Gallaðir flugeldar valda stórum hluta flugeldaslysa Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. desember 2022 13:01 Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku hvetur fólk til að styrkja björgunarsveitir með öðrum hætti en flugeldakaupum. Vísir Árlega leita ríflega tuttugu manns á bráðamóttöku höfuðborgarsvæðisins vegna flugeldanotkunar. Í fjórum af hverjum tíu tilvikum voru vísbendingar um galla í flugeldum. Yfirlæknir bráðamóttöku hvetur fólk til að styrkja björgunarsveitir á annan máta en kaupa flugelda. Alls leituðu tvö hundruð fjörutíu og átta manns á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslysa á árunum 2010 til 2022. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Björn V. Ólafsson læknanemi og Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku gerðu og birtist í síðasta Læknablaði. „Á hverju ári kemur að meðaltali um tuttugu og einn á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslysa en af heildarfjöldanum eru sex sem slasast á augum. Þá má búast við að um einn hljóti varanlegt heilsutjón,“ segir Hjalti. Hjalti segir að í hópnum séu ávallt eitt barn á leikskólaaldri. „Langalgengast er að leikskólabörnin slasist því þeim er rétt stjörnuljós. Við þurfum að passa en betur upp á börnin okkar hvað þetta varðar,“ segir hann. Kvenþjóðin skynsamari Karlar eru í meirihluta þeirra sem slasast af völdum flugelda eða um 73%. Hjalti hvetur karla til að gæta betur að sér. „Það virðist vera að kvenþjóðin sé skynsamari í þessu og fari varlegar. Þannig að við þurfum sérstaklega að hvetja til varúðar hvað varðar flugeldanotkun karlmanna,“ segir hann. Í fjórum af hverjum tíu tilvikum virtust slysin verða vegna galla í flugeldum. „Þannig að það er eitthvað sem þarf að athuga með gæði þessarar vöru einnig,“ segir Hjalti. Slysin líka vegna mikillar áfengisnotkunar Hjalti vill draga úr almennri notkun flugelda um áramót en týnir einnig fleira til. „Ég aðhyllist það að við drögum úr flugeldanotkun og förum varlega. Bæði er þessi slysatíðni áhyggjuefni en það er heldur ekki hægt að horfa fram hjá því að þessari flugeldanotkun fylgir gríðarleg losun af skaðlegum efnum sem eru slæm fyrir heilsuna alla og náttúruna alla. Þannig að ég vil hvetja landsmenn til að styrkja sínar björgunarsveitir með öðrum hætti í ár en að kaupa flugelda. Ég vil þó benda á að hluti af því að fólk endar á bráðamóttöku um áramót eins og önnur skemmtanakvöld er hreinlega áfengisneysla og slys og ofbeldi sem henni geta fylgt,“ segir Hjalti. Flugeldar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrettán hlutu varanlegt heilsutjón vegna flugeldaslysa á rúmum áratug Tuttugu og einn einstaklingur þarf að meðaltali að leita á bráðamóttöku á hverju ári vegna flugeldaslysa og er þar af að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri. Rannsakendur segja vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun flugelda auk þess sem efla þurfi forvarnarstarf en slys vegna flugeldanotkunar séu umtalsvert vandamál hér á landi. 8. desember 2022 14:37 Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Alls leituðu tvö hundruð fjörutíu og átta manns á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslysa á árunum 2010 til 2022. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Björn V. Ólafsson læknanemi og Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku gerðu og birtist í síðasta Læknablaði. „Á hverju ári kemur að meðaltali um tuttugu og einn á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslysa en af heildarfjöldanum eru sex sem slasast á augum. Þá má búast við að um einn hljóti varanlegt heilsutjón,“ segir Hjalti. Hjalti segir að í hópnum séu ávallt eitt barn á leikskólaaldri. „Langalgengast er að leikskólabörnin slasist því þeim er rétt stjörnuljós. Við þurfum að passa en betur upp á börnin okkar hvað þetta varðar,“ segir hann. Kvenþjóðin skynsamari Karlar eru í meirihluta þeirra sem slasast af völdum flugelda eða um 73%. Hjalti hvetur karla til að gæta betur að sér. „Það virðist vera að kvenþjóðin sé skynsamari í þessu og fari varlegar. Þannig að við þurfum sérstaklega að hvetja til varúðar hvað varðar flugeldanotkun karlmanna,“ segir hann. Í fjórum af hverjum tíu tilvikum virtust slysin verða vegna galla í flugeldum. „Þannig að það er eitthvað sem þarf að athuga með gæði þessarar vöru einnig,“ segir Hjalti. Slysin líka vegna mikillar áfengisnotkunar Hjalti vill draga úr almennri notkun flugelda um áramót en týnir einnig fleira til. „Ég aðhyllist það að við drögum úr flugeldanotkun og förum varlega. Bæði er þessi slysatíðni áhyggjuefni en það er heldur ekki hægt að horfa fram hjá því að þessari flugeldanotkun fylgir gríðarleg losun af skaðlegum efnum sem eru slæm fyrir heilsuna alla og náttúruna alla. Þannig að ég vil hvetja landsmenn til að styrkja sínar björgunarsveitir með öðrum hætti í ár en að kaupa flugelda. Ég vil þó benda á að hluti af því að fólk endar á bráðamóttöku um áramót eins og önnur skemmtanakvöld er hreinlega áfengisneysla og slys og ofbeldi sem henni geta fylgt,“ segir Hjalti.
Flugeldar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrettán hlutu varanlegt heilsutjón vegna flugeldaslysa á rúmum áratug Tuttugu og einn einstaklingur þarf að meðaltali að leita á bráðamóttöku á hverju ári vegna flugeldaslysa og er þar af að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri. Rannsakendur segja vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun flugelda auk þess sem efla þurfi forvarnarstarf en slys vegna flugeldanotkunar séu umtalsvert vandamál hér á landi. 8. desember 2022 14:37 Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Þrettán hlutu varanlegt heilsutjón vegna flugeldaslysa á rúmum áratug Tuttugu og einn einstaklingur þarf að meðaltali að leita á bráðamóttöku á hverju ári vegna flugeldaslysa og er þar af að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri. Rannsakendur segja vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun flugelda auk þess sem efla þurfi forvarnarstarf en slys vegna flugeldanotkunar séu umtalsvert vandamál hér á landi. 8. desember 2022 14:37
Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54