„Manni leið eins og barnið væri að koma og við sátum föst í snjónum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2022 13:00 Náungakærleikurinn var yfir og allt um kring þegar Aðalheiður fékk hríðir og þau Adam og Hugrún sátu föst í ófærðinni á Álftanesi. Nágrannar og vegfarendur gripu í skóflurnar og komu þeim aftur af stað. Vísir/Steingrímur Dúi Ungt par fékk að finna fyrir góðmennsku nágrannanna á laugardag þegar allt stefndi í að annað barn þeirra myndi fæðast í bíl þeirra, sem sat fastur á Álftanesi. Þau segja nágrannana hafa bjargað sér á ögurstundu. Aðalheiður Hreinsdóttir og Adam Erik Bauer vöknuðu á laugardag við fyrsta snjóinn á höfuðborgarsvæðinu á þessum vetri. Aðalheiður er komin tæpar fjörutíu vikur á leið og því stutt í að þeirra annað barn komi í heiminn. „Við sitjum heima og horfum á snjóinn og þetta er allt voðalega fallegt. Við vorum meira að segja búin að grínast með það að ef barnið kæmi sama dag og fyrsti snjórinn fellur yrðum við að koma nafninu Mjöll inn í,“ segir Adam og hlær. Fyrirvaraverkir með mínútu millibili Um miðjan daginn kom svo að því að þau þyrftu að fara út í snjóþungann og rokið, þrátt fyrir að hafa verið slöpp dagana á undan. Tveggja ára dóttir þeirra, Hugrún Sif, átti nefnilega að mæta í afmælisveislu. „Við fyrstu tilraun festum við bílinn. Þá held ég að stressið hafi svolítið kikkað inn. Við vitum að það er mjög stutt í að litla á að koma. Að vita að við værum föst á Álftanesi hjálpaði ekki,“ segir Adam. „Á einhverjum tímapunkti byrjaði ég að fá einhverja meiri fyrirvaraverki og við ætluðum að vera skynsöm og vera bara snemma í því að fara af stað,“ bætir Aðalheiður við. Þau hafi auk þess þurft að koma Hugrúnu Sif í pössun til ömmu og afa í Garðabæ áður en þau færu upp á spítala. Þannig að þau settust upp í bíl og keyrðu af stað. „En svo festumst við, eins og fyrr um daginn, á sama stað. Og örugglega út af stressinu byrja hríðarnar, eða fyrirvaraverkirnir, alveg á fullu með eins mínútna millibili. Þannig manni leið eins og barnið væri að koma og við sátum föst í snjónum,“ segir Aðalheiður. Stukku út, mokuðu og ýttu Þar sem þau sátu föst voru bílarnir farnir að hrannast upp á móti þeim. Einn bílstjórinn hafi þá stokkið út til að koma þeim til aðstoðar. „Ég segi náttúrulega bara: Konan mín er inni í bíl og hún er með hríðir. Hann stekkur til og segir að þessu verði að redda. Allt í einu er fullt af mönnum komnir fyrir aftan bíl að hjálpa að ýta en bíllinn spólar bara,“ segir Adam. Hann hafi á þessum tímapunkti verið á því að þau ættu bara að bakka inn í skafl og hringja á sjúkrabíl. Nágrannarnir hafi hins vegar ekki tekið það í mál. „Þegar ég lít svo við sé ég að þeir eru mættir með tvær skóflur og byrjaðir að moka allan bakkann burt. Og þeir segja við mig: Við reynum þetta, við komum ykkur áfram. Þeir gáfust ekki upp og komu okkur yfir allan þennan bakka og við náðum að keyra af stað.“ Mjallar-nafnið afskrifað á leiðinni Á tímabili hafi púlsinn hjá Adam verið kominn upp í 170 slög á mínútu út af stressinu en að lokum komust þau alla leið upp á fæðingardeild. „Eins og sést skilaði barnið sér ekki, það er enn í maganum. Þetta voru einhverjar stresshríðar eða eitthvað. En við erum mjög þakklát fyrir hvað allir voru tilbúnir að hjálpa okkur og koma okkur á leiðarenda,“ segir Aðalheiður og hlær. „Og við vorum alveg farin að afskrifa Mjallar-nafnið í bílnum á leiðinni. Það átti ekki að vera snjótengt lengur,“ segir Adam. Fegin að búa í góðu samfélagi Haldið þið að þið fáið lítið jólabarn? „Ég er búinn að halda það allan tímann. Þessi hér kom á afmælisdaginn minn,“ segir Adam og bendir á Hugrúnu Sif. „Ég held að þessar stelpur okkar velji sér stóra daga.“ Þegar mesta stressið var yfirstaðið sendi Adam út þakkarkveðju á íbúasíðu Álftaness á Facebook til nágrannanna sem höfðu komið þeim Aðalheiði til hjálpar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Mér fannst ég verða að senda út þakkir af því það voru svo margir sem komu okkur til aðstoðar. Ég hugsaði bara með mér að þótt að ekkert barn hafi komið þyrfti ég að þakka fyrir alla hjálpina. Það er samt búið að rigna yfir okkur hamingjuóskum í dag,“ segir Adam. „Það er bara gott að búa í góðu sveitarfélagi þar sem er svona mikill náungakærleikur og fólk er tilbúið að hjálpa.“ Börn og uppeldi Veður Garðabær Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Aðalheiður Hreinsdóttir og Adam Erik Bauer vöknuðu á laugardag við fyrsta snjóinn á höfuðborgarsvæðinu á þessum vetri. Aðalheiður er komin tæpar fjörutíu vikur á leið og því stutt í að þeirra annað barn komi í heiminn. „Við sitjum heima og horfum á snjóinn og þetta er allt voðalega fallegt. Við vorum meira að segja búin að grínast með það að ef barnið kæmi sama dag og fyrsti snjórinn fellur yrðum við að koma nafninu Mjöll inn í,“ segir Adam og hlær. Fyrirvaraverkir með mínútu millibili Um miðjan daginn kom svo að því að þau þyrftu að fara út í snjóþungann og rokið, þrátt fyrir að hafa verið slöpp dagana á undan. Tveggja ára dóttir þeirra, Hugrún Sif, átti nefnilega að mæta í afmælisveislu. „Við fyrstu tilraun festum við bílinn. Þá held ég að stressið hafi svolítið kikkað inn. Við vitum að það er mjög stutt í að litla á að koma. Að vita að við værum föst á Álftanesi hjálpaði ekki,“ segir Adam. „Á einhverjum tímapunkti byrjaði ég að fá einhverja meiri fyrirvaraverki og við ætluðum að vera skynsöm og vera bara snemma í því að fara af stað,“ bætir Aðalheiður við. Þau hafi auk þess þurft að koma Hugrúnu Sif í pössun til ömmu og afa í Garðabæ áður en þau færu upp á spítala. Þannig að þau settust upp í bíl og keyrðu af stað. „En svo festumst við, eins og fyrr um daginn, á sama stað. Og örugglega út af stressinu byrja hríðarnar, eða fyrirvaraverkirnir, alveg á fullu með eins mínútna millibili. Þannig manni leið eins og barnið væri að koma og við sátum föst í snjónum,“ segir Aðalheiður. Stukku út, mokuðu og ýttu Þar sem þau sátu föst voru bílarnir farnir að hrannast upp á móti þeim. Einn bílstjórinn hafi þá stokkið út til að koma þeim til aðstoðar. „Ég segi náttúrulega bara: Konan mín er inni í bíl og hún er með hríðir. Hann stekkur til og segir að þessu verði að redda. Allt í einu er fullt af mönnum komnir fyrir aftan bíl að hjálpa að ýta en bíllinn spólar bara,“ segir Adam. Hann hafi á þessum tímapunkti verið á því að þau ættu bara að bakka inn í skafl og hringja á sjúkrabíl. Nágrannarnir hafi hins vegar ekki tekið það í mál. „Þegar ég lít svo við sé ég að þeir eru mættir með tvær skóflur og byrjaðir að moka allan bakkann burt. Og þeir segja við mig: Við reynum þetta, við komum ykkur áfram. Þeir gáfust ekki upp og komu okkur yfir allan þennan bakka og við náðum að keyra af stað.“ Mjallar-nafnið afskrifað á leiðinni Á tímabili hafi púlsinn hjá Adam verið kominn upp í 170 slög á mínútu út af stressinu en að lokum komust þau alla leið upp á fæðingardeild. „Eins og sést skilaði barnið sér ekki, það er enn í maganum. Þetta voru einhverjar stresshríðar eða eitthvað. En við erum mjög þakklát fyrir hvað allir voru tilbúnir að hjálpa okkur og koma okkur á leiðarenda,“ segir Aðalheiður og hlær. „Og við vorum alveg farin að afskrifa Mjallar-nafnið í bílnum á leiðinni. Það átti ekki að vera snjótengt lengur,“ segir Adam. Fegin að búa í góðu samfélagi Haldið þið að þið fáið lítið jólabarn? „Ég er búinn að halda það allan tímann. Þessi hér kom á afmælisdaginn minn,“ segir Adam og bendir á Hugrúnu Sif. „Ég held að þessar stelpur okkar velji sér stóra daga.“ Þegar mesta stressið var yfirstaðið sendi Adam út þakkarkveðju á íbúasíðu Álftaness á Facebook til nágrannanna sem höfðu komið þeim Aðalheiði til hjálpar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Mér fannst ég verða að senda út þakkir af því það voru svo margir sem komu okkur til aðstoðar. Ég hugsaði bara með mér að þótt að ekkert barn hafi komið þyrfti ég að þakka fyrir alla hjálpina. Það er samt búið að rigna yfir okkur hamingjuóskum í dag,“ segir Adam. „Það er bara gott að búa í góðu sveitarfélagi þar sem er svona mikill náungakærleikur og fólk er tilbúið að hjálpa.“
Börn og uppeldi Veður Garðabær Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“