Hleypur 200 kílómetra fyrir málefni sem stendur honum nærri Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2022 19:35 Davíð Rúnar Bjarnason hleypur 200 kílómetra til að vekja athygli á neyð í geðheilbrigðismálum. Vísir/Egill Geðheilbrigðismál á Íslandi eru í ólestri samkvæmt hlauparanum og hnefaleikakappanum Davíð Rúnari Bjarnasyni, sem hefur beðið í tæp þrjú ár eftir viðtali hjá sálfræðingi. Hann hyggst hlaupa 200 kílómetra á rúmum sólarhring til að styrkja Píeta-samtökin. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Verkefnið ber heitið Hlaup fyrir hausinn og hóf Davíð að hlaupa klukkan 15:00 í gær, sunnudaginn 18. desember. Hann hleypur 10 kílómetra á 20 hlaupabrettum, alls 200 kílómetra á rúmum sólarhring. Brettin 20 voru tekin frá í World Class-ræktarstöðinni í Laugum og var fólk boðið velkomið að manna hin 19 brettin á meðan Davíð hljóp á einu þeirra. Davíð á góða félaga sem hjálpuðu honum að hlaupa í gegnum nóttina en fjölmargir hafa mætt á brettin til að veita honum félagsskap við verkið. Hann segir það vera í anda starfsemi samtakanna. „Mig langaði að gera eitthvað fyrir Píeta og öll hin brettin sem ég er ekki á eru í raun opin fyrir hvern sem er, sem vill hlaupa með mér, það er svolítið lýsandi fyrir það sem Píeta gerir: Að aðstoða fólk þegar það er eitt,“ „Það hefur hellingur af fólki komið að hlaupa með mér og segir sitt um starfsemi þeirra. Þetta er búið að vera mjög gefandi,“ segir Davíð. Á vini sem hafa fallið fyrir eigin hendi Píeta samtökin sinn forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess að styðja við aðstandendur. En hvers vegna stendur það Davíð nærri? „Ég á marga vini sem hafa verið að leita til þeirra og einhverja sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Svo er ég sjálfur búinn að vera að bíða - geðheilbrigðismálin á Íslandi eru náttúrulega bara í algjöru rugli - ég hef beðið núna í tvö ár og átta mánuði [eftir tíma hjá sálfræðingi],“ „Ég er svona strákur sem passaði aldrei inn í skólann, er ofvirkur og með athyglisbrest, en þegar ég var yngri gat ég bara æft það frá mér. En nú er ég orðinn fullorðinn með barn og vildi athuga hvað ég gæti gert í þessu. Ég hef beðið í tvö ár og átta mánuði og hef ekki einu sinni fengið viðtal hjá sálfræðingi,“ segir Davíð. Þar kemur Píeta inn í myndina, enda biðin afar löng. „Það eru ekki allir sem höndla biðina og allar tölur um sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir eru á uppleið, en samt er þetta svona. Ég bara næ ekki af hverju þetta þarf að vera svona. Ég held að það þurfti að vekja meiri athygli á starfsemi Píeta,“ segir Davíð. Fólk ekki bara veikt á skrifstofutíma Davíð tekur dæmi af opnunartíma geðdeildar Landspítalans í tengslum við vandræðin í geðheilbrigðismálum. „Geðdeild lokar klukkan sjö á virkum dögum og klukkan fimm um helgar. Bara eins og fólki líði bara illa þangað til þá,“ Þetta snertir mig dálítið, segir Davíð klökkur. Ég vona bara að þetta ýti undir að fólk viti hvað er í gangi“. Hægt er að leggja söfnun Davíðs lið hér: Rn. 0123-26-051873 Kt. 050589-2269 Geðheilbrigði Hlaup Reykjavík Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Í beinni: Leeds - Everton | Fyrsta umferðin klárast á Elland Road Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Verkefnið ber heitið Hlaup fyrir hausinn og hóf Davíð að hlaupa klukkan 15:00 í gær, sunnudaginn 18. desember. Hann hleypur 10 kílómetra á 20 hlaupabrettum, alls 200 kílómetra á rúmum sólarhring. Brettin 20 voru tekin frá í World Class-ræktarstöðinni í Laugum og var fólk boðið velkomið að manna hin 19 brettin á meðan Davíð hljóp á einu þeirra. Davíð á góða félaga sem hjálpuðu honum að hlaupa í gegnum nóttina en fjölmargir hafa mætt á brettin til að veita honum félagsskap við verkið. Hann segir það vera í anda starfsemi samtakanna. „Mig langaði að gera eitthvað fyrir Píeta og öll hin brettin sem ég er ekki á eru í raun opin fyrir hvern sem er, sem vill hlaupa með mér, það er svolítið lýsandi fyrir það sem Píeta gerir: Að aðstoða fólk þegar það er eitt,“ „Það hefur hellingur af fólki komið að hlaupa með mér og segir sitt um starfsemi þeirra. Þetta er búið að vera mjög gefandi,“ segir Davíð. Á vini sem hafa fallið fyrir eigin hendi Píeta samtökin sinn forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess að styðja við aðstandendur. En hvers vegna stendur það Davíð nærri? „Ég á marga vini sem hafa verið að leita til þeirra og einhverja sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Svo er ég sjálfur búinn að vera að bíða - geðheilbrigðismálin á Íslandi eru náttúrulega bara í algjöru rugli - ég hef beðið núna í tvö ár og átta mánuði [eftir tíma hjá sálfræðingi],“ „Ég er svona strákur sem passaði aldrei inn í skólann, er ofvirkur og með athyglisbrest, en þegar ég var yngri gat ég bara æft það frá mér. En nú er ég orðinn fullorðinn með barn og vildi athuga hvað ég gæti gert í þessu. Ég hef beðið í tvö ár og átta mánuði og hef ekki einu sinni fengið viðtal hjá sálfræðingi,“ segir Davíð. Þar kemur Píeta inn í myndina, enda biðin afar löng. „Það eru ekki allir sem höndla biðina og allar tölur um sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir eru á uppleið, en samt er þetta svona. Ég bara næ ekki af hverju þetta þarf að vera svona. Ég held að það þurfti að vekja meiri athygli á starfsemi Píeta,“ segir Davíð. Fólk ekki bara veikt á skrifstofutíma Davíð tekur dæmi af opnunartíma geðdeildar Landspítalans í tengslum við vandræðin í geðheilbrigðismálum. „Geðdeild lokar klukkan sjö á virkum dögum og klukkan fimm um helgar. Bara eins og fólki líði bara illa þangað til þá,“ Þetta snertir mig dálítið, segir Davíð klökkur. Ég vona bara að þetta ýti undir að fólk viti hvað er í gangi“. Hægt er að leggja söfnun Davíðs lið hér: Rn. 0123-26-051873 Kt. 050589-2269
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Geðheilbrigði Hlaup Reykjavík Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Í beinni: Leeds - Everton | Fyrsta umferðin klárast á Elland Road Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira