Mannslíf í húfi Ingvi K. Skjaldarson og Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifa 18. desember 2022 09:00 Fram hefur sprottið mikil umræða að undanförnu um stöðu heimilislausra í borginni. Nú hafa nokkrir hugrakkir einstaklingar í þessari viðkvæmu stöðu gripið til þess ráðs að koma fram í fjölmiðlum og segja frá ástandinu eins og það blasir við þeim. Á Hjálpræðishernum á Suðurlandsbraut 72, er boðið upp á heita máltíð alla virka daga í hádeginu til þeirra sem eru jaðarsettir á einhvern hátt. Þau sem hafa tök á geta verslað máltíð eða annað meðlæti á kaffihúsinu, Kastalakaffi og stutt þannig við velferðarstarfið í leiðinni. Ásamt heitri máltíð hefur Hjálpræðisherinn í Reykjavík upp á að bjóða sturtuaðstöðu fyrir þau sem þess þurfa, sem aðgengileg er hreyfihömluðum. Í húsnæðinu er einnig að finna hvíldarherbergi fyrir þau sem vantar athvarf, sem opið er alla virka daga frá 10 til 17. Það hefur verið vilji Hjálpræðishersins að styðja enn betur við jaðarsetta hópa í samfélaginu og þá sérstaklega þau sem eru heimilislaus, eða allt frá því Herinn starfrækti dagsetur frá 2007-2015. Samtal hefur átt sér stað við starfsmenn velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar ásamt því að sendir hafa verið póstar á pólitískt kjörna fulltrúa í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem óskað hefur verið eftir samtali til að mæta þeirri brýnu þörf sem nú er uppi. Hjálpræðisherinn telur mjög mikilvægt að brugðist sé við, ekki einungis í borginni, heldur sé þetta sameiginlegt verkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (og jafnvel víðar) ásamt því að ríkið þyrfti að koma að því að úrræði sem opið er á dagtíma sé í boði fyrir þennan hóp. Um afar viðkvæman hóp er að ræða sem upplifir því miður fordóma víða og hefur oft á tíðum flóknar þjónustuþarfir. Mikilvægt er að komið sé fram af kærleika og virðingu við þá sem þurfa að nýta þjónustu sem þessa og notendasamráð sé haft. Margir af þessum einstaklingum búa við fötlun vegna langvarandi veikinda. Við teljum mikilvægt að farsæl lausn verði fundin hið fyrsta fyrir þennan hóp því hér er um mannslíf að ræða. Hjálpræðisherinn vill að þau sveitarfélög sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu og þau ráðuneyti sem að þessu máli koma, taki höndum saman, því saman getum við gert þetta vel og af virðingu fyrir þau sem höllum fæti standa í samfélaginu. Hafa ekki öll líf sama vægi? Höfundar eru foringi Hjálpræðishersins í Reykjavík og fulltrúi ÖBÍ í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fram hefur sprottið mikil umræða að undanförnu um stöðu heimilislausra í borginni. Nú hafa nokkrir hugrakkir einstaklingar í þessari viðkvæmu stöðu gripið til þess ráðs að koma fram í fjölmiðlum og segja frá ástandinu eins og það blasir við þeim. Á Hjálpræðishernum á Suðurlandsbraut 72, er boðið upp á heita máltíð alla virka daga í hádeginu til þeirra sem eru jaðarsettir á einhvern hátt. Þau sem hafa tök á geta verslað máltíð eða annað meðlæti á kaffihúsinu, Kastalakaffi og stutt þannig við velferðarstarfið í leiðinni. Ásamt heitri máltíð hefur Hjálpræðisherinn í Reykjavík upp á að bjóða sturtuaðstöðu fyrir þau sem þess þurfa, sem aðgengileg er hreyfihömluðum. Í húsnæðinu er einnig að finna hvíldarherbergi fyrir þau sem vantar athvarf, sem opið er alla virka daga frá 10 til 17. Það hefur verið vilji Hjálpræðishersins að styðja enn betur við jaðarsetta hópa í samfélaginu og þá sérstaklega þau sem eru heimilislaus, eða allt frá því Herinn starfrækti dagsetur frá 2007-2015. Samtal hefur átt sér stað við starfsmenn velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar ásamt því að sendir hafa verið póstar á pólitískt kjörna fulltrúa í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem óskað hefur verið eftir samtali til að mæta þeirri brýnu þörf sem nú er uppi. Hjálpræðisherinn telur mjög mikilvægt að brugðist sé við, ekki einungis í borginni, heldur sé þetta sameiginlegt verkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (og jafnvel víðar) ásamt því að ríkið þyrfti að koma að því að úrræði sem opið er á dagtíma sé í boði fyrir þennan hóp. Um afar viðkvæman hóp er að ræða sem upplifir því miður fordóma víða og hefur oft á tíðum flóknar þjónustuþarfir. Mikilvægt er að komið sé fram af kærleika og virðingu við þá sem þurfa að nýta þjónustu sem þessa og notendasamráð sé haft. Margir af þessum einstaklingum búa við fötlun vegna langvarandi veikinda. Við teljum mikilvægt að farsæl lausn verði fundin hið fyrsta fyrir þennan hóp því hér er um mannslíf að ræða. Hjálpræðisherinn vill að þau sveitarfélög sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu og þau ráðuneyti sem að þessu máli koma, taki höndum saman, því saman getum við gert þetta vel og af virðingu fyrir þau sem höllum fæti standa í samfélaginu. Hafa ekki öll líf sama vægi? Höfundar eru foringi Hjálpræðishersins í Reykjavík og fulltrúi ÖBÍ í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun