði Rússland eftir að hafa neitað að lýsa yfir stuðningi við innrásina. Í samtali við Guardian segir hann söguna hafa kennt gyðingum að þegar ógn steðjar að hinu pólitíska kerfi í Rússlandi vegna óánægju og reiði almennings, þá freisti ráðamenn þess að beina henni í áttinni að gyðingum. Þetta hafi bæði gerst þegar keisaraveldið leið undir lok og valdatíð Stalíns. „Við erum að horfa upp á aukna gyðingaandúð á sama tíma og Rússland er að hverfa aftur í átt að nýjum Sovétríkjum og smám saman er járntjaldið aftur að fara upp. Þetta er ástæða þess að ég tel best fyrir rússneska gyðinga að yfirgefa landið,“ segir Goldschmidt. Hann segir ástæðu þess að hann hafi flúið land þá að samfélagsleiðtogar hafi verið undir þrýstingi að lýsa yfir stuðningi við innrásina. Þeir sem hefðu ekki gert það hefðu sætt hefndaraðgerðum. Samkvæmt manntali frá árinu 1926 bjuggu 2,6 milljónir gyðinga í Sovétríkjunum það árið, þar af 59 prósent í Úkraínu. Í dag telja gyðingar aðeins 165 þúsund af 145 milljón íbúum Rússlands. Goldschmidt telur að 25 til 30 prósent gyðinga í Rússlandi hafi þegar flúið land eða hyggist flýja land. Það sé hins vegar orðið erfiðara að komast frá landinu, meðal annars vegna ferðabanna sem önnur ríki hafa komið á til að refsa Rússum fyrir innrásina. Rabbíninn telur stórt hlutfall þeirra sem hafa yfirgefið Rússland samfélagsleiðtoga, menntafólk og listamenn. Þessi spekileki muni koma illa niður á rússnesku samfélagi. Stór hluti gyðinga í Úkraínu hafi einnig flúið land og leitað skjóls í Þýskalandi, Austurríki og Rúmeníu. Hér má finna viðtal Guardian við Goldschmidt.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mannréttindi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira