Taldi sig dauðvona, afhenti dóttur sinni fúlgur fjár og vildi þær svo til baka Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2022 16:14 Konan vildi meina að um gjöf hafi verið að ræða en faðir hennar þvertók fyrir það, hún hafi bara átt að varðveita féð. vísir/vilhelm Einstakt mál var til úrlausnar hjá Héraðsdómi Reykjaness en það snýst um að maður nokkur sem var á leið í aðgerð og taldi litlar líkur á að hann myndi lifa hana af afhenti dóttur sinni fúlgur fjár. Aðgerðin gekk hins vegar vel en um var að ræða hjartaþræðingu. Maðurinn, sem hresstist allur í kjölfar hennar, krafði þá konuna um fjármunina aftur. Hún neitaði því hins vegar og hélt því fram að fjármunirnir hefðu verið gjöf. Hún notaði peningana meðal annars til þess að greiða inn á íbúð. Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari taldi hins vegar óumdeilt að maðurinn hafi gefið dóttur sinni fyrirmæli um að varðveita féð í bankahólfi sem hún átti að stofna. Það benti til þess að ekki hafi verið um gjöf að ræða. Um verulega fjármuni er að ræða og var hún í nokkrum hlutum. Stefnandi gerði kröfu um 14 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum að frádregnum fimm milljónum sem greidd hafði verið til baka. Þá vildi hann fá 40 þúsund bandaríkjadali sem eru liðlega 5,6 milljónir, að frádreginni innborgun að fjárhæð 20 þúsund bandaríkjadala auk málskostnaðar. Dómari taldi vert að konan greiddi til baka 5 milljónir króna auk dráttavaxta og 700 þúsund krónur í málskostnað. Í dómsorði segir að konan hafi aðallega gert kröfu um að málinu yrði vísað frá vegna vanreifunar en ágreiningslaust er að maðurinn afhenti henni fjármunina í tvennu lagi, í október 2018. Meðal annars var að ræða seðlavöndla vafða inn í álpappír sem konan tók til varðveislu og afhenti honum aftur þegar eftir því var leitað. Hún sagði staðfastlega að annað sem út af stæði hafi verið gjöf en í dómi er vísað til laga þess efnis að sá sem heldur því fram að tiltekin ráðstöfun fjármuna til hans helgist af gjöf eða öðrum örlætisgerningi beri almennt sönnunarbyrði fyrir staðhæfingu sinni. Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Aðgerðin gekk hins vegar vel en um var að ræða hjartaþræðingu. Maðurinn, sem hresstist allur í kjölfar hennar, krafði þá konuna um fjármunina aftur. Hún neitaði því hins vegar og hélt því fram að fjármunirnir hefðu verið gjöf. Hún notaði peningana meðal annars til þess að greiða inn á íbúð. Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari taldi hins vegar óumdeilt að maðurinn hafi gefið dóttur sinni fyrirmæli um að varðveita féð í bankahólfi sem hún átti að stofna. Það benti til þess að ekki hafi verið um gjöf að ræða. Um verulega fjármuni er að ræða og var hún í nokkrum hlutum. Stefnandi gerði kröfu um 14 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum að frádregnum fimm milljónum sem greidd hafði verið til baka. Þá vildi hann fá 40 þúsund bandaríkjadali sem eru liðlega 5,6 milljónir, að frádreginni innborgun að fjárhæð 20 þúsund bandaríkjadala auk málskostnaðar. Dómari taldi vert að konan greiddi til baka 5 milljónir króna auk dráttavaxta og 700 þúsund krónur í málskostnað. Í dómsorði segir að konan hafi aðallega gert kröfu um að málinu yrði vísað frá vegna vanreifunar en ágreiningslaust er að maðurinn afhenti henni fjármunina í tvennu lagi, í október 2018. Meðal annars var að ræða seðlavöndla vafða inn í álpappír sem konan tók til varðveislu og afhenti honum aftur þegar eftir því var leitað. Hún sagði staðfastlega að annað sem út af stæði hafi verið gjöf en í dómi er vísað til laga þess efnis að sá sem heldur því fram að tiltekin ráðstöfun fjármuna til hans helgist af gjöf eða öðrum örlætisgerningi beri almennt sönnunarbyrði fyrir staðhæfingu sinni.
Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira