Gerwyn Price vann öruggan 4-1 sigur gegn Portúgalanum José de Sousa, en Jonny Clayton þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn nýliðanum Josh Rock. Clayton reyndist þó sterkari þegar á reyndi og vann að lokum 4-3 sigur.
CLAYTON KO's ROCK!👊
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2022
Jonny Clayton comes from behind to dump out Josh Rock and reach his first World Championship quarter-final!
An incredible display of finishing from The Ferret!#WCDarts | R4
📺 https://t.co/37DNuuKDBM pic.twitter.com/VQAIPdtknZ
Þá fóru einnig fram seinustu viðureignir 32-manna úrslita mótsins fyrr í dag og í kvöld. Þar stóð upp úr fyrsta viðureign kvöldsins þegar Dirk van Duijvenbode mætti Ross Smith.
Leikurinn fór alla leið í sjöunda sett og þar þrufti að framlengja. Vinna þarf seinasta settið með tveimur leggjum til að tryggja sér sigur, en þegar það tókst ekki og staðan var orðin 5-5 í leggjum talið þurfti að grípa til bráðabana.
Það var að lokum hollendingurinn Van Duijvenbode sem bar sigur úr býtum, 4-3, og er því á leið í 16-manna úrslit þar sem hann mætir landa sínum Michael van Gerwen á morgun.
Úrslit kvöldsins
Dirk van Duijvenbode 4-3 Ross Smith
Rob Cross 4-1 Mervyn King
Dave Chisnall 2-4 Stephen Bunting
Luke Humphries 4-3 Vincent van der Voort
Gerwyn Price 4-1 José de Sousa
Jonny Clayton 4-3 Josh Rock