Jólin eru hátíð barnanna Helga Þóra Helgadóttir skrifar 22. desember 2022 12:00 ‘Jólin eru hátíð barnanna’ er hugtak sem ég tengdi lítið við þangað til ég eignaðist mitt fyrsta barn. Þegar hún var ekki orðin tveggja ára skildu leiðir mín og pabba hennar. Tilveran fyrir „skilnaðarbarn” er ekki einföld. Tvö heimili, tvær fjölskyldur, tengslabrýr til þess að mynda upp á nýtt í hverri viku og síðan rjúfa þær í þeirri næstu. Færa sínar stoðir og traust á milli einstaklinga. Í mínum eyrum hljómar þetta eins og stórt verkefni fyrir lítið barn. Lítil orð eins og ég sakna þín geta verið skaðleg fyrir barn í þessum aðstæðum að heyra. Það stimplar inn samviskubiti hjá þeim að láta foreldrið hafa gengið í gegnum söknuð af því þau voru ekki hjá þeim, semsagt þeim að kenna. Sama gildir um endalaus símtöl til og frá, það hefur áhrif á tengslabrúnna sem þau þurfa að mynda sér við sitthvort foreldrið. Sérstaklega á yngri árum þegar þau hafa ekki enn fullkomin skilning á þessu. Það getur gert verra frekar enn betra. Það er margt í þessu ferli sem krefst lærdóms foreldra og við barnsfaðir minn höfum lukkulega verið samstíga frá degi eitt. Það vorum við sem ákváðum að slíta sambandi, ekki barnið okkar. Það er því okkar verkefni að gera hennar tilveru í flóknum aðstæðum sem besta. Jól og áramót geta verið erfiður tími fyrir fjölskyldur í þessum aðstæðum. Litla ljósið mitt er núna komin til kanarý með pabba sínum og hans stórfjölskyldu yfir jól og áramót. Hversu dásamlegt fyrir hana að upplifa? Ég mun líklega gráta úr mér augun á aðfangadag enn það er ekki hennar mál. Alveg eins þegar hún fór, ég rétt hélt niðri tárunum þangað til hún fór útum hurðina. Mín sorg og söknuður er ekki fyrir hana að hafa á samviskunni. Hvað þá þegar hún er á leiðinni í drauma sólarlandaferð með yndislegri föðurfjölskyldunni sinni. Við pabbi hennar erum ekki heppinn með okkar samvinnu og samstöðu í dag. Við höfum þurft að vinna fyrir henni, lesa okkur til, læra og ræða mikið saman til þess að skapa okkur öllum þetta umhverfi. Það má vera að við höfum ágæta tilfinningagreind enn samskipti og samvinna skipta bara öllu máli, barnsins vegna. Við erum einungis sammála um eitt og það er koma barninu okkar til manns og veita henni áhyggjulausa tilveru í þessu öllu saman. Ég myndi í grunninn halda að það væri markmið allra foreldra. Jólin eru hátíð barnanna, þau eru vansvefta af spenning yfir öllu þessu ævintýri. Leyfum þeim að eiga þessa gleði óspillta. Án samviskubits eða áhyggjum foreldra sinna, hvort þau verði ein og án þeirra. Þau eiga ekki að hafa neitt slíkt á samviskunni. Hugsum um þau og vöndum okkur, í einu og öllu. Stöndum saman þó við séum í sundur. Gleðileg jól! Höfundur er móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Börn og uppeldi Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
‘Jólin eru hátíð barnanna’ er hugtak sem ég tengdi lítið við þangað til ég eignaðist mitt fyrsta barn. Þegar hún var ekki orðin tveggja ára skildu leiðir mín og pabba hennar. Tilveran fyrir „skilnaðarbarn” er ekki einföld. Tvö heimili, tvær fjölskyldur, tengslabrýr til þess að mynda upp á nýtt í hverri viku og síðan rjúfa þær í þeirri næstu. Færa sínar stoðir og traust á milli einstaklinga. Í mínum eyrum hljómar þetta eins og stórt verkefni fyrir lítið barn. Lítil orð eins og ég sakna þín geta verið skaðleg fyrir barn í þessum aðstæðum að heyra. Það stimplar inn samviskubiti hjá þeim að láta foreldrið hafa gengið í gegnum söknuð af því þau voru ekki hjá þeim, semsagt þeim að kenna. Sama gildir um endalaus símtöl til og frá, það hefur áhrif á tengslabrúnna sem þau þurfa að mynda sér við sitthvort foreldrið. Sérstaklega á yngri árum þegar þau hafa ekki enn fullkomin skilning á þessu. Það getur gert verra frekar enn betra. Það er margt í þessu ferli sem krefst lærdóms foreldra og við barnsfaðir minn höfum lukkulega verið samstíga frá degi eitt. Það vorum við sem ákváðum að slíta sambandi, ekki barnið okkar. Það er því okkar verkefni að gera hennar tilveru í flóknum aðstæðum sem besta. Jól og áramót geta verið erfiður tími fyrir fjölskyldur í þessum aðstæðum. Litla ljósið mitt er núna komin til kanarý með pabba sínum og hans stórfjölskyldu yfir jól og áramót. Hversu dásamlegt fyrir hana að upplifa? Ég mun líklega gráta úr mér augun á aðfangadag enn það er ekki hennar mál. Alveg eins þegar hún fór, ég rétt hélt niðri tárunum þangað til hún fór útum hurðina. Mín sorg og söknuður er ekki fyrir hana að hafa á samviskunni. Hvað þá þegar hún er á leiðinni í drauma sólarlandaferð með yndislegri föðurfjölskyldunni sinni. Við pabbi hennar erum ekki heppinn með okkar samvinnu og samstöðu í dag. Við höfum þurft að vinna fyrir henni, lesa okkur til, læra og ræða mikið saman til þess að skapa okkur öllum þetta umhverfi. Það má vera að við höfum ágæta tilfinningagreind enn samskipti og samvinna skipta bara öllu máli, barnsins vegna. Við erum einungis sammála um eitt og það er koma barninu okkar til manns og veita henni áhyggjulausa tilveru í þessu öllu saman. Ég myndi í grunninn halda að það væri markmið allra foreldra. Jólin eru hátíð barnanna, þau eru vansvefta af spenning yfir öllu þessu ævintýri. Leyfum þeim að eiga þessa gleði óspillta. Án samviskubits eða áhyggjum foreldra sinna, hvort þau verði ein og án þeirra. Þau eiga ekki að hafa neitt slíkt á samviskunni. Hugsum um þau og vöndum okkur, í einu og öllu. Stöndum saman þó við séum í sundur. Gleðileg jól! Höfundur er móðir.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar