Bjarni Ben gúgglaður þrettán hundruð sinnum á mánuði Bjarki Sigurðsson skrifar 27. desember 2022 14:04 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, var enn og aftur einn af mest gúggluðu Íslendingunum á árinu. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var gúgglaður að meðaltali þrettán hundruð sinnum á mánuði árið 2022. Elísabet heitin Bretlandsdrottning sló honum hins vegar rækilega við í september þegar hún var gúggluð 27 þúsund sinnum. Þetta kemur fram í gögnum sem auglýsingastofan Sahara tók saman yfir netleitir Íslendinga árið 2022. Á þeim gögnum sést vel hversu hratt það breytist hvað fólk leitar að. Það má segja að Íslendingar fái „æði“ fyrir nokkrum hlutum í gegnum árið til skemmri tíma. Drykkurinn Prime sem fjallað hefur verið um hér á Vísi kom fyrst í verslanir vestanhafs í janúar á þessu ári. Það var þó ekki fyrr en nú í desember sem hann var loks fáanlegur á Íslandi og sést það vel á gúggli Íslendinga. Frá því í janúar og fram til júlímánaðar var drykkurinn gúgglaður sirka fimm hundruð sinnum á mánuði. Síðan frá og með ágúst hafa vinsældirnar aukist jafn og þétt og náðu leitirnar hámarki sínu í október þegar leitað var að honum þrjú þúsund sinnum. Ekki er búið að gefa út gögn um leitir í desember og má búast við því að þær hafi rokið upp þá. Þrátt fyrir að það virki eins og ár og öld sé síðan leikurinn Wordle var sem vinsælastur þá var það í febrúar á þessu ári. Bæði þá og í mars var leitað að leiknum 110 þúsund sinnum. Þá var HM í fótbolta gúgglað rúmlega sextíu þúsund sinnum í nóvember. Af þáttaröðum var það Dahmer þar sem fjallað er um raðmorðingjann Jeffrey Dahmer sem var gúggluð hvað mest. 33 þúsund manns gúggluðu nafn hans bæði í september og október. Alltaf þykir það jafn vinsælt að gúggla stjórnmálamenn og kemur fram í gögnum Sahara að Bjarni Ben sé að venju einn sá allra mest gúgglaði. Árið í ár var engin undantekning og var Bjarni gúgglaður þrettán hundruð sinnum á mánuði. Í nóvember þegar sjálfstæðismenn kusu milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í formannskosningum jókst leit að Bjarna um 85 prósent. Aukning í leitum að Guðlaugi nam 125 prósentum. Vísir ítrekar að um óformlega samantekt er að ræða hjá Sahara, og er henni ekki ætlað að standa sem tæmandi listi yfir leitarsögu Íslendinga á árinu. Google Fréttir ársins 2022 Mest lesið Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Fleiri fréttir Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Sjá meira
Þetta kemur fram í gögnum sem auglýsingastofan Sahara tók saman yfir netleitir Íslendinga árið 2022. Á þeim gögnum sést vel hversu hratt það breytist hvað fólk leitar að. Það má segja að Íslendingar fái „æði“ fyrir nokkrum hlutum í gegnum árið til skemmri tíma. Drykkurinn Prime sem fjallað hefur verið um hér á Vísi kom fyrst í verslanir vestanhafs í janúar á þessu ári. Það var þó ekki fyrr en nú í desember sem hann var loks fáanlegur á Íslandi og sést það vel á gúggli Íslendinga. Frá því í janúar og fram til júlímánaðar var drykkurinn gúgglaður sirka fimm hundruð sinnum á mánuði. Síðan frá og með ágúst hafa vinsældirnar aukist jafn og þétt og náðu leitirnar hámarki sínu í október þegar leitað var að honum þrjú þúsund sinnum. Ekki er búið að gefa út gögn um leitir í desember og má búast við því að þær hafi rokið upp þá. Þrátt fyrir að það virki eins og ár og öld sé síðan leikurinn Wordle var sem vinsælastur þá var það í febrúar á þessu ári. Bæði þá og í mars var leitað að leiknum 110 þúsund sinnum. Þá var HM í fótbolta gúgglað rúmlega sextíu þúsund sinnum í nóvember. Af þáttaröðum var það Dahmer þar sem fjallað er um raðmorðingjann Jeffrey Dahmer sem var gúggluð hvað mest. 33 þúsund manns gúggluðu nafn hans bæði í september og október. Alltaf þykir það jafn vinsælt að gúggla stjórnmálamenn og kemur fram í gögnum Sahara að Bjarni Ben sé að venju einn sá allra mest gúgglaði. Árið í ár var engin undantekning og var Bjarni gúgglaður þrettán hundruð sinnum á mánuði. Í nóvember þegar sjálfstæðismenn kusu milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í formannskosningum jókst leit að Bjarna um 85 prósent. Aukning í leitum að Guðlaugi nam 125 prósentum. Vísir ítrekar að um óformlega samantekt er að ræða hjá Sahara, og er henni ekki ætlað að standa sem tæmandi listi yfir leitarsögu Íslendinga á árinu.
Google Fréttir ársins 2022 Mest lesið Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Fleiri fréttir Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Sjá meira