Laus gegn tug milljarða tryggingu sakaður um söguleg fjársvik Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2022 11:42 Sam Bankman-Fried leiddur út úr dómshúsi á Manhattan í gær. Foreldrar hans veðsettu húsið sitt til þess að fá hann lausan gegn tryggingu. Hann verður með öklaband í stofufangelsi fram að réttarhöldunum í málinu gegn honum. AP/Julia Nikhinson Umdæmisdómstóll í New York féllst á að sleppa Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, úr varðhaldi gegn himinhárri tryggingu í gær. Saksóknari sakaði Bankman-Fried um að hafa framið fjársvik af sögulegri stærðargráðu. Bankman-Fried er ákærður fyrir fjársvik, peningaþvætti og ólögleg kosningaframlög. Hann var framseldur frá Bahamaeyjum, þar sem FTX var með höfuðstöðvar, til Bandaríkjanna á miðvikudag. Eftir að hann kom fyrir dómara í New York í gær gekk hann út úr dómshúsinu með foreldrunum sínum eftir að þeir féllust á að skrifa undir 250 milljón dollara tryggingu, jafnvirði tæpra 36 milljarða íslenskra króna. Foreldrar Bankman-Fried, sem er þrítugur, samþykktu einnig að halda honum í stofufangelsi heima hjá sér í Kaliforníu á meðan hann bíður réttarhalda. AP-fréttastofan segir að dómari hafi meðal annars fallist á að veita honum lausn gegn tryggingu vegna þess að hann samþykkti sjálfur að vera framseldur til heimalandsins. Nicolas Roos, saksóknari í málinu, sagðist telja að tryggingaféð væri það hæsta í alríkismáli til þessa. Hann sagði ennfremur að svikin sem Bankman-Fried hefði framið gegn fjárfestum og viðskiptavinum FTX væru af sögulegri stærðargráðu. Svikin sem Bankman-Fried er ákærður fyrir tengjast gjaldþroti FTX í síðasta mánuði. Hann er meðal annars sakaður um að hafa tekið milljarða dollara af innistæðum viðskiptavina kauphallarinnar, sem var sú þriðja stærsta sinnar tegundar í heiminum, til þess að halda vogunarsjóði sínum á floti. Tveir nánir samstarfsmenn hans hafa þegar játað sig seka um glæpi og vinna nú með saksóknurum að rannsókn málsins. Bankman-Fried á yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Hann hefur sjálfur neitað því að hafa brotið nokkuð af sér. Gjaldþrot FTX Rafmyntir Bandaríkin Tengdar fréttir Rafmyntamógúllinn fluttur með fangaflugi til New York Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, lenti í New York til að svara til saka í einu stærsta fjársvikamáli Bandaríkjanna í nótt eftir að hann var framseldur frá Bahamaeyjum. Tveir samstarfsmenn hans hafa þegar játað sig seka um glæpi. 22. desember 2022 08:39 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bankman-Fried er ákærður fyrir fjársvik, peningaþvætti og ólögleg kosningaframlög. Hann var framseldur frá Bahamaeyjum, þar sem FTX var með höfuðstöðvar, til Bandaríkjanna á miðvikudag. Eftir að hann kom fyrir dómara í New York í gær gekk hann út úr dómshúsinu með foreldrunum sínum eftir að þeir féllust á að skrifa undir 250 milljón dollara tryggingu, jafnvirði tæpra 36 milljarða íslenskra króna. Foreldrar Bankman-Fried, sem er þrítugur, samþykktu einnig að halda honum í stofufangelsi heima hjá sér í Kaliforníu á meðan hann bíður réttarhalda. AP-fréttastofan segir að dómari hafi meðal annars fallist á að veita honum lausn gegn tryggingu vegna þess að hann samþykkti sjálfur að vera framseldur til heimalandsins. Nicolas Roos, saksóknari í málinu, sagðist telja að tryggingaféð væri það hæsta í alríkismáli til þessa. Hann sagði ennfremur að svikin sem Bankman-Fried hefði framið gegn fjárfestum og viðskiptavinum FTX væru af sögulegri stærðargráðu. Svikin sem Bankman-Fried er ákærður fyrir tengjast gjaldþroti FTX í síðasta mánuði. Hann er meðal annars sakaður um að hafa tekið milljarða dollara af innistæðum viðskiptavina kauphallarinnar, sem var sú þriðja stærsta sinnar tegundar í heiminum, til þess að halda vogunarsjóði sínum á floti. Tveir nánir samstarfsmenn hans hafa þegar játað sig seka um glæpi og vinna nú með saksóknurum að rannsókn málsins. Bankman-Fried á yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Hann hefur sjálfur neitað því að hafa brotið nokkuð af sér.
Gjaldþrot FTX Rafmyntir Bandaríkin Tengdar fréttir Rafmyntamógúllinn fluttur með fangaflugi til New York Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, lenti í New York til að svara til saka í einu stærsta fjársvikamáli Bandaríkjanna í nótt eftir að hann var framseldur frá Bahamaeyjum. Tveir samstarfsmenn hans hafa þegar játað sig seka um glæpi. 22. desember 2022 08:39 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Rafmyntamógúllinn fluttur með fangaflugi til New York Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, lenti í New York til að svara til saka í einu stærsta fjársvikamáli Bandaríkjanna í nótt eftir að hann var framseldur frá Bahamaeyjum. Tveir samstarfsmenn hans hafa þegar játað sig seka um glæpi. 22. desember 2022 08:39