Pelé er látinn Árni Sæberg skrifar 29. desember 2022 19:05 Pelé er látinn. Vísir/Getty Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er látinn. Pelé, sem er af mörgum talinn einn sá besti sem leikið hefur knattspyrnu, lést í dag. Hann varð 82 ára gamall. Joe Fraga, umboðsmaður hans, staðfestir fregnir af andláti hans, að því er segir í frétt AP. Pelé, sem hét réttu nafni Edson Arantes do Nascimento, hafði legið á spítala um nokkurt skeið vegna margvíslegra meina. Hann undirgekkst aðgerð vegna ristilkrabbameins í fyrra. Eins og áður segir er Pelé af mörgum talinn einn af allra bestu knattspyrnumönnum sögunnar. Hann er sagður hafa skorað 1.281 mark í 1.363 leikjum á 21 árs löngum ferli, þar af 77 mörk í 92 leikjum fyrir brasilíska landsliðið. Hann er enn markahæsti leikmaður Brasilíu frá upphafi, en Neymar er þó búinn að jafna metið. Pelé er einnig eini leikmaðurinn í sögunni sem hefur unnið til þriggja heimsmeistaratitla í knattspyrnu. Þann fyrsta vann hann árið 1958, þá aðeins 17 ára gamall. Hann varð svo aftur heimsmeistari 1962 og 1970. Árið 2000 var Pelé svo útnefndur knattspyrnumaður aldarinnar af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Pelé hafði sem áður segir verið að berjast við ristilkrabbamein sem var fjarlægt á síðasta ári. Hann var svo fluttur á sjúkrahús fyrr í þessum mánuði og heilsu hans fór skyndilega að hraka. Sjálfur vildi Pelé þó gera sem minnst úr veikindum sínum og bað hann og dóttir hans fólk að örvænta ekki. Hann var svo lagður aftur inn á sjúkrahús rétt fyrir jól eftir að heilsunni fór að hraka hratt skyndilega á ný. Pelé skilur eftir sig eiginkonu og sjö börn. Brasilía Fótbolti Andlát Andlát Pele Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Sjá meira
Pelé, sem er af mörgum talinn einn sá besti sem leikið hefur knattspyrnu, lést í dag. Hann varð 82 ára gamall. Joe Fraga, umboðsmaður hans, staðfestir fregnir af andláti hans, að því er segir í frétt AP. Pelé, sem hét réttu nafni Edson Arantes do Nascimento, hafði legið á spítala um nokkurt skeið vegna margvíslegra meina. Hann undirgekkst aðgerð vegna ristilkrabbameins í fyrra. Eins og áður segir er Pelé af mörgum talinn einn af allra bestu knattspyrnumönnum sögunnar. Hann er sagður hafa skorað 1.281 mark í 1.363 leikjum á 21 árs löngum ferli, þar af 77 mörk í 92 leikjum fyrir brasilíska landsliðið. Hann er enn markahæsti leikmaður Brasilíu frá upphafi, en Neymar er þó búinn að jafna metið. Pelé er einnig eini leikmaðurinn í sögunni sem hefur unnið til þriggja heimsmeistaratitla í knattspyrnu. Þann fyrsta vann hann árið 1958, þá aðeins 17 ára gamall. Hann varð svo aftur heimsmeistari 1962 og 1970. Árið 2000 var Pelé svo útnefndur knattspyrnumaður aldarinnar af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Pelé hafði sem áður segir verið að berjast við ristilkrabbamein sem var fjarlægt á síðasta ári. Hann var svo fluttur á sjúkrahús fyrr í þessum mánuði og heilsu hans fór skyndilega að hraka. Sjálfur vildi Pelé þó gera sem minnst úr veikindum sínum og bað hann og dóttir hans fólk að örvænta ekki. Hann var svo lagður aftur inn á sjúkrahús rétt fyrir jól eftir að heilsunni fór að hraka hratt skyndilega á ný. Pelé skilur eftir sig eiginkonu og sjö börn.
Brasilía Fótbolti Andlát Andlát Pele Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Sjá meira