Víkingar bjóða upp á rafræna flugelda í samvinnu við Dýrfinnu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2022 15:31 Víkingar munu bjóða fólki upp á rafræna flugelda í ár. Vísir/Samsett Íþróttafélagið Víkingur býður upp á rafræna flugelda í samvinnu við Dýrfinnu um áramótin. Frá þessu er greint á vefsíðu Víkings. Á vef Víkings er farið yfir hvað felst í rafrænum flugeldum en líkt og mörg önnur íþróttafélög selur Víkingur flugelda sem hluta af fjáröflun félagsins. „Töluvert er um Víkinga sem vilja styðja félagið en hafa ekki áhuga á að kaupa flugelda. Þannig kom hugmyndin upp um „Áramótaskot“ – samstarfsverkefni Dýrfinnu og Víkings.“ Knattspyrnudeild Víkings og @Dyrfinnais bjóða upp á rafræna flugelda og þú færð í staðinn fallega kveðju í tölvupósti frá krúttlegum dýrum úr hverfinu okkar.Allur ágóði af sölunni skiptist jafnt á milli Dýrfinnu og Víkings.https://t.co/g9pyNepRd4— Víkingur (@vikingurfc) December 28, 2022 „Því miður týnast flest dýr yfir hátíðirnar og eru oftast týnd í lengri tíma, meðal annars vegna hræðslu við flugelda og myrkrið hjálpar ekki við leit. Áramótin 2021-22 týndust tólf hundar á gamlársdag og þökk sé Dýrfinnu og sjálfboðaliðum þeirra komust þeir allir heim til sín. Hugsum um velferð dýranna okkar og gerum ráðstafanir til að sporna við því að dýrin týnast.“ Dýrfinna eru félagasamtök sem hjálpar týndum gæludýrum og eigendum þeirra, til dæmis með því að fara og lesa af örmerki dýra sem líklega eru týnd og standa að fræðslu til að bæta réttar skráningar á dýrum í landlæga gagnagrunna. Dýrfinna er að þróa smáforrit til að skrá gæludýr, finna týnd dýr og veita upplýsingar um ábyrgt gæludýrahald. Smáforritið mun auðvelda fólki að skrá dýrin sín, auglýsa þau týnd og athuga hvort laus dýr í hverfinu hafi verið auglýst týnd. Víkingur og Dýrfinna munu deila tekjunum af rafrænu flugeldunum sem kallast „Áramótaskot.“ Félagið býður þó einnig upp á hefðbundna flugelda sem kallaðir eru nöfnum sem fólk þekkir frá fótboltavellinum. Má þar nefna „Sláarskot,“„Stangarskot“ og þar fram eftir götunum. Markmiðið með „Áramótaskotinu“ er að búa til valkost fyrir það stuðningsfólk Víkings sem ekki hefur áhuga á að kaupa flugelda en vill samt styrkja félagið og um leið gott málefni. Flugeldar Áramót Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Á vef Víkings er farið yfir hvað felst í rafrænum flugeldum en líkt og mörg önnur íþróttafélög selur Víkingur flugelda sem hluta af fjáröflun félagsins. „Töluvert er um Víkinga sem vilja styðja félagið en hafa ekki áhuga á að kaupa flugelda. Þannig kom hugmyndin upp um „Áramótaskot“ – samstarfsverkefni Dýrfinnu og Víkings.“ Knattspyrnudeild Víkings og @Dyrfinnais bjóða upp á rafræna flugelda og þú færð í staðinn fallega kveðju í tölvupósti frá krúttlegum dýrum úr hverfinu okkar.Allur ágóði af sölunni skiptist jafnt á milli Dýrfinnu og Víkings.https://t.co/g9pyNepRd4— Víkingur (@vikingurfc) December 28, 2022 „Því miður týnast flest dýr yfir hátíðirnar og eru oftast týnd í lengri tíma, meðal annars vegna hræðslu við flugelda og myrkrið hjálpar ekki við leit. Áramótin 2021-22 týndust tólf hundar á gamlársdag og þökk sé Dýrfinnu og sjálfboðaliðum þeirra komust þeir allir heim til sín. Hugsum um velferð dýranna okkar og gerum ráðstafanir til að sporna við því að dýrin týnast.“ Dýrfinna eru félagasamtök sem hjálpar týndum gæludýrum og eigendum þeirra, til dæmis með því að fara og lesa af örmerki dýra sem líklega eru týnd og standa að fræðslu til að bæta réttar skráningar á dýrum í landlæga gagnagrunna. Dýrfinna er að þróa smáforrit til að skrá gæludýr, finna týnd dýr og veita upplýsingar um ábyrgt gæludýrahald. Smáforritið mun auðvelda fólki að skrá dýrin sín, auglýsa þau týnd og athuga hvort laus dýr í hverfinu hafi verið auglýst týnd. Víkingur og Dýrfinna munu deila tekjunum af rafrænu flugeldunum sem kallast „Áramótaskot.“ Félagið býður þó einnig upp á hefðbundna flugelda sem kallaðir eru nöfnum sem fólk þekkir frá fótboltavellinum. Má þar nefna „Sláarskot,“„Stangarskot“ og þar fram eftir götunum. Markmiðið með „Áramótaskotinu“ er að búa til valkost fyrir það stuðningsfólk Víkings sem ekki hefur áhuga á að kaupa flugelda en vill samt styrkja félagið og um leið gott málefni.
Flugeldar Áramót Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira