Laus gegn tug milljarða tryggingu sakaður um söguleg fjársvik Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2022 11:42 Sam Bankman-Fried leiddur út úr dómshúsi á Manhattan í gær. Foreldrar hans veðsettu húsið sitt til þess að fá hann lausan gegn tryggingu. Hann verður með öklaband í stofufangelsi fram að réttarhöldunum í málinu gegn honum. AP/Julia Nikhinson Umdæmisdómstóll í New York féllst á að sleppa Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, úr varðhaldi gegn himinhárri tryggingu í gær. Saksóknari sakaði Bankman-Fried um að hafa framið fjársvik af sögulegri stærðargráðu. Bankman-Fried er ákærður fyrir fjársvik, peningaþvætti og ólögleg kosningaframlög. Hann var framseldur frá Bahamaeyjum, þar sem FTX var með höfuðstöðvar, til Bandaríkjanna á miðvikudag. Eftir að hann kom fyrir dómara í New York í gær gekk hann út úr dómshúsinu með foreldrunum sínum eftir að þeir féllust á að skrifa undir 250 milljón dollara tryggingu, jafnvirði tæpra 36 milljarða íslenskra króna. Foreldrar Bankman-Fried, sem er þrítugur, samþykktu einnig að halda honum í stofufangelsi heima hjá sér í Kaliforníu á meðan hann bíður réttarhalda. AP-fréttastofan segir að dómari hafi meðal annars fallist á að veita honum lausn gegn tryggingu vegna þess að hann samþykkti sjálfur að vera framseldur til heimalandsins. Nicolas Roos, saksóknari í málinu, sagðist telja að tryggingaféð væri það hæsta í alríkismáli til þessa. Hann sagði ennfremur að svikin sem Bankman-Fried hefði framið gegn fjárfestum og viðskiptavinum FTX væru af sögulegri stærðargráðu. Svikin sem Bankman-Fried er ákærður fyrir tengjast gjaldþroti FTX í síðasta mánuði. Hann er meðal annars sakaður um að hafa tekið milljarða dollara af innistæðum viðskiptavina kauphallarinnar, sem var sú þriðja stærsta sinnar tegundar í heiminum, til þess að halda vogunarsjóði sínum á floti. Tveir nánir samstarfsmenn hans hafa þegar játað sig seka um glæpi og vinna nú með saksóknurum að rannsókn málsins. Bankman-Fried á yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Hann hefur sjálfur neitað því að hafa brotið nokkuð af sér. Gjaldþrot FTX Rafmyntir Bandaríkin Tengdar fréttir Rafmyntamógúllinn fluttur með fangaflugi til New York Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, lenti í New York til að svara til saka í einu stærsta fjársvikamáli Bandaríkjanna í nótt eftir að hann var framseldur frá Bahamaeyjum. Tveir samstarfsmenn hans hafa þegar játað sig seka um glæpi. 22. desember 2022 08:39 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bankman-Fried er ákærður fyrir fjársvik, peningaþvætti og ólögleg kosningaframlög. Hann var framseldur frá Bahamaeyjum, þar sem FTX var með höfuðstöðvar, til Bandaríkjanna á miðvikudag. Eftir að hann kom fyrir dómara í New York í gær gekk hann út úr dómshúsinu með foreldrunum sínum eftir að þeir féllust á að skrifa undir 250 milljón dollara tryggingu, jafnvirði tæpra 36 milljarða íslenskra króna. Foreldrar Bankman-Fried, sem er þrítugur, samþykktu einnig að halda honum í stofufangelsi heima hjá sér í Kaliforníu á meðan hann bíður réttarhalda. AP-fréttastofan segir að dómari hafi meðal annars fallist á að veita honum lausn gegn tryggingu vegna þess að hann samþykkti sjálfur að vera framseldur til heimalandsins. Nicolas Roos, saksóknari í málinu, sagðist telja að tryggingaféð væri það hæsta í alríkismáli til þessa. Hann sagði ennfremur að svikin sem Bankman-Fried hefði framið gegn fjárfestum og viðskiptavinum FTX væru af sögulegri stærðargráðu. Svikin sem Bankman-Fried er ákærður fyrir tengjast gjaldþroti FTX í síðasta mánuði. Hann er meðal annars sakaður um að hafa tekið milljarða dollara af innistæðum viðskiptavina kauphallarinnar, sem var sú þriðja stærsta sinnar tegundar í heiminum, til þess að halda vogunarsjóði sínum á floti. Tveir nánir samstarfsmenn hans hafa þegar játað sig seka um glæpi og vinna nú með saksóknurum að rannsókn málsins. Bankman-Fried á yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Hann hefur sjálfur neitað því að hafa brotið nokkuð af sér.
Gjaldþrot FTX Rafmyntir Bandaríkin Tengdar fréttir Rafmyntamógúllinn fluttur með fangaflugi til New York Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, lenti í New York til að svara til saka í einu stærsta fjársvikamáli Bandaríkjanna í nótt eftir að hann var framseldur frá Bahamaeyjum. Tveir samstarfsmenn hans hafa þegar játað sig seka um glæpi. 22. desember 2022 08:39 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rafmyntamógúllinn fluttur með fangaflugi til New York Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, lenti í New York til að svara til saka í einu stærsta fjársvikamáli Bandaríkjanna í nótt eftir að hann var framseldur frá Bahamaeyjum. Tveir samstarfsmenn hans hafa þegar játað sig seka um glæpi. 22. desember 2022 08:39
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent