„Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist bara einu sinni“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. desember 2022 21:00 Wiktoria Joanna Ginter, stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Stöð 2 Stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telur augljóst að Fjölskylduhjálp á Reykjanesi hafi mismunað fólki og segir framkomu þeirra bæði ólöglega og viðbjóðslega. Samtökin krefjast þess að stjórn Fjölskylduhjálpar segi af sér og aðrir með manneskjulegri nálgun taki við. Í færslu sem Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ birti í gær sagði að byrjað yrði á Íslendingum við matarúthlutun og að erlendir ríkisborgarar með íslenskar kennitölur yrðu næstir. Þeirri færslu var eytt í morgun og önnur sett inn þar sem beðist var afsökunar. Margir sökuðu í kjölfarið Fjölskylduhjálp um að mismuna fólki á grundvelli þjóðernis. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á að um væri að ræða brot á 65. grein stjórnarskárinnar þar sem kveðið er á um að allir skulu vera jafnir fyrir lögum. Samtök kvenna af erlendum uppruna eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Fjölskylduhjálp harðlega. „Þetta var sjokk fyrir okkur vegna þess að fyrst og fremst þá er svona framkoma við útlendinga og fólk af erlendum uppruna á Íslandi er ólögleg, og svo er þetta bara frekar viðbjóðslegt,“ segir Wiktoria Joanna Ginter, stjórnarkona í samtökunum. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, neitaði fréttastofu um viðtal vegna málsins í dag en sjálfboðaliði sagði í hádegisfréttum að um misskilning hafi verið að ræða og að engin mismunun hafi átt sér stað. „Þetta er ekki misskilningur, við höldum að þetta sé viljandi og við þurfum að refsa fyrir þetta því þetta er ekki í boði í fjölmenningarsamfélagi,“ segir Wiktoria. „Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist einu sinni en við vitum alveg og við erum með gögn fyrir því að þetta er búið að ganga í minnsta kosti frá árinu 2010.“ Hún vísar þar í frétt frá árinu 2010 þar sem fram kom að Íslendingar hafi verið settir í eina röð en útlendingar í aðra. Fyrir tveimur árum kom síðan fyrrverandi sjálfboðaliði fram og sagði fólki hafa verið mismunað á grundvelli trúarbragða. „Við teljum að það besta sem getur gerst núna í þeirra horni er bara að stjórnin segir af sér. Þetta er ekki í frysta skiptið sem þetta gerist, þetta er ekki misskilningur, og þess vegna er tími fyrir aðra til að taka yfir og gera þetta manneskjulegt,“ segir Wiktoria. Hún bendir einnig á að mismunun eigi sér stað víðar og að samfélagið allt þurfi að vekja athygli þegar eitthvað þessu líkt kemur upp. Þá þurfi fleiri samtök og jafnvel Alþingi að fordæma slíka hegðun. „Ég veit alveg að þetta eru ekki bara ein samtök eða einhver einn staður þar sem svona hegðun er til staðar þannig við þurfum að tækla þetta saman,“ segir Wiktoria. Hjálparstarf Reykjanesbær Félagsmál Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Halli blandar sér í fjölskylduhjálparmálið Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur heitið því að millifæra tuttugu þúsund krónur inn á reikning fimmtíu innflytjenda á Íslandi sem eru hjálpar þurfi. Hann hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. 21. desember 2022 17:50 Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30 Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Í færslu sem Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ birti í gær sagði að byrjað yrði á Íslendingum við matarúthlutun og að erlendir ríkisborgarar með íslenskar kennitölur yrðu næstir. Þeirri færslu var eytt í morgun og önnur sett inn þar sem beðist var afsökunar. Margir sökuðu í kjölfarið Fjölskylduhjálp um að mismuna fólki á grundvelli þjóðernis. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á að um væri að ræða brot á 65. grein stjórnarskárinnar þar sem kveðið er á um að allir skulu vera jafnir fyrir lögum. Samtök kvenna af erlendum uppruna eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Fjölskylduhjálp harðlega. „Þetta var sjokk fyrir okkur vegna þess að fyrst og fremst þá er svona framkoma við útlendinga og fólk af erlendum uppruna á Íslandi er ólögleg, og svo er þetta bara frekar viðbjóðslegt,“ segir Wiktoria Joanna Ginter, stjórnarkona í samtökunum. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, neitaði fréttastofu um viðtal vegna málsins í dag en sjálfboðaliði sagði í hádegisfréttum að um misskilning hafi verið að ræða og að engin mismunun hafi átt sér stað. „Þetta er ekki misskilningur, við höldum að þetta sé viljandi og við þurfum að refsa fyrir þetta því þetta er ekki í boði í fjölmenningarsamfélagi,“ segir Wiktoria. „Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist einu sinni en við vitum alveg og við erum með gögn fyrir því að þetta er búið að ganga í minnsta kosti frá árinu 2010.“ Hún vísar þar í frétt frá árinu 2010 þar sem fram kom að Íslendingar hafi verið settir í eina röð en útlendingar í aðra. Fyrir tveimur árum kom síðan fyrrverandi sjálfboðaliði fram og sagði fólki hafa verið mismunað á grundvelli trúarbragða. „Við teljum að það besta sem getur gerst núna í þeirra horni er bara að stjórnin segir af sér. Þetta er ekki í frysta skiptið sem þetta gerist, þetta er ekki misskilningur, og þess vegna er tími fyrir aðra til að taka yfir og gera þetta manneskjulegt,“ segir Wiktoria. Hún bendir einnig á að mismunun eigi sér stað víðar og að samfélagið allt þurfi að vekja athygli þegar eitthvað þessu líkt kemur upp. Þá þurfi fleiri samtök og jafnvel Alþingi að fordæma slíka hegðun. „Ég veit alveg að þetta eru ekki bara ein samtök eða einhver einn staður þar sem svona hegðun er til staðar þannig við þurfum að tækla þetta saman,“ segir Wiktoria.
Hjálparstarf Reykjanesbær Félagsmál Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Halli blandar sér í fjölskylduhjálparmálið Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur heitið því að millifæra tuttugu þúsund krónur inn á reikning fimmtíu innflytjenda á Íslandi sem eru hjálpar þurfi. Hann hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. 21. desember 2022 17:50 Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30 Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Halli blandar sér í fjölskylduhjálparmálið Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur heitið því að millifæra tuttugu þúsund krónur inn á reikning fimmtíu innflytjenda á Íslandi sem eru hjálpar þurfi. Hann hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. 21. desember 2022 17:50
Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30
Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37