Ráðherrar gjafmildir rétt fyrir jól Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2022 11:05 Ráðherrar úthluta jafnan fjárstyrkjum í aðdraganda jóla. Vísir/Vilhelm Ráðherrar ríkisstjórnarinnar veittu ýmsum samtökum og stofnunum fjárstyrki rétt fyrir jól. Forsætisráðuneytið veitti sex samtökum samtals sex milljónir í styrk og matvælaráðherra úthlutaði 47 milljónum króna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð, Kvennaathvarfinu, Rótinni, sem meðal annars rekur Konukot, Sigurhæðum og Stígamótum fjárstyrk, eina milljón til hverrar stofnunar, alls um sex milljónir króna. Markmið fjárstyrksins er að styrkja starfsemi sem styður við þolendur ofbeldis og konur í viðkvæmri stöðu. Þrjú verkefni hlutu styrk úr Glókolli, sjóðs á vegum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Háskólafélag Suðurlands hlaut 250 þúsund króna styrk, Rata, fræðsluvettvangur fyrir börn, fékk 500 þúsund króna styrk og verkefnið Gott að heyra fékk 250 þúsund krónur í styrk. 47 milljónir úr matvælaráðuneytinu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra úthlutaði rúmum 47 milljónir til verkefna í þágu kvenna, eins og fram kemur hjá Stjórnarráðinu. Kvennaathvarfið fékk mest, tæpar tuttugu milljónir. Þá hlutu Rótin, Menntasjóður mæðrastyrksnefndar og menningar- og minningarsjóður kvenna 7,5 milljón hvert. Samtökin Sigurhæðir, Samtök kvenna af erlendum uppruna og verkefnið Stelpur rokka fengu tvær milljónir í fjárstyrk. Heilbrigðisráðherra tilkynnti um viðbótarframlög til kaups á tækjabúnaði í bráðaþjónustu á heilsugæslustöðvum fyrr í vikunni. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að verja 215 milljónum af fjárlögum næsta árs í verkefnið en úthlutunin kemur til viðbótar tæpum 114 milljónum sem úthlutað var til heilbrigðisstofnana fyrr á þessu ári. Þá skrifaði Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, undir 40 milljón króna samning vegna verkefnisins Safetravel. Markmið verkefnisins er að styrkja öryggismál og slysavarnir ferðamanna. Hún undirritaði einnig þjónustusamning við Staðlaráð, upp á 100 milljónir króna, sem felur í sér 43 prósentu hækkun frá árinu sem nú er að líða. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð, Kvennaathvarfinu, Rótinni, sem meðal annars rekur Konukot, Sigurhæðum og Stígamótum fjárstyrk, eina milljón til hverrar stofnunar, alls um sex milljónir króna. Markmið fjárstyrksins er að styrkja starfsemi sem styður við þolendur ofbeldis og konur í viðkvæmri stöðu. Þrjú verkefni hlutu styrk úr Glókolli, sjóðs á vegum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Háskólafélag Suðurlands hlaut 250 þúsund króna styrk, Rata, fræðsluvettvangur fyrir börn, fékk 500 þúsund króna styrk og verkefnið Gott að heyra fékk 250 þúsund krónur í styrk. 47 milljónir úr matvælaráðuneytinu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra úthlutaði rúmum 47 milljónir til verkefna í þágu kvenna, eins og fram kemur hjá Stjórnarráðinu. Kvennaathvarfið fékk mest, tæpar tuttugu milljónir. Þá hlutu Rótin, Menntasjóður mæðrastyrksnefndar og menningar- og minningarsjóður kvenna 7,5 milljón hvert. Samtökin Sigurhæðir, Samtök kvenna af erlendum uppruna og verkefnið Stelpur rokka fengu tvær milljónir í fjárstyrk. Heilbrigðisráðherra tilkynnti um viðbótarframlög til kaups á tækjabúnaði í bráðaþjónustu á heilsugæslustöðvum fyrr í vikunni. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að verja 215 milljónum af fjárlögum næsta árs í verkefnið en úthlutunin kemur til viðbótar tæpum 114 milljónum sem úthlutað var til heilbrigðisstofnana fyrr á þessu ári. Þá skrifaði Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, undir 40 milljón króna samning vegna verkefnisins Safetravel. Markmið verkefnisins er að styrkja öryggismál og slysavarnir ferðamanna. Hún undirritaði einnig þjónustusamning við Staðlaráð, upp á 100 milljónir króna, sem felur í sér 43 prósentu hækkun frá árinu sem nú er að líða.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira