Áskorun til matvælaráðherra Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 19. desember 2022 10:01 Staða þeirra landsmanna sem stunda sauðfjárrækt að atvinnu hefur verið til umræðu um langa hríð án þess að nokkurt bitastætt hafi gerst í þá veru að gera því fólki rekstur sinna sauðfjárbúa bærilegan með tilliti til afkomu. Það er helst á hátíðis- og tyllidögum sem ráðamenn hafa uppi stór orð um að aðgerða sé þörf en þegar til kastanna kemur þá gerist því miður fátt. Nú nálgast jólahátíð og tyllidagar þar í kring og því þykir mér a.m.k. tilraunarinnar virði að vekja athygli á málinu og byggi grein þessa á áskorun sem sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 15. desember s.l. og sendi til matvælaráðherra og einnig til nokkurra alþingismanna til upplýsinga en a.m.k. hafa enn sem komið er viðbrögðin ekki verið mikil. Áskorunin hljóðar svo: „Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á matvælaráðherra að virða það samkomulag sem gert var við undirritun búvörusamninga í febrúar 2016 og fresta fyrirhugaðri niðurtröppun greiðslumarks hjá sauðfjárbændum til 1. janúar 2024. Markmið samningsins um aukna verðmætasköpun greinarinnar hafa alls ekki gengið eftir sem var megin forsenda niðurtröppunar samkvæmt því samkomulagi.“ Til frekari upplýsinga þá voru árið 2021 rúmlega 24.000 vetrarfóðraðar kindur í Dalabyggð en í skýrslu Byggðastofnunnar sem unnin var fyrir Innviðaráðuneytið fyrr á þessu ár kemur fram að sauðfjárrækt sé hlutfallslega mikilvægust á landinu í Dalabyggð en 5,3 sauðfjárbú, með fleiri en 300 kindur, eru á hverja 100 íbúa sveitarfélagins. 70% skólabarna í grunnskóladeild Auðarskóla koma úr dreifbýlinu utan Búðardals. Flest börnin úr dreifbýli koma frá heimilum þar sem sauðfjárrækt er undirstaða í atvinnutekjum heimils. Nokkur endurnýjun hefur verið á sauðfjárbúum í sveitarfélaginu uppá síðkasti og ábúendur fjárfest í greiðslumarki sem nú á að trappa niður þannig að hluti ríkisstuðnings mun flytja úr Dalabyggð í önnur sveitarfélög þar sem atvinnugreinin er minna mikilvæg en í Dalabyggð. Samkvæmt skýrslum um rekstur sauðfjárbúa undanfarin ár hefur greiðslumark mikil áhrif á rekstrarhæfni þeirra. Best reknu búin hafa meiri afurðir eftir hverjar kind sem leiðir til lægra kolefnisspors á dilkakjötsframleiðsluna. Að draga úr vægi greiðslumarks sauðfjárbænda gengur því gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi ásamt því að ganga gegn markmið búvörulaga nr. 99/1993 um að kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. Sveitarstjórn Dalabyggðar ítrekar hvatningu til ráðherra og vonar að matvælaráðherra taki áskoruninni vel og gefi sauðfjárbændum tækifæri til að kynna aðstæður og forsendur í sínum rekstri þegar að fyrirhugaðri heimsókn ráðherrans í Dalina verður á nýju ári. Samtal um málefni sauðfjárræktar á forsendum möguleika til aukinnar verðmætasköpunar verður að verða og það er von Dalamanna að ráðherrann komi vel undirbúin til viðræðna um málefni landbúnaðarins þegar heimsókn hennar í Dalabyggð verður að veruleika, því aðgerða er þörf. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landbúnaður Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Staða þeirra landsmanna sem stunda sauðfjárrækt að atvinnu hefur verið til umræðu um langa hríð án þess að nokkurt bitastætt hafi gerst í þá veru að gera því fólki rekstur sinna sauðfjárbúa bærilegan með tilliti til afkomu. Það er helst á hátíðis- og tyllidögum sem ráðamenn hafa uppi stór orð um að aðgerða sé þörf en þegar til kastanna kemur þá gerist því miður fátt. Nú nálgast jólahátíð og tyllidagar þar í kring og því þykir mér a.m.k. tilraunarinnar virði að vekja athygli á málinu og byggi grein þessa á áskorun sem sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 15. desember s.l. og sendi til matvælaráðherra og einnig til nokkurra alþingismanna til upplýsinga en a.m.k. hafa enn sem komið er viðbrögðin ekki verið mikil. Áskorunin hljóðar svo: „Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á matvælaráðherra að virða það samkomulag sem gert var við undirritun búvörusamninga í febrúar 2016 og fresta fyrirhugaðri niðurtröppun greiðslumarks hjá sauðfjárbændum til 1. janúar 2024. Markmið samningsins um aukna verðmætasköpun greinarinnar hafa alls ekki gengið eftir sem var megin forsenda niðurtröppunar samkvæmt því samkomulagi.“ Til frekari upplýsinga þá voru árið 2021 rúmlega 24.000 vetrarfóðraðar kindur í Dalabyggð en í skýrslu Byggðastofnunnar sem unnin var fyrir Innviðaráðuneytið fyrr á þessu ár kemur fram að sauðfjárrækt sé hlutfallslega mikilvægust á landinu í Dalabyggð en 5,3 sauðfjárbú, með fleiri en 300 kindur, eru á hverja 100 íbúa sveitarfélagins. 70% skólabarna í grunnskóladeild Auðarskóla koma úr dreifbýlinu utan Búðardals. Flest börnin úr dreifbýli koma frá heimilum þar sem sauðfjárrækt er undirstaða í atvinnutekjum heimils. Nokkur endurnýjun hefur verið á sauðfjárbúum í sveitarfélaginu uppá síðkasti og ábúendur fjárfest í greiðslumarki sem nú á að trappa niður þannig að hluti ríkisstuðnings mun flytja úr Dalabyggð í önnur sveitarfélög þar sem atvinnugreinin er minna mikilvæg en í Dalabyggð. Samkvæmt skýrslum um rekstur sauðfjárbúa undanfarin ár hefur greiðslumark mikil áhrif á rekstrarhæfni þeirra. Best reknu búin hafa meiri afurðir eftir hverjar kind sem leiðir til lægra kolefnisspors á dilkakjötsframleiðsluna. Að draga úr vægi greiðslumarks sauðfjárbænda gengur því gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi ásamt því að ganga gegn markmið búvörulaga nr. 99/1993 um að kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. Sveitarstjórn Dalabyggðar ítrekar hvatningu til ráðherra og vonar að matvælaráðherra taki áskoruninni vel og gefi sauðfjárbændum tækifæri til að kynna aðstæður og forsendur í sínum rekstri þegar að fyrirhugaðri heimsókn ráðherrans í Dalina verður á nýju ári. Samtal um málefni sauðfjárræktar á forsendum möguleika til aukinnar verðmætasköpunar verður að verða og það er von Dalamanna að ráðherrann komi vel undirbúin til viðræðna um málefni landbúnaðarins þegar heimsókn hennar í Dalabyggð verður að veruleika, því aðgerða er þörf. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun