Lærði af reynslu síðasta móts og tók Óðinn með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. desember 2022 12:42 Guðmundur Guðmundsson er á leið með íslenska landsliðið á enn eitt stórmótið. vísir/hulda margrét Guðmundur Guðmundsson segir að það reynst erfitt að velja íslenska landsliðshópinn fyrir HM. Eftir reynslu síðasta móts ákvað hann að velja tvo hægri hornamenn. „Á bak við svona val er mikil. Auðvitað er ég búinn að skoða mjög mikið af leikjum hjá liðum hér á landi og úti um allan heim, sérstaklega þar sem maður er að velja á milli manna. Að baki þessu liggur mikil vinna og miklar pælingar,“ sagði Guðmundur við Stefán Árna Pálsson eftir blaðamannafundinn þar sem hann kynnti HM-hópinn. Öfugt við EM í byrjun þessa árs eru tveir hægri hornamenn í íslenska hópnum; Óðinn Þór Ríkharðsson og Sigvaldi Guðjónsson. Sá síðarnefndi spilaði nánast hverja einustu mínútu á EM og var meiddur í nokkra mánuði eftir mótið. En sá Guðmundur eftir því að hafa bara tekið einn hægri hornamann með á síðasta mót? „Já, að vissu leyti,“ svaraði Guðmundur. „Hugsunin þá var að hafa Teit [Örn Einarsson] inni og hann stóð sig mjög vel. Þetta þróaðist þannig að Sigvaldi spilaði svo vel í hverjum einasta leik. Það sem gerðist auðvitað á síðasta stórmóti var að við höfðum enga menn að menn að sækja. Við gátum ekki stækkað hópinn. Mig minnir að Óðinn hafi verið með Covid þannig ég gat ekki tekið hann á síðari stigum.“ Klippa: Viðtal við Guðmund um HM-hópinn Hákon Daði Styrmisson hafði betur í baráttunni við Stiven Tobar Valencia og Orra Frey Þorkelsson í valinu á öðrum vinstri hornamanni með Bjarka Má Elíssyni. Guðmundur segir að bæði Stiven og Orri hafi komið til greina í hópinn. „Já, algjörlega. Ég er búinn að sjá alla leikina með Val í Evrópukeppninni og séð Stiven standa sig vel þar. Orri gerði líka mjög vel með okkur á síðasta móti og hann var möguleiki,“ sagði Guðmundur sem er samt sáttur með valið sitt. „Hákon er búinn að spila frábærlega í þýsku úrvalsdeildinni, sterkustu deild í heimi, og er með sjötíu prósent skotnýtingu. Hann hefur komið inn í landsliðið og hefur staðið sig mjög vel.“ Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
„Á bak við svona val er mikil. Auðvitað er ég búinn að skoða mjög mikið af leikjum hjá liðum hér á landi og úti um allan heim, sérstaklega þar sem maður er að velja á milli manna. Að baki þessu liggur mikil vinna og miklar pælingar,“ sagði Guðmundur við Stefán Árna Pálsson eftir blaðamannafundinn þar sem hann kynnti HM-hópinn. Öfugt við EM í byrjun þessa árs eru tveir hægri hornamenn í íslenska hópnum; Óðinn Þór Ríkharðsson og Sigvaldi Guðjónsson. Sá síðarnefndi spilaði nánast hverja einustu mínútu á EM og var meiddur í nokkra mánuði eftir mótið. En sá Guðmundur eftir því að hafa bara tekið einn hægri hornamann með á síðasta mót? „Já, að vissu leyti,“ svaraði Guðmundur. „Hugsunin þá var að hafa Teit [Örn Einarsson] inni og hann stóð sig mjög vel. Þetta þróaðist þannig að Sigvaldi spilaði svo vel í hverjum einasta leik. Það sem gerðist auðvitað á síðasta stórmóti var að við höfðum enga menn að menn að sækja. Við gátum ekki stækkað hópinn. Mig minnir að Óðinn hafi verið með Covid þannig ég gat ekki tekið hann á síðari stigum.“ Klippa: Viðtal við Guðmund um HM-hópinn Hákon Daði Styrmisson hafði betur í baráttunni við Stiven Tobar Valencia og Orra Frey Þorkelsson í valinu á öðrum vinstri hornamanni með Bjarka Má Elíssyni. Guðmundur segir að bæði Stiven og Orri hafi komið til greina í hópinn. „Já, algjörlega. Ég er búinn að sjá alla leikina með Val í Evrópukeppninni og séð Stiven standa sig vel þar. Orri gerði líka mjög vel með okkur á síðasta móti og hann var möguleiki,“ sagði Guðmundur sem er samt sáttur með valið sitt. „Hákon er búinn að spila frábærlega í þýsku úrvalsdeildinni, sterkustu deild í heimi, og er með sjötíu prósent skotnýtingu. Hann hefur komið inn í landsliðið og hefur staðið sig mjög vel.“ Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira