Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2022 08:28 Eins og sjá má eru vegir á Suðurnesjum rauðir. Þar er lokað en bílar eru fluttir í kippum eftir Reykjanesbrautinni. Vegaerðin Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. Appelsínugul viðvörun er vegna veðurs á Suðausturlandi. Þá er gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og Austfjörðum. Aðeins Norðlendingar virðast sleppa við slæma veðrið í dag. Viðvarnir eru í gildi út þriðjudag en þó mislengi eftir landshlutum. Haraldur Haraldsson er formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun kom í ljós að Haraldur áttaði sig ekki á því hvaða dagur væri. Þeir rynnu saman í eitt, þessir dagar sem hann hefur staðið í að hjálpa fólki vegna snjókomunnar. Fimmtíu bílar í kippum „Hér er mjög blint, mikill skafrenningur og hávaðarok. Bíll við bíl fastur,“ segir Haraldur. „Við erum að safna saman bílum í kippur, fimmtíu bílum í einu, og það fer Vegagerðaplógur á undan bílum til Reykjavíkur. Allt flug er á áætlun þannig að Vegagerðin er að koma bílum frá lokunarpósti við Hafnarfjörð og upp í flugstöð.“ Einn snjóplógur ekur Reykjanesbrautina í hvora átt. Vegagerðin hefur ákveðið að um fimmtíu bílar fylgi hverjum plóg. Haraldur telur fleiri hundruð bíla bíða eftir því að komast Reykjanesbrautina í norður. Vafalítið bíði margir eftir því að komast út á flugvöll. „Þetta er heljarinnar verkefni, að koma fólki hérna á milli. Þetta er bara einn angi. Svo eru fastir bílar hér úti um allan bæ. Það eru bílar fastir á helstu stóru götunum og verið að reyna að koma þeim í burtu til að halda opnu,“ segir Haraldur. Bílarnir sem sitja fastir tefji fyrir snjómokstri. Bílar bíða þess að komast eftir Reykjanesbraut suður til Keflavíkur.Aðsend „Ég tala ekki um þá bíla sem hefur verið skilið eftir. Þá þarf að byrja á því að hafa uppi á eiganda og svo koma þeim í burtu. Ökumenn séu ýmist að koma frá flugvellinum, á leið til vinnu eða fólk á flakki innanbæjar. „Þetta er í Reykjanesbæ, Sandgerði, Vogum... Það eru alls staðar bílar fastir.“ Hann segir flesta sýna störfum björgunarsveitar skilning. Þó séu alltaf einhverjir með stæla. Veit enginn hvað er hinum megin við lokun „Svo eru alltaf einhverjir sem troða sér í gegnum lokunina. Við erum á björgunarsveitarbíl að loka. Það sem fólk áttar sig ekki á er hvað getur verið í gangi hinum megin við lokunina. Það geta verið viðbragðsaðilar að vinna úti á götunni. Það getur verið stórhættulegt að keyra í gegnum lokunina og út í óvissuna. Það getur verið fólk að vinna á götunni við að koma bílum í burtu, umferðarslys. Það veit enginn hvað er hinum megin við lokunina.“ Hann segir snjóplógana gera gagn en í stutta stund. „Það skefur mjög glatt í. Um leið og Vegagerðarbíllinn er farinn fram hjá,“ segir Haraldur. Lumar þú á myndum eða myndskeiðum úr ófærðinni? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað. Veður Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Snjómokstur Tengdar fréttir „Löng helgi hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum“ Björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum var kallað út snemma í morgun til að sinna ýmsum verkefnum tengdu óveðrinu sem nú gengur yfir landið. 19. desember 2022 07:38 Norðaustan stormur og viðvaranir Veðurstofan spáir norðaustan hvassviðri eða stormi víða um land í dag og jafnvel rok á Suðausturlandi. 19. desember 2022 07:06 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Appelsínugul viðvörun er vegna veðurs á Suðausturlandi. Þá er gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og Austfjörðum. Aðeins Norðlendingar virðast sleppa við slæma veðrið í dag. Viðvarnir eru í gildi út þriðjudag en þó mislengi eftir landshlutum. Haraldur Haraldsson er formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun kom í ljós að Haraldur áttaði sig ekki á því hvaða dagur væri. Þeir rynnu saman í eitt, þessir dagar sem hann hefur staðið í að hjálpa fólki vegna snjókomunnar. Fimmtíu bílar í kippum „Hér er mjög blint, mikill skafrenningur og hávaðarok. Bíll við bíl fastur,“ segir Haraldur. „Við erum að safna saman bílum í kippur, fimmtíu bílum í einu, og það fer Vegagerðaplógur á undan bílum til Reykjavíkur. Allt flug er á áætlun þannig að Vegagerðin er að koma bílum frá lokunarpósti við Hafnarfjörð og upp í flugstöð.“ Einn snjóplógur ekur Reykjanesbrautina í hvora átt. Vegagerðin hefur ákveðið að um fimmtíu bílar fylgi hverjum plóg. Haraldur telur fleiri hundruð bíla bíða eftir því að komast Reykjanesbrautina í norður. Vafalítið bíði margir eftir því að komast út á flugvöll. „Þetta er heljarinnar verkefni, að koma fólki hérna á milli. Þetta er bara einn angi. Svo eru fastir bílar hér úti um allan bæ. Það eru bílar fastir á helstu stóru götunum og verið að reyna að koma þeim í burtu til að halda opnu,“ segir Haraldur. Bílarnir sem sitja fastir tefji fyrir snjómokstri. Bílar bíða þess að komast eftir Reykjanesbraut suður til Keflavíkur.Aðsend „Ég tala ekki um þá bíla sem hefur verið skilið eftir. Þá þarf að byrja á því að hafa uppi á eiganda og svo koma þeim í burtu. Ökumenn séu ýmist að koma frá flugvellinum, á leið til vinnu eða fólk á flakki innanbæjar. „Þetta er í Reykjanesbæ, Sandgerði, Vogum... Það eru alls staðar bílar fastir.“ Hann segir flesta sýna störfum björgunarsveitar skilning. Þó séu alltaf einhverjir með stæla. Veit enginn hvað er hinum megin við lokun „Svo eru alltaf einhverjir sem troða sér í gegnum lokunina. Við erum á björgunarsveitarbíl að loka. Það sem fólk áttar sig ekki á er hvað getur verið í gangi hinum megin við lokunina. Það geta verið viðbragðsaðilar að vinna úti á götunni. Það getur verið stórhættulegt að keyra í gegnum lokunina og út í óvissuna. Það getur verið fólk að vinna á götunni við að koma bílum í burtu, umferðarslys. Það veit enginn hvað er hinum megin við lokunina.“ Hann segir snjóplógana gera gagn en í stutta stund. „Það skefur mjög glatt í. Um leið og Vegagerðarbíllinn er farinn fram hjá,“ segir Haraldur. Lumar þú á myndum eða myndskeiðum úr ófærðinni? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað.
Lumar þú á myndum eða myndskeiðum úr ófærðinni? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað.
Veður Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Snjómokstur Tengdar fréttir „Löng helgi hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum“ Björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum var kallað út snemma í morgun til að sinna ýmsum verkefnum tengdu óveðrinu sem nú gengur yfir landið. 19. desember 2022 07:38 Norðaustan stormur og viðvaranir Veðurstofan spáir norðaustan hvassviðri eða stormi víða um land í dag og jafnvel rok á Suðausturlandi. 19. desember 2022 07:06 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
„Löng helgi hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum“ Björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum var kallað út snemma í morgun til að sinna ýmsum verkefnum tengdu óveðrinu sem nú gengur yfir landið. 19. desember 2022 07:38
Norðaustan stormur og viðvaranir Veðurstofan spáir norðaustan hvassviðri eða stormi víða um land í dag og jafnvel rok á Suðausturlandi. 19. desember 2022 07:06