Newcastle heldur áfram að blómstra | Wolves úr neðsta sæti eftir sigurmark í uppbótartíma Andri Már Eggertsson skrifar 26. desember 2022 17:30 Miguel Almírón hefur spilað afar vel á tímabilinu og skorað níu mörk Vísir/Getty Fimm af átta leikjum í ensku úrvalsdeildinni er lokið á öðrum degi jóla. Heimavöllurinn gaf lítið sem ekki neitt þar sem fjórir leikir enduðu með sigri á útivelli og fyrsti leikur dagsins endaði með jafntefli. Newcastle vann sannfærandi 0-3 útisigur á Leicester. Í síðustu ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni hefur Newcastle unnið níu leiki og gert tvö jafntefli. Miguel Almirón, leikmaður Newcastle hefur spilað afar vel á leiktíðinni undir stjórn Eddie Howe. Almírón skoraði í dag sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni en Almirón hefur tekið þátt í öllum sextán leikjum Newcastle. Á síðustu fjórum tímabilum hefur Miguel Almirón leikið 110 leiki og skorað í þeim níu mörk líkt og honum hefur tekist í sextán leikjum á þessu tímabili. 9 - Miguel Almirón has scored nine goals in 16 Premier League games this season, as many as he’d scored in his previous four campaigns in the competition combined (9 in 110 apps). Surge. pic.twitter.com/LtcFRIpjMf— OptaJoe (@OptaJoe) December 26, 2022 Fulham vann 0-3 sigur á Crystal Palace sem var tveimur færri í tæplega þrjátíu og þrjár mínútur þar sem James Tomkins og Tyrick Mitchell, leikmenn Crystal Palace, fengu báðir rautt spjald. Bobby Reid kom Fulham yfir þegar jafnt var í liðum en eftir að Crystal Palace var aðeins með níu leikmenn á vellinum bætti Tim Ream og Aleksandar Mitrovic við öðru og þriðja marki Fulham. Þetta var í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni sem Crystal Palace missir tvo leikmenn af velli með rautt spjald í sama leiknum That wasn't very Christmassy.#BBCFootball #CRYFUL pic.twitter.com/xppXBtuWkQ— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2022 Wolves vann ótrúlegan 1-2 útisigur á Goodison Park gegn Everton. Yerry Mina kom heimamönnum yfir en Daniel Podence jafnaði fyrir gestina og jafnt var í hálfleik. Það benti allt til þess að leikurinn myndi enda með jafntefli en Rayan Aït Nouri reyndist hetja Wolves er hann skoraði í uppbótartíma og tryggði Wolves stigin þrjú. Southampton tapaði 1-3 gegn Brighton sem komst þremur mörkum yfir en James Ward Prowse minnkaði muninn en nær komust dýrlingarnir ekki. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira
Newcastle vann sannfærandi 0-3 útisigur á Leicester. Í síðustu ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni hefur Newcastle unnið níu leiki og gert tvö jafntefli. Miguel Almirón, leikmaður Newcastle hefur spilað afar vel á leiktíðinni undir stjórn Eddie Howe. Almírón skoraði í dag sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni en Almirón hefur tekið þátt í öllum sextán leikjum Newcastle. Á síðustu fjórum tímabilum hefur Miguel Almirón leikið 110 leiki og skorað í þeim níu mörk líkt og honum hefur tekist í sextán leikjum á þessu tímabili. 9 - Miguel Almirón has scored nine goals in 16 Premier League games this season, as many as he’d scored in his previous four campaigns in the competition combined (9 in 110 apps). Surge. pic.twitter.com/LtcFRIpjMf— OptaJoe (@OptaJoe) December 26, 2022 Fulham vann 0-3 sigur á Crystal Palace sem var tveimur færri í tæplega þrjátíu og þrjár mínútur þar sem James Tomkins og Tyrick Mitchell, leikmenn Crystal Palace, fengu báðir rautt spjald. Bobby Reid kom Fulham yfir þegar jafnt var í liðum en eftir að Crystal Palace var aðeins með níu leikmenn á vellinum bætti Tim Ream og Aleksandar Mitrovic við öðru og þriðja marki Fulham. Þetta var í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni sem Crystal Palace missir tvo leikmenn af velli með rautt spjald í sama leiknum That wasn't very Christmassy.#BBCFootball #CRYFUL pic.twitter.com/xppXBtuWkQ— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2022 Wolves vann ótrúlegan 1-2 útisigur á Goodison Park gegn Everton. Yerry Mina kom heimamönnum yfir en Daniel Podence jafnaði fyrir gestina og jafnt var í hálfleik. Það benti allt til þess að leikurinn myndi enda með jafntefli en Rayan Aït Nouri reyndist hetja Wolves er hann skoraði í uppbótartíma og tryggði Wolves stigin þrjú. Southampton tapaði 1-3 gegn Brighton sem komst þremur mörkum yfir en James Ward Prowse minnkaði muninn en nær komust dýrlingarnir ekki.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira