Myrkrið byrjar að hopa eftir stysta dag ársins Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2022 12:18 Skuggavera á vappi við Elliðavatn skömmu eftir sólarupprás á stysta degi ársins. Vísir/Vilhelm Vetrarsólstöður á norðurhveli verða klukkan 21:48 í kvöld og byrjar daginn nú að lengja aftur. Dagurinn í Reykjavík er aðeins rétt rúmar fjórar klukkustundir og á Akureyri rúmir þrír tímar. Á þessum stysta degi ársins á norðurhveli jarðar rís sólin í Reykjavík klukkan 11:21 en gengur til viðar rétt rúmum fjórum tímum síðar, klukkan 15:31 samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands. Myrkur skellur á klukkan 16:48. Á Akureyri er dagurinn enn styttri. Þar rís sól klukkan 11:38 en sólarlag er klukkan 14:44. Þar er orðið myrkur klukkan 16:19. Á næstum dögum byrjar daginn að lengja, þó aðeins um nokkrar sekúndur fyrst um sinn en svo mínútur. Hann verður orðinn jafnlangur nóttunni á vorjafndægrum 20. mars. Kaldasti tími ársins er þó enn framundan. Þó að framboð á sólarljósi aukist nú eru janúar og febrúar að jafnaði köldustu mánuðir ársins. Orsök svartnættisins og árstíðanna almennt eru sú að möndull jarðar, ásinn sem hún snýst um, hallar um 23,5 gráður miðað við sporbraut hennar um sólina. Hallinn helst alla brautina í kringum sólina og í sömu átt þannig að magn sólarljóss á hverjum stað breytist eftir því hvar jörðin er stödd á braut sinni. Vetur gerir á norðurhveli þegar það hallar frá sólinni. Á sama tíma hallar suðurhvelið að sólinni og þar er sumar. Kaldhæðnislega fyrir okkur á norðurhjara veraldar er jörðin aldrei nær sólinni en á þessum árstíma. Eins og Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, bendir á ferðast jörðin ögn hraðar um sólina en á sumrin. Því er veturinn, skilgreindur sem tíminn milli vetrarsólstaða og vorjafndægurs, stysta árstíðin. Hann er 89 dagar, fjórum dögum styttri en sumarið. Norðurhvelsbúar kætist. Klukkan 21:48 í kvöld, miðvikudaginn 21. desember, verða vetrarsólstöður. Eftir það byrjar daginn að lengja á ný, fyrst um nokkrar sekúndur og svo mínútur. Jibbí! Í dag hefst stysta árstíðin, veturinn, hefst formlega. Jei! pic.twitter.com/K2bCevtVe7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 21, 2022 Sólin Vísindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Á þessum stysta degi ársins á norðurhveli jarðar rís sólin í Reykjavík klukkan 11:21 en gengur til viðar rétt rúmum fjórum tímum síðar, klukkan 15:31 samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands. Myrkur skellur á klukkan 16:48. Á Akureyri er dagurinn enn styttri. Þar rís sól klukkan 11:38 en sólarlag er klukkan 14:44. Þar er orðið myrkur klukkan 16:19. Á næstum dögum byrjar daginn að lengja, þó aðeins um nokkrar sekúndur fyrst um sinn en svo mínútur. Hann verður orðinn jafnlangur nóttunni á vorjafndægrum 20. mars. Kaldasti tími ársins er þó enn framundan. Þó að framboð á sólarljósi aukist nú eru janúar og febrúar að jafnaði köldustu mánuðir ársins. Orsök svartnættisins og árstíðanna almennt eru sú að möndull jarðar, ásinn sem hún snýst um, hallar um 23,5 gráður miðað við sporbraut hennar um sólina. Hallinn helst alla brautina í kringum sólina og í sömu átt þannig að magn sólarljóss á hverjum stað breytist eftir því hvar jörðin er stödd á braut sinni. Vetur gerir á norðurhveli þegar það hallar frá sólinni. Á sama tíma hallar suðurhvelið að sólinni og þar er sumar. Kaldhæðnislega fyrir okkur á norðurhjara veraldar er jörðin aldrei nær sólinni en á þessum árstíma. Eins og Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, bendir á ferðast jörðin ögn hraðar um sólina en á sumrin. Því er veturinn, skilgreindur sem tíminn milli vetrarsólstaða og vorjafndægurs, stysta árstíðin. Hann er 89 dagar, fjórum dögum styttri en sumarið. Norðurhvelsbúar kætist. Klukkan 21:48 í kvöld, miðvikudaginn 21. desember, verða vetrarsólstöður. Eftir það byrjar daginn að lengja á ný, fyrst um nokkrar sekúndur og svo mínútur. Jibbí! Í dag hefst stysta árstíðin, veturinn, hefst formlega. Jei! pic.twitter.com/K2bCevtVe7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 21, 2022
Sólin Vísindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira