Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi á Facebook.
Þar segir einnig að veður á vettvangi sé slæmt og færð sé tekin að spillast.
„Lögregla hefur lokað Suðurlandsvegi við Vík og eru vegfarendur beðnir um að sýna viðbragðsaðilum tillitssemi,“ segir jafnframt í tilkynningu.
Ekið var á gangandi vegfaranda. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
„Sá var fluttur með þyrlu til Reykjavíkur. Hann er alvarlega slasaður en ekki talinn í lífshættu eftir því sem ég kemst næst,“ segir Sveinn Rúnar.
Fréttin hefur verið uppfærð.