Messi sem var að lyfta styttunni í fyrsta skipti á ferlinum heilsaði Gianni Infantino, forseta alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og Tamim bin Hamad Al Thani, Emírnum í Katar áður en hann fékk að handleika styttuna.
Emírinn klæddi Messi hins vegar í svarta skikkju með gulllitaðri rönd áður en argentínski fótboltasnillingurinn fékk að upplifa hina langþráðu stund.
Skikkja þessi er kölluð bisht en karlmenn klæðast henni í Arabalöndum og Mið-Austurlöndum, einkum og sér í lagi Katar, Sádí-Arabíu og Sameinu arabisku furstadæmunum á hátíðarstundum.
Messi s black cloak is called a 'Beshth'. Arabian warriors wore it after a victory. It s also worn by the royal family. King of Qatar honoured Messi as a sign of respect. Signifying Messi as a warrior who won for his country Argentina pic.twitter.com/TMStG6mo57
— Tallie Dar (@talliedar) December 18, 2022

Sá siður að klæðast bisht á stórum stundum er mörg þúsunda ára gamall en skikkjan er dregin fram á viðburðum á borð við brúðkaup og aðrar trúarlegar athafnir.
Embættismenn og klerkar klæðast einnig bisht við athafnir en skikkjan hefur ámóta merkinu og svart bindi á Vesturlöndum.
Það er ekki venjan að leikmenn klæðist klæðnaði tengdum trúarbrögðum eða hátíðarbúningum þeirra landa sem halda heimsmeistaramótið hverju sinni.
Af þeim sökum vakti það undrun og jafnvel hneykslan að Emírinn hafi tekið upp á því að klæða Messi í svörtu skikkjuna á þessari sögulegu stund.