Leggja til úrbætur á mótvægisaðgerðum vegna Teigsskógar Sigurður Orri Kristjánsson og Kjartan Kjartansson skrifa 29. desember 2022 11:36 Byrjað var að ryðja Teigsskóg við Þorskafjörð undir vegaframkvæmdir í sumar. Lengi hafði verið deilt um leiðarvalið. Vísir/Arnar Fastanefnd Bernarsamningsins svokallaða vill að íslensk stjórnvöld bæti áætlanir um mótvægisaðgerðir vegna umhverfisáhrifa vegaframkvæmda í Teigsskógi. Framkvæmdastjóri Landverndar segir vinnubrögð stjórnvalda ekki hafa verið fagleg. Ísland gerðist aðili að Bernarsamningnum árið 1993 en samningurinn fjallar um verndun líffræðilegrar fjölbreytni í Evrópu og hvernig megi finna leiðir til þess að vernda bæði dýrategundir innan álfunar sem og vistkerfin sem þau þrífast í. Deilt hefur verið um leiðarval við endurnýjun Vestfjarðar um tveggja áratuga skeið. Á endanum var leið um Teigsskóg við Þorskafjörð valin og var byrjað að ryðja skóginn undir veginn í sumar. Landvernd og Fuglavernd kvörtuðu undan framkvæmdinni til fastanefndarinnar árið 2017 en fulltrúar hennar skoðuðu málið fyrr en nú í haust. Niðurstaða úttektarinnar var meðal annars að þó að gripið hafi verið til ýmis konar mótvægisaðgerða vegna framkvæmdanna, þar á meðal vegna forminja og gróðurs, þá lægi hvorki ítarleg áætlun um þær fyrir né áhættumat eða varaáætlun. Það hafi verið meiriháttar áhætta að hefja framkvæmdirnar í sumar án þess að slíkar áætlanir væru til staðar, sérstaklega þar sem mat hafi ekki verið lagt á verndunarstöðu dýrategunda og búsvæða við Breiðafjörð. Tækifæri fyrir stjórnvöld til að gera betur Fastanefndin beindi tilmælum til úrbóta í níu liðum til íslenskra stjórnvalda á grundvelli úttektarinnar í byrjun þessa mánaðar. Tilmælin snúast flest um að stjórnvöld taki mótvægisaðgerðir og vöktun fastari tökum að höfðu samráði við alla hagsmunaaðila. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir stjórnvöld eiga að fara að tilmælum samningsins. Þau séu tækifæri fyrir stjórnvöld, sérstaklega Vegagerðina og umhverfisráðuneytið, að gera hlutina betur. Þau hafi ekki haft fagleg vinnubrögð, langtímahugsjón eða hagsmuni náttúrunnar að leiðarljósi. „Það eru þarna tilmæli sem sýna að náttúra Íslands hefur ekki verið stórt atriði við ákvarðanatöku um veglagningu á Íslandi og þarna er Bernarsamningurinn að leggja til leiðir til þess að bæta úr því. Þannig að við lendum ekki í því aftur að það taki sautján ár að leggja ákveðinn veg og það snúist einfaldlega bara eins og okkur virðist um einhverja þrjósku að það verði að fara ákveðna leið en leiðir sem hafa minni áhrif á umhverfið eru ekki upp á borðinu,“ segir hún. Auk mótvægisaðgerðanna í Teigsskógi beindi fastanefndin þeim tilmælum til stjórnvalda að styrkja vernd Breiðafjarðarsvæðisins jafnvel þó að það verði ekki fyrir beinum áhrifum af vegaframkvæmdunum, þar á meðal með því að efla lög um friðun fjarðarins frá árinu 1995. „Þetta er núna friðað með sérlögum en Bernarsamningurinn beinir þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að þau efli þá friðun mjög mikið,“ segir Auður. Teigsskógur Umhverfismál Reykhólahreppur Vegagerð Skipulag Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira
Ísland gerðist aðili að Bernarsamningnum árið 1993 en samningurinn fjallar um verndun líffræðilegrar fjölbreytni í Evrópu og hvernig megi finna leiðir til þess að vernda bæði dýrategundir innan álfunar sem og vistkerfin sem þau þrífast í. Deilt hefur verið um leiðarval við endurnýjun Vestfjarðar um tveggja áratuga skeið. Á endanum var leið um Teigsskóg við Þorskafjörð valin og var byrjað að ryðja skóginn undir veginn í sumar. Landvernd og Fuglavernd kvörtuðu undan framkvæmdinni til fastanefndarinnar árið 2017 en fulltrúar hennar skoðuðu málið fyrr en nú í haust. Niðurstaða úttektarinnar var meðal annars að þó að gripið hafi verið til ýmis konar mótvægisaðgerða vegna framkvæmdanna, þar á meðal vegna forminja og gróðurs, þá lægi hvorki ítarleg áætlun um þær fyrir né áhættumat eða varaáætlun. Það hafi verið meiriháttar áhætta að hefja framkvæmdirnar í sumar án þess að slíkar áætlanir væru til staðar, sérstaklega þar sem mat hafi ekki verið lagt á verndunarstöðu dýrategunda og búsvæða við Breiðafjörð. Tækifæri fyrir stjórnvöld til að gera betur Fastanefndin beindi tilmælum til úrbóta í níu liðum til íslenskra stjórnvalda á grundvelli úttektarinnar í byrjun þessa mánaðar. Tilmælin snúast flest um að stjórnvöld taki mótvægisaðgerðir og vöktun fastari tökum að höfðu samráði við alla hagsmunaaðila. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir stjórnvöld eiga að fara að tilmælum samningsins. Þau séu tækifæri fyrir stjórnvöld, sérstaklega Vegagerðina og umhverfisráðuneytið, að gera hlutina betur. Þau hafi ekki haft fagleg vinnubrögð, langtímahugsjón eða hagsmuni náttúrunnar að leiðarljósi. „Það eru þarna tilmæli sem sýna að náttúra Íslands hefur ekki verið stórt atriði við ákvarðanatöku um veglagningu á Íslandi og þarna er Bernarsamningurinn að leggja til leiðir til þess að bæta úr því. Þannig að við lendum ekki í því aftur að það taki sautján ár að leggja ákveðinn veg og það snúist einfaldlega bara eins og okkur virðist um einhverja þrjósku að það verði að fara ákveðna leið en leiðir sem hafa minni áhrif á umhverfið eru ekki upp á borðinu,“ segir hún. Auk mótvægisaðgerðanna í Teigsskógi beindi fastanefndin þeim tilmælum til stjórnvalda að styrkja vernd Breiðafjarðarsvæðisins jafnvel þó að það verði ekki fyrir beinum áhrifum af vegaframkvæmdunum, þar á meðal með því að efla lög um friðun fjarðarins frá árinu 1995. „Þetta er núna friðað með sérlögum en Bernarsamningurinn beinir þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að þau efli þá friðun mjög mikið,“ segir Auður.
Teigsskógur Umhverfismál Reykhólahreppur Vegagerð Skipulag Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira