Ráðherrar gjafmildir rétt fyrir jól Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2022 11:05 Ráðherrar úthluta jafnan fjárstyrkjum í aðdraganda jóla. Vísir/Vilhelm Ráðherrar ríkisstjórnarinnar veittu ýmsum samtökum og stofnunum fjárstyrki rétt fyrir jól. Forsætisráðuneytið veitti sex samtökum samtals sex milljónir í styrk og matvælaráðherra úthlutaði 47 milljónum króna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð, Kvennaathvarfinu, Rótinni, sem meðal annars rekur Konukot, Sigurhæðum og Stígamótum fjárstyrk, eina milljón til hverrar stofnunar, alls um sex milljónir króna. Markmið fjárstyrksins er að styrkja starfsemi sem styður við þolendur ofbeldis og konur í viðkvæmri stöðu. Þrjú verkefni hlutu styrk úr Glókolli, sjóðs á vegum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Háskólafélag Suðurlands hlaut 250 þúsund króna styrk, Rata, fræðsluvettvangur fyrir börn, fékk 500 þúsund króna styrk og verkefnið Gott að heyra fékk 250 þúsund krónur í styrk. 47 milljónir úr matvælaráðuneytinu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra úthlutaði rúmum 47 milljónir til verkefna í þágu kvenna, eins og fram kemur hjá Stjórnarráðinu. Kvennaathvarfið fékk mest, tæpar tuttugu milljónir. Þá hlutu Rótin, Menntasjóður mæðrastyrksnefndar og menningar- og minningarsjóður kvenna 7,5 milljón hvert. Samtökin Sigurhæðir, Samtök kvenna af erlendum uppruna og verkefnið Stelpur rokka fengu tvær milljónir í fjárstyrk. Heilbrigðisráðherra tilkynnti um viðbótarframlög til kaups á tækjabúnaði í bráðaþjónustu á heilsugæslustöðvum fyrr í vikunni. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að verja 215 milljónum af fjárlögum næsta árs í verkefnið en úthlutunin kemur til viðbótar tæpum 114 milljónum sem úthlutað var til heilbrigðisstofnana fyrr á þessu ári. Þá skrifaði Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, undir 40 milljón króna samning vegna verkefnisins Safetravel. Markmið verkefnisins er að styrkja öryggismál og slysavarnir ferðamanna. Hún undirritaði einnig þjónustusamning við Staðlaráð, upp á 100 milljónir króna, sem felur í sér 43 prósentu hækkun frá árinu sem nú er að líða. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð, Kvennaathvarfinu, Rótinni, sem meðal annars rekur Konukot, Sigurhæðum og Stígamótum fjárstyrk, eina milljón til hverrar stofnunar, alls um sex milljónir króna. Markmið fjárstyrksins er að styrkja starfsemi sem styður við þolendur ofbeldis og konur í viðkvæmri stöðu. Þrjú verkefni hlutu styrk úr Glókolli, sjóðs á vegum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Háskólafélag Suðurlands hlaut 250 þúsund króna styrk, Rata, fræðsluvettvangur fyrir börn, fékk 500 þúsund króna styrk og verkefnið Gott að heyra fékk 250 þúsund krónur í styrk. 47 milljónir úr matvælaráðuneytinu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra úthlutaði rúmum 47 milljónir til verkefna í þágu kvenna, eins og fram kemur hjá Stjórnarráðinu. Kvennaathvarfið fékk mest, tæpar tuttugu milljónir. Þá hlutu Rótin, Menntasjóður mæðrastyrksnefndar og menningar- og minningarsjóður kvenna 7,5 milljón hvert. Samtökin Sigurhæðir, Samtök kvenna af erlendum uppruna og verkefnið Stelpur rokka fengu tvær milljónir í fjárstyrk. Heilbrigðisráðherra tilkynnti um viðbótarframlög til kaups á tækjabúnaði í bráðaþjónustu á heilsugæslustöðvum fyrr í vikunni. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að verja 215 milljónum af fjárlögum næsta árs í verkefnið en úthlutunin kemur til viðbótar tæpum 114 milljónum sem úthlutað var til heilbrigðisstofnana fyrr á þessu ári. Þá skrifaði Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, undir 40 milljón króna samning vegna verkefnisins Safetravel. Markmið verkefnisins er að styrkja öryggismál og slysavarnir ferðamanna. Hún undirritaði einnig þjónustusamning við Staðlaráð, upp á 100 milljónir króna, sem felur í sér 43 prósentu hækkun frá árinu sem nú er að líða.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent