Siðmennt fær 68 milljónir í sóknargjöld á næsta ári Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2022 12:12 Inga Auðbjörg K. Straumland og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands. Inga segir Þjóðkirkjuna fá gríðarlega mikið fé til sinnar starfsemi, rúma tvo milljarða í sóknargjöld auk 4,2 milljarða til að reka Biskupsstofu. Hörð hagsmunabarátta Þjóðkirkjunnar á hækkun sóknargjalda hefur hins vegar eflt hag Siðmenntar sem fær 68 milljónir í sóknargjöld á næsta ári. vísir/Baldur/aðsend Siðmennt fær samkvæmt lauslegum útreikningum formannsins um 68 milljónir króna í sóknargjöld á næsta ári. Inga Auðbjörg K. Straumland formaður Siðmenntar segir þetta alltof mikið og til komið vegna grjótharðrar hagsmunabaráttu Þjóðkirkjunnar. Hún ætlar samt að þiggja fjármunina. Inga Auðbjörg hefur gagnrýnt Agnesi M. Sigurðardóttur biskup Íslands harðlega vegna orða sem féllu í jólapredikun biskups í Grafarvogskirkju um hátíðarnar. „Guð birtist hér á jörð í barninu Jesú. Það er ekki vinsælt að nefna nafnið hans í opinberri umræðu. Það hefur verið þöggun í gangi varðandi Guð kristinna manna. Spurt var hvort samhengi væri milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki mætti lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins,“ sagði biskup meðal annars í ræðu sinni. Óskiljanlegur barlómur biskups Inga Auðbjörg telur þessi ummæli verulega ósmekkleg, að biskup vilji gera sig að fórnarlambi standist enga skoðun sé litið til forréttindastöðu hennar og Þjóðkirkjunnar. „Forstjóri ríkisstofnunar sem fær tæplega 7 milljarða í styrki frá ríkinu og 80 klukkustundir af ókeypis áróðri í ríkisútvarpinu, kvartar yfir þöggun,“ segir Inga Auðbjörg í tilefni þessara orða. Inga Auðbjörg var gestur í útvarpsþættinum Bítið nú í morgun þar sem hún fór nánar í saumana á þessu máli. Þar sagði hún meðal annars að sóknargjöldin væru alltof há; „við fáum allt of mikil sóknargjöld. Það er alltaf verið að hækka þau og við höfum mótmælt því. Hún var spurð seinna í þættinum hversu mikið það væri sem Siðmennt fær á næsta ári í gegnum það fyrirkomulag? „Ég held ég hafi verið að að reikna það út að það væri eitthvað í kringum 68 milljónir. En það var bara ég á vasareikninum. Var ekki verið að hækka það í 1.900 krónur sirka á mánuði á persónu?“ spurði Inga. Framlag til Siðmenntar í kjölsogi hagsmunabaráttu Þjóðkirkjunnar Ef til vill má það heita gráglettni örlaganna en rekja má þetta rausnarlega framlag til Siðmenntar til harðrar hagsmunabaráttu sem Þjóðkirkjan rekur fyrir sig; Siðmennt fylgir með í kjölsoginu. „Þetta er vegna þess að kirkjan lobbíar mjög hart á hverju ári fyrir fjárlögin. Þeim finnst einhvern veginn að sú lækkun sem þau tóku á sig í hruninu hafi ekki verið greidd til baka. Þetta er hægt að rekja í umsögnum sem Kirkjan sendi frá sér.“ segir Inga Að sögn Ingu fær Þjóðkirkjan rúma 2 milljarða í sóknargjöld á næsta ári. En ofan á það fær kirkjan 4,2 milljarða til að reka Biskupsstofu sem eru laun presta um allt land. „Við ætlum að þiggja þetta meðan það er kaka til skiptanna. Við getum þá notað þessa peninga til að niðurgreiða þjónustuna sem við bjóðum uppá fyrir okkar félaga. Því við erum náttúrlega ekki með hundrað starfsmenn á launaskrá ríkisins um allt land til að gifta, nefna og allt það.“ Trúmál Þjóðkirkjan Grunnskólar Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Bítið Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Inga Auðbjörg hefur gagnrýnt Agnesi M. Sigurðardóttur biskup Íslands harðlega vegna orða sem féllu í jólapredikun biskups í Grafarvogskirkju um hátíðarnar. „Guð birtist hér á jörð í barninu Jesú. Það er ekki vinsælt að nefna nafnið hans í opinberri umræðu. Það hefur verið þöggun í gangi varðandi Guð kristinna manna. Spurt var hvort samhengi væri milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki mætti lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins,“ sagði biskup meðal annars í ræðu sinni. Óskiljanlegur barlómur biskups Inga Auðbjörg telur þessi ummæli verulega ósmekkleg, að biskup vilji gera sig að fórnarlambi standist enga skoðun sé litið til forréttindastöðu hennar og Þjóðkirkjunnar. „Forstjóri ríkisstofnunar sem fær tæplega 7 milljarða í styrki frá ríkinu og 80 klukkustundir af ókeypis áróðri í ríkisútvarpinu, kvartar yfir þöggun,“ segir Inga Auðbjörg í tilefni þessara orða. Inga Auðbjörg var gestur í útvarpsþættinum Bítið nú í morgun þar sem hún fór nánar í saumana á þessu máli. Þar sagði hún meðal annars að sóknargjöldin væru alltof há; „við fáum allt of mikil sóknargjöld. Það er alltaf verið að hækka þau og við höfum mótmælt því. Hún var spurð seinna í þættinum hversu mikið það væri sem Siðmennt fær á næsta ári í gegnum það fyrirkomulag? „Ég held ég hafi verið að að reikna það út að það væri eitthvað í kringum 68 milljónir. En það var bara ég á vasareikninum. Var ekki verið að hækka það í 1.900 krónur sirka á mánuði á persónu?“ spurði Inga. Framlag til Siðmenntar í kjölsogi hagsmunabaráttu Þjóðkirkjunnar Ef til vill má það heita gráglettni örlaganna en rekja má þetta rausnarlega framlag til Siðmenntar til harðrar hagsmunabaráttu sem Þjóðkirkjan rekur fyrir sig; Siðmennt fylgir með í kjölsoginu. „Þetta er vegna þess að kirkjan lobbíar mjög hart á hverju ári fyrir fjárlögin. Þeim finnst einhvern veginn að sú lækkun sem þau tóku á sig í hruninu hafi ekki verið greidd til baka. Þetta er hægt að rekja í umsögnum sem Kirkjan sendi frá sér.“ segir Inga Að sögn Ingu fær Þjóðkirkjan rúma 2 milljarða í sóknargjöld á næsta ári. En ofan á það fær kirkjan 4,2 milljarða til að reka Biskupsstofu sem eru laun presta um allt land. „Við ætlum að þiggja þetta meðan það er kaka til skiptanna. Við getum þá notað þessa peninga til að niðurgreiða þjónustuna sem við bjóðum uppá fyrir okkar félaga. Því við erum náttúrlega ekki með hundrað starfsmenn á launaskrá ríkisins um allt land til að gifta, nefna og allt það.“
Trúmál Þjóðkirkjan Grunnskólar Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Bítið Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira