„Lélegasta tölfræði sem aðstoðarmaður hefur skilað af sér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2022 11:31 Óskar Bjarni Óskarsson segir Valsmenn fagna fríinu. Lukkulega virðist þá stutt í að sonur hans snúi aftur á völlinn, þar sem hann var slappur í tölfræðiskráningu á bekknum um helgina. Vísir/Daníel Þór Karlalið Vals í handbolta fagnar fríinu eftir mikið álag síðustu vikur. Meiðsli hafa hrjáð liðið síðustu vikur en liðið er þrátt fyrir það efst í Olís-deildinni, komið áfram í bikarnum og á góðan möguleika á áframhaldi í Evrópudeildinni á nýju ári. Mikið hefur mætt á Völsurum síðustu vikur þar sem þeir hafa að jafnaði spilað tvisvar til þrisvar sinnum í viku vegna þátttöku þeirra í Evrópudeildinni. Þá hafa þeir ferðast til Búdapest, Benidorm og Parísar á milli útileikja á Ísafirði og í Vestmannaeyjum hér heima. Meiðsli hafa gert vart við sig en þeir Magnús Óli Magnússon og Róbert Aron Hostert hafa þjösnast meiddir í gegnum leiki undanfarið. Báðir spiluðu þeir gegn ÍBV í bikarnum um helgina og var Magnús markahæstur þrátt fyrir að glíma við erfið bakmeiðsli. „Hann er með brjósklos,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari Vals, sem stýrði liðinu í fjarveru Snorra Steins Guðjónssonar. „Það er búið aðeins að hvíla hann og vinna með hann til að hann gæti allavega hjálpað okkur í einhverjar mínútur hérna. Hann spilaði alltof mikið, það er örugglega mér að kenna,“ „Svo var Aron Dagur kominn með tvisvar tvær mínútur svo hann þurfti að spila meiri vörn. En hálfur Magnús er náttúrulega bara gæðaleikmaður og Róbert Aron hjálpaði okkur líka, en hann mátti ekki spila,“ segir Óskar Bjarni. Slakur í tölfræðinni en þarf ekki að sinna henni lengi Sonur Óskars, Benedikt Gunnar Óskarsson, var þá frá í leiknum vegna meiðsla. Hann var í staðinn föður sínum til aðstoðar á bekknum. Benedikt Gunnar er öflugri innan vallar en í tölfræðinni.Vísir/Diego „Hann var með tölfræðina. En tölfræðin, eins og hann er nú góður leikmaður, þá er þetta lélegasta tölfræði sem aðstoðarmaður hefur skilað af sér,“ segir Óskar kíminn en meiðsli Benedikts eru lukkulega ekki eins alvarleg og útlit var fyrir. „En það eru jákvæðar fréttir. Hann er ekki ristarbrotinn, þetta eru liðböndin í ristinni og það er ekkert eitthvað slitið eða vesen í þeim. Þannig að það lítur út fyrir að þetta séu tvær vikur í staðinn fyrir tólf til sextán“. Langþráð frí Valsmenn fagna því fríinu en líkt og önnur innlend lið spila þeir ekki fyrr en í febrúar vegna komandi heimsmeistaramóts í handbolta, sem hefst snemma á nýju ári. „Strákarnir þurfa frí. Við þurfum að ná að koma þeim í gírinn og það væri rosalega gaman að hafa þá heila, þessa snillinga, í febrúar þegar við förum aftur í pakkann,“ segir Óskar Bjarni. Besta liðið og besti þjálfarinn Valsmenn tryggðu sæti sitt í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar með sigrinum á laugardaginn var og eru efstir í Olís-deildinni. Liðið hefur unnið alla titla sem í boði eru síðustu tvö ár og eiga enn góða möguleika á áframhaldi í Evrópudeildinni sem heldur áfram eftir áramót. Þjálfari ársins samkvæmt Óskari Bjarna Óskarssyni.Vísir/Hulda Margrét Óskar segir liðið vera það besta á landinu, burt séð frá íþróttagrein. „Ég held að þegar þeir ert búinn að vinna dálítið af titlum, þá eru þetta orðnir miklir sigurvegarar. Það hefur komið okkur í gegnum ansi mikið. Maður fann það á leikmönnum að þeir ætluðu bara að koma sér í gegnum leikinn,“ „Ég held þeir séu búnir að taka einhverja sjö titla í röð. Að mínu mati er þetta bara lið ársins og Snorri Steinn er þjálfari ársins á Íslandi. Þannig að ég er mjög stoltur af Snorra og strákunum,“ segir Óskar Bjarni. Valur Olís-deild karla Coca-Cola bikarinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Mikið hefur mætt á Völsurum síðustu vikur þar sem þeir hafa að jafnaði spilað tvisvar til þrisvar sinnum í viku vegna þátttöku þeirra í Evrópudeildinni. Þá hafa þeir ferðast til Búdapest, Benidorm og Parísar á milli útileikja á Ísafirði og í Vestmannaeyjum hér heima. Meiðsli hafa gert vart við sig en þeir Magnús Óli Magnússon og Róbert Aron Hostert hafa þjösnast meiddir í gegnum leiki undanfarið. Báðir spiluðu þeir gegn ÍBV í bikarnum um helgina og var Magnús markahæstur þrátt fyrir að glíma við erfið bakmeiðsli. „Hann er með brjósklos,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari Vals, sem stýrði liðinu í fjarveru Snorra Steins Guðjónssonar. „Það er búið aðeins að hvíla hann og vinna með hann til að hann gæti allavega hjálpað okkur í einhverjar mínútur hérna. Hann spilaði alltof mikið, það er örugglega mér að kenna,“ „Svo var Aron Dagur kominn með tvisvar tvær mínútur svo hann þurfti að spila meiri vörn. En hálfur Magnús er náttúrulega bara gæðaleikmaður og Róbert Aron hjálpaði okkur líka, en hann mátti ekki spila,“ segir Óskar Bjarni. Slakur í tölfræðinni en þarf ekki að sinna henni lengi Sonur Óskars, Benedikt Gunnar Óskarsson, var þá frá í leiknum vegna meiðsla. Hann var í staðinn föður sínum til aðstoðar á bekknum. Benedikt Gunnar er öflugri innan vallar en í tölfræðinni.Vísir/Diego „Hann var með tölfræðina. En tölfræðin, eins og hann er nú góður leikmaður, þá er þetta lélegasta tölfræði sem aðstoðarmaður hefur skilað af sér,“ segir Óskar kíminn en meiðsli Benedikts eru lukkulega ekki eins alvarleg og útlit var fyrir. „En það eru jákvæðar fréttir. Hann er ekki ristarbrotinn, þetta eru liðböndin í ristinni og það er ekkert eitthvað slitið eða vesen í þeim. Þannig að það lítur út fyrir að þetta séu tvær vikur í staðinn fyrir tólf til sextán“. Langþráð frí Valsmenn fagna því fríinu en líkt og önnur innlend lið spila þeir ekki fyrr en í febrúar vegna komandi heimsmeistaramóts í handbolta, sem hefst snemma á nýju ári. „Strákarnir þurfa frí. Við þurfum að ná að koma þeim í gírinn og það væri rosalega gaman að hafa þá heila, þessa snillinga, í febrúar þegar við förum aftur í pakkann,“ segir Óskar Bjarni. Besta liðið og besti þjálfarinn Valsmenn tryggðu sæti sitt í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar með sigrinum á laugardaginn var og eru efstir í Olís-deildinni. Liðið hefur unnið alla titla sem í boði eru síðustu tvö ár og eiga enn góða möguleika á áframhaldi í Evrópudeildinni sem heldur áfram eftir áramót. Þjálfari ársins samkvæmt Óskari Bjarna Óskarssyni.Vísir/Hulda Margrét Óskar segir liðið vera það besta á landinu, burt séð frá íþróttagrein. „Ég held að þegar þeir ert búinn að vinna dálítið af titlum, þá eru þetta orðnir miklir sigurvegarar. Það hefur komið okkur í gegnum ansi mikið. Maður fann það á leikmönnum að þeir ætluðu bara að koma sér í gegnum leikinn,“ „Ég held þeir séu búnir að taka einhverja sjö titla í röð. Að mínu mati er þetta bara lið ársins og Snorri Steinn er þjálfari ársins á Íslandi. Þannig að ég er mjög stoltur af Snorra og strákunum,“ segir Óskar Bjarni.
Valur Olís-deild karla Coca-Cola bikarinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira